Ronaldo sagður vilja fara til Atlético Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2022 11:00 Ronaldo hefur ekki æft eða spilað með Manchester United á reisu þeirra um Asíu og Eyjaálfu. Bryn Lennon/Getty Images Cristiano Ronaldo er sagður skoða möguleikann á því að ganga í raðir Atlético Madrid. Hann eyddi níu leiktíðum hjá erkifjendum þeirra í Real Madrid. Vöngum hefur verið velt yfir framtíð portúgölsku goðsagnarinnar en endurkoma hans til Manchester United síðasta sumar hefur ekki verið eins og kappinn sá fyrir sér. Hann er nú sagður leita allra leiða til að komast burt frá félaginu eftir að Hollendingurinn Erik ten Hag tók við þjálfun liðsins í sumar. Þónokkur lið hafa verið orðuð við hann í sumar, sem ýmist hafa sagst ekki hafa áhuga eða hafa tæplega efni á afar háum launum Portúgalans. Þar á meðal eru bæði Barcelona og Chelsea. Breskir fjölmiðlar greina hins vegar frá því í dag að lausn gæti verið í augsýn. Diego Simeone, þjálfari Atlético Madrid, er sagður hafa auga á Ronaldo til að fylla skarð Luis Suárez, hjá félaginu, sem rann út á samningi fyrr í sumar. According to reports, Cristiano Ronaldo is open to joining Atletico Madrid — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 23, 2022 Ronaldo er sagður vera opinn fyrir möguleikanum að spila fyrir Atlético en hann vill spila fyrir félag í Meistaradeild Evrópu. Hann sé reiðubúinn að taka á sig launalækkun um 30 prósent til að freista þess að vinna Meistaradeildina með félaginu. Sá portúgalski mun þó þurfa að vinna fyrir því að ná stuðningsmönnum liðsins á sitt band en hann lék í níu ár með grönnunum í Real Madrid og var gjarn á að senda þeim tóninn. Á tíma sínum hjá Real var Atlético það lið sem Ronaldo skoraði flest mörk gegn og þá gerði hann grín að stuðningsmönnum liðsins þegar hann var leikmaður Juventus árið 2019. Eftir sigur ítalska liðsins á Madrídingum sýndi hann handabendingar sem gáfu í skyn að hann hafi unnið fimm Meistaradeildartitla en Atlético engan. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira
Vöngum hefur verið velt yfir framtíð portúgölsku goðsagnarinnar en endurkoma hans til Manchester United síðasta sumar hefur ekki verið eins og kappinn sá fyrir sér. Hann er nú sagður leita allra leiða til að komast burt frá félaginu eftir að Hollendingurinn Erik ten Hag tók við þjálfun liðsins í sumar. Þónokkur lið hafa verið orðuð við hann í sumar, sem ýmist hafa sagst ekki hafa áhuga eða hafa tæplega efni á afar háum launum Portúgalans. Þar á meðal eru bæði Barcelona og Chelsea. Breskir fjölmiðlar greina hins vegar frá því í dag að lausn gæti verið í augsýn. Diego Simeone, þjálfari Atlético Madrid, er sagður hafa auga á Ronaldo til að fylla skarð Luis Suárez, hjá félaginu, sem rann út á samningi fyrr í sumar. According to reports, Cristiano Ronaldo is open to joining Atletico Madrid — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 23, 2022 Ronaldo er sagður vera opinn fyrir möguleikanum að spila fyrir Atlético en hann vill spila fyrir félag í Meistaradeild Evrópu. Hann sé reiðubúinn að taka á sig launalækkun um 30 prósent til að freista þess að vinna Meistaradeildina með félaginu. Sá portúgalski mun þó þurfa að vinna fyrir því að ná stuðningsmönnum liðsins á sitt band en hann lék í níu ár með grönnunum í Real Madrid og var gjarn á að senda þeim tóninn. Á tíma sínum hjá Real var Atlético það lið sem Ronaldo skoraði flest mörk gegn og þá gerði hann grín að stuðningsmönnum liðsins þegar hann var leikmaður Juventus árið 2019. Eftir sigur ítalska liðsins á Madrídingum sýndi hann handabendingar sem gáfu í skyn að hann hafi unnið fimm Meistaradeildartitla en Atlético engan.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira