Chambers tryggði lærisveinum Gerrards jafntefli gegn United Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2022 11:49 Chambers var hetja Villa-liðsins. Neville Williams/Aston Villa FC via Getty Images Manchester United mistókst að vinna fjórða leik sinn í röð á undirbúningstímabili liðsins. Callum Chambers tryggði Aston Villa 2-2 jafntefli með marki úr síðustu snertingu leiksins. United var töluvert sterkari aðilinn framan af leik og náði forystunni á 25. mínútu. Liðið átti þá laglega sókn þar sem Marcus Rashford fann Luke Shaw sem kom í utanáhlaup vinstra megin í vítateig Aston Villa. Shaw gaf boltann fyrir og fann Jadon Sancho einan á auðum sjó á markteig og honum var eftirleikurinn auðveldur er hann kom liðinu í forystu. A superb @Sanchooo10 volley opens the scoring in Perth! #MUFC || #MUTOUR22— Manchester United (@ManUtd) July 23, 2022 Sancho var aftur á ferðinni á 42. mínútu þegar hann fékk sendingu inn fyrir vörn Villa. Marcus Rashford veitti honum aðstoð og fyrirgjöf Sancho fann Rashford sem skaut boltanum í Matty Cash, varnarmann Villa, hvaðan boltinn fór í netið. 2-0 stóð því í hléi en eftir aðeins fimm mínútna leik í síðari hálfleik minnkaði Jamaíkumaðurinn Leon Bailey muninn fyrir Aston Villa með fallegu vinstri fótar skoti frá hægra horni vítateigsins eftir um 30 metra sprett upp hægri kantinn. 2-1 stóð fram á 93. mínútu þegar varnarmaðurinn Callum Chambers jafnaði fyrir Villa með skalla á markteig eftir hornspyrnu Bailey frá hægri. Varnarmenn United og David De Gea telja líklega að þeir hafi getað gert betur í markinu en um var að ræða síðustu snertingu leiksins og 2-2 jafntefli niðurstaðan. A stormy encounter so far! Here's how we gained a 2-goal advantage in today's friendly #MUFC || #MUTOUR22— Manchester United (@ManUtd) July 23, 2022 United hefur gert vel á undirbúningstímabilinu en um er að fyrsta leikinn sem liðinu mistekst að vinna. Liðið vann Liverpool 4-0 í Tælandi fyrir 4-1 sigur á Melbourne Victory og 3-1 sigur á Crystal Palace. Rauðu djöflarnir halda nú aftur til Evrópu eftir 12 daga túr um Asíu og Ástralíu en næsti leikur liðsins er við Atlético Madrid á Ullevaal-leikvanginum í Osló 30. júlí. Aston Villa, sem stýrt er af Steven Gerrard, vann 1-0 sigra á Leeds United og Brisbane Roar á Ástralíuferðalagi sínu en eiga einnig næsta leik sinn 30. júlí, þeirra síðasta á undirbúningstímabilinu, gegn Stade Rennais í Frakklandi. Enski boltinn Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Sjá meira
United var töluvert sterkari aðilinn framan af leik og náði forystunni á 25. mínútu. Liðið átti þá laglega sókn þar sem Marcus Rashford fann Luke Shaw sem kom í utanáhlaup vinstra megin í vítateig Aston Villa. Shaw gaf boltann fyrir og fann Jadon Sancho einan á auðum sjó á markteig og honum var eftirleikurinn auðveldur er hann kom liðinu í forystu. A superb @Sanchooo10 volley opens the scoring in Perth! #MUFC || #MUTOUR22— Manchester United (@ManUtd) July 23, 2022 Sancho var aftur á ferðinni á 42. mínútu þegar hann fékk sendingu inn fyrir vörn Villa. Marcus Rashford veitti honum aðstoð og fyrirgjöf Sancho fann Rashford sem skaut boltanum í Matty Cash, varnarmann Villa, hvaðan boltinn fór í netið. 2-0 stóð því í hléi en eftir aðeins fimm mínútna leik í síðari hálfleik minnkaði Jamaíkumaðurinn Leon Bailey muninn fyrir Aston Villa með fallegu vinstri fótar skoti frá hægra horni vítateigsins eftir um 30 metra sprett upp hægri kantinn. 2-1 stóð fram á 93. mínútu þegar varnarmaðurinn Callum Chambers jafnaði fyrir Villa með skalla á markteig eftir hornspyrnu Bailey frá hægri. Varnarmenn United og David De Gea telja líklega að þeir hafi getað gert betur í markinu en um var að ræða síðustu snertingu leiksins og 2-2 jafntefli niðurstaðan. A stormy encounter so far! Here's how we gained a 2-goal advantage in today's friendly #MUFC || #MUTOUR22— Manchester United (@ManUtd) July 23, 2022 United hefur gert vel á undirbúningstímabilinu en um er að fyrsta leikinn sem liðinu mistekst að vinna. Liðið vann Liverpool 4-0 í Tælandi fyrir 4-1 sigur á Melbourne Victory og 3-1 sigur á Crystal Palace. Rauðu djöflarnir halda nú aftur til Evrópu eftir 12 daga túr um Asíu og Ástralíu en næsti leikur liðsins er við Atlético Madrid á Ullevaal-leikvanginum í Osló 30. júlí. Aston Villa, sem stýrt er af Steven Gerrard, vann 1-0 sigra á Leeds United og Brisbane Roar á Ástralíuferðalagi sínu en eiga einnig næsta leik sinn 30. júlí, þeirra síðasta á undirbúningstímabilinu, gegn Stade Rennais í Frakklandi.
Enski boltinn Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Sjá meira