Verstappen fagnaði sigri eftir að Leclerc flaug út af Valur Páll Eiríksson skrifar 24. júlí 2022 14:46 Verstappen eltir Leclerc snemma í keppninni, áður en sá síðarnefndi féll úr keppni. ANP via Getty Images Max Verstappen var fyrstur í mark í Frakklandskappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Charles Leclerc gerði afdrifarík mistök þegar hann var með forystuna og féll úr keppni. Bretarnir í liði Mercedes komust þá báðir á verðlaunapall. Charles Leclerc var á ráspól í dag en Verstappen annar í rásröðinni og liðsfélagi hans á Red Bull, Sergio Pérez, þriðji. Lewis Hamilton, á Mercedes, fór fram úr Pérez í þriðja sætið í ræsingunni og Bretinn hélt Mexíkóanum að bakvið sig alla keppnina. Hann átti hins vegar erfitt með að halda í við þá fremstu tvo, en Leclerc og Verstappen slitu sig snemma frá pakkanum og börðust um forystuna. Leclerc gerði vel að halda Verstappen á bakvið sig en fljótlega eftir að Verstappen fór inn á þjónustusvæðið gerði Mónakóbúinn á Ferrari-bílnum afdrifarík mistök. LAP 19/53Absolute heartbreak for Leclerc and Ferrari #FrenchGP #F1 pic.twitter.com/qUmPlzWEVn— Formula 1 (@F1) July 24, 2022 Leclerc var eðli málsins samkvæmt einn á auðum sjó eftir að Verstappen fór á þjónustusvæðið en á einhvern hátt missti hann stjórn á bílnum, missti afturendann og flaug út í dekkjavegg á breiðri brautinni í Frakklandi. Hann lauk þar með keppni og Verstappen var eftirleikurinn auðveldur. Hann hélt forystunni allt til loka en Lewis Hamilton varð annar í mark. Liðsfélagi Hamiltons, George Russell, varð þá þriðji eftir mikla dramatík. Russell hafði þá verið við afturenda Pérez í um tíu hringi þegar stafrænn öryggisbíll kom upp. Pérez sofnaði á verðinum þegar grænu flaggi var veifað til að marka endalok öryggisbílsins og Russell flaug fram úr þegar aðeins þrír hringir voru eftir. George catches Checo sleeping and snatches P3! #FrenchGP #F1 pic.twitter.com/5U0j5ER7Vo— Formula 1 (@F1) July 24, 2022 Liðsfélagi Leclerc hjá Ferrari, Carlos Sainz, hóf keppnina aftast í rásröðinni vegna vélarskipta fyrir keppni. Hann gerði vel að vinna sig upp röðina og náði best upp í þriðja sætið eftir glæsilegan framúrakstur á Pérez. Hann þurfti hins vegar að skipta um dekk í kjölfarið, og taka fimm sekúndna refsingu í leiðinni, og lauk keppni í 5. sæti. Sigur Verstappen eykur forystu hans í keppni ökuþóra og stigasöfnun hans og Pérez auka þá einnig forystu Red Bull liðsins, sem leiðir keppni bílasmiða. Akstursíþróttir Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Charles Leclerc var á ráspól í dag en Verstappen annar í rásröðinni og liðsfélagi hans á Red Bull, Sergio Pérez, þriðji. Lewis Hamilton, á Mercedes, fór fram úr Pérez í þriðja sætið í ræsingunni og Bretinn hélt Mexíkóanum að bakvið sig alla keppnina. Hann átti hins vegar erfitt með að halda í við þá fremstu tvo, en Leclerc og Verstappen slitu sig snemma frá pakkanum og börðust um forystuna. Leclerc gerði vel að halda Verstappen á bakvið sig en fljótlega eftir að Verstappen fór inn á þjónustusvæðið gerði Mónakóbúinn á Ferrari-bílnum afdrifarík mistök. LAP 19/53Absolute heartbreak for Leclerc and Ferrari #FrenchGP #F1 pic.twitter.com/qUmPlzWEVn— Formula 1 (@F1) July 24, 2022 Leclerc var eðli málsins samkvæmt einn á auðum sjó eftir að Verstappen fór á þjónustusvæðið en á einhvern hátt missti hann stjórn á bílnum, missti afturendann og flaug út í dekkjavegg á breiðri brautinni í Frakklandi. Hann lauk þar með keppni og Verstappen var eftirleikurinn auðveldur. Hann hélt forystunni allt til loka en Lewis Hamilton varð annar í mark. Liðsfélagi Hamiltons, George Russell, varð þá þriðji eftir mikla dramatík. Russell hafði þá verið við afturenda Pérez í um tíu hringi þegar stafrænn öryggisbíll kom upp. Pérez sofnaði á verðinum þegar grænu flaggi var veifað til að marka endalok öryggisbílsins og Russell flaug fram úr þegar aðeins þrír hringir voru eftir. George catches Checo sleeping and snatches P3! #FrenchGP #F1 pic.twitter.com/5U0j5ER7Vo— Formula 1 (@F1) July 24, 2022 Liðsfélagi Leclerc hjá Ferrari, Carlos Sainz, hóf keppnina aftast í rásröðinni vegna vélarskipta fyrir keppni. Hann gerði vel að vinna sig upp röðina og náði best upp í þriðja sætið eftir glæsilegan framúrakstur á Pérez. Hann þurfti hins vegar að skipta um dekk í kjölfarið, og taka fimm sekúndna refsingu í leiðinni, og lauk keppni í 5. sæti. Sigur Verstappen eykur forystu hans í keppni ökuþóra og stigasöfnun hans og Pérez auka þá einnig forystu Red Bull liðsins, sem leiðir keppni bílasmiða.
Akstursíþróttir Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira