Styður við frekari útflutning íslenskrar tónlistar Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 21. júlí 2022 13:30 Sólveig Matthildur, tónlistarkona, og Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTON, eru ánægð með nýjan styrk fyrir framleiðslu á kynningarefni. Aðsend Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar og ÚTÓN, Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, kynna nýjan styrk fyrir framleiðslu á kynningarefni sérstaklega. Þetta kemur til viðbótar við ferða- og markaðsstyrki sem þegar er hægt að sækja í sjóðinn. Í fréttatilkynningu frá Úton segir að nýtt framlag frá Menningar- og viðskiptaráðuneytinu inn í Útflutningssjóð íslenskrar tónlistar sem ÚTÓN umsýslar geri tónlistarfólki nú kleift um að sækja um nýjan styrk í sjóðinn. Er um að ræða styrk til framleiðslu á kynningarefni, sem kemur til viðbótar við þá ferða- og markaðsstyrki sem staðið hafa til boða. „Markmiðið er að koma til móts við vaxandi ákall úr grasrótinni, því hvergi í kerfinu hefur verið hægt að sækja um styrki til framleiðslu á kynningarefni sérstaklega,“ segir í tilkynningu frá ÚTON. View this post on Instagram A post shared by ÚTÓN (@uton.is) Ólík svið „Það er gömul saga og ný að margt tónlistarfólk sem vill skapa sér atvinnu af tónlist sækir sér fylgjendur og hlustendur út fyrir landsteinana. Aftur á móti er samkeppnin um athygli tónlistarunnenda erlendis alltaf að verða stífari og eru kröfurnar á tónlistarfólk að markaðssetja sig á markvissan hátt sífellt að aukast. Útflutningssjóður hefur séð að sú vinna sem þarf að fara fram í markaðssetningu krefst eiginleika og þekkingar sem nær umfram það að semja góða tónlist, þótt hún komi að sjálfsögðu alltaf fyrst.“ Segja þau þessa markaðssetning sem dæmi fela í sér gerð á myndbandsefni sem fylgir tónlistinni, efni og stuttar klippur til að setja inn á samfélagsmiðla, ljósmyndir af tónlistarfólki og oft alþjóðlega fagaðila í PR eða markaðsetningu á tónlist sérstaklega. Frá árinu 2013 hefur verið hægt að sækja um markaðsstyrk í Útflutningssjóð en sá styrkur gerði í raun ráð fyrir að fólk ætti til það kynningarefni sem notað yrði í markaðsherferðir erlendis. Dagleg ábyrgð að viðhalda presens Sólveig Matthildur, tónlistarkona og meðlimur sveitarinnar Kælan Mikla segir að þessi styrkur geti létt mikið á álagi tónlistarfólks. „Þessi vinna að halda úti mörgum virkum miðlum, eins og Instagram o.fl. virkar kannski effortless, en fyrir Kæluna Miklu upplifi ég mjög mikið hversu ekki bara ósýnilegur kostnaður býr þar að baki heldur mjög mikil og tímafrek stragedíuvinna sem og dagleg ábyrgð að viðhalda presens. Þá er ekki tiltekin aukin pressa sem varð til í COVID-19 að „vippa upp“ léttu streymi eða vera með jafnvel enn meiri viðveru á miðlum eins og að svara einstökum skilaboðum o.s.frv. án þess að gera sér grein fyrir að bara stofnkostnaður við slíkt hleypur á tugum þúsunda en skilar okkur ekkert endilega nær okkar markmiðum.“ Sólveig Matthildur og Sigtryggur Baldursson.Aðsend Allt að milljón krónu styrkur Með þessum nýja styrk sjóðsins er nú hægt að sækja allt að 1.000.000 krónum til framleiðslu á kynningarefni sérstaklega, sem getur þá verið allt frá framleiðslu á tónlistarmyndböndum eða beinu streymi í stuttar klippur og myndefni fyrir samfélagsmiðla. „Þessi nýi styrkur helst samt í hendur við markaðsstyrk Útflutningssjóðs en sé sótt um hinn nýja styrk þarf að fylgja umsókn til markaðsstyrk líka til að gera grein fyrir útflutningsmarkmiðum tónlistarfólksins. Þannig er hægt er að sækja um markaðsstyrk án þess að sækja um styrk til gerðar kynningarefnis, en ekki öfugt.“ Til að standast alþjóðlega samkeppni segir ÚTON mikilvægt að setja saman góða markaðs- og fjárhagsáætlun áður en lagt er af stað í verkefni af þessu tagi. ÚTÓN hefur uppfært vef sinn með ítarlegum leiðbeiningum og fræðslu um hvernig er best að setja slíkar áætlanir saman fyrir þau sem vilja senda inn sterka umsókn í Útflutningssjóð í haust. Það geta ekki allir verið góðir í öllu Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTON, segir mikilvægt að tónlistarfólk geti fengið aðstoð við útflutning á tónlist sinni. „Margt tónlistarfólk á ekki auðvelt með að búa til plan fyrir kynningu á útgáfum sínum. Það geta ekki allir verið góðir í öllu. Nú er komið nýtt efni inn á vefinn hjá Útflutningssjóði sem varpar skýru ljósi á hvað umsóknir um markaðsstyrki skulu innihalda og gera markaðsstyrki þar með aðgengilegri fyrir fjölbreyttari verkefnaflóru sem svo styður við frekari útflutning íslenskrar tónlistar.“ Á þessu ári hafa eftirfarandi tónlistarverkefni nú þegar fengið markaðsstyrki frá Útflutningssjóði: Atli Örvarsson, Barokkbandið Brák, Hatari, JFDR, Laufey Lin, LÓN, Kira Kira, Systur, Umbra og Ultraflex. View this post on Instagram A post shared by ÚTÓN (@uton.is) Næsti umsóknarfrestur er fyrir 1. ágúst næstkomandi og svo aftur fyrir 1. september. Síðasta úthlutun ársins í markaðs- og kynningarefnisstyrki er svo fyrir 1. nóvember. Nánari upplýsingar má finna hér. Tónlist Menning Tengdar fréttir Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar fær 40 milljón króna innspýtingu Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar og ÚTÓN (Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar) kynna nýtt átaksverkefni þar sem íslenskt tónlistarfólk getur sótt sérstaklega um framleiðslu á kynningarefni í sjóðinn. Þetta kemur til viðbótar við ferða- og markaðsstyrki sem þegar er hægt að sækja í sjóðinn. 22. mars 2022 16:21 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Úton segir að nýtt framlag frá Menningar- og viðskiptaráðuneytinu inn í Útflutningssjóð íslenskrar tónlistar sem ÚTÓN umsýslar geri tónlistarfólki nú kleift um að sækja um nýjan styrk í sjóðinn. Er um að ræða styrk til framleiðslu á kynningarefni, sem kemur til viðbótar við þá ferða- og markaðsstyrki sem staðið hafa til boða. „Markmiðið er að koma til móts við vaxandi ákall úr grasrótinni, því hvergi í kerfinu hefur verið hægt að sækja um styrki til framleiðslu á kynningarefni sérstaklega,“ segir í tilkynningu frá ÚTON. View this post on Instagram A post shared by ÚTÓN (@uton.is) Ólík svið „Það er gömul saga og ný að margt tónlistarfólk sem vill skapa sér atvinnu af tónlist sækir sér fylgjendur og hlustendur út fyrir landsteinana. Aftur á móti er samkeppnin um athygli tónlistarunnenda erlendis alltaf að verða stífari og eru kröfurnar á tónlistarfólk að markaðssetja sig á markvissan hátt sífellt að aukast. Útflutningssjóður hefur séð að sú vinna sem þarf að fara fram í markaðssetningu krefst eiginleika og þekkingar sem nær umfram það að semja góða tónlist, þótt hún komi að sjálfsögðu alltaf fyrst.“ Segja þau þessa markaðssetning sem dæmi fela í sér gerð á myndbandsefni sem fylgir tónlistinni, efni og stuttar klippur til að setja inn á samfélagsmiðla, ljósmyndir af tónlistarfólki og oft alþjóðlega fagaðila í PR eða markaðsetningu á tónlist sérstaklega. Frá árinu 2013 hefur verið hægt að sækja um markaðsstyrk í Útflutningssjóð en sá styrkur gerði í raun ráð fyrir að fólk ætti til það kynningarefni sem notað yrði í markaðsherferðir erlendis. Dagleg ábyrgð að viðhalda presens Sólveig Matthildur, tónlistarkona og meðlimur sveitarinnar Kælan Mikla segir að þessi styrkur geti létt mikið á álagi tónlistarfólks. „Þessi vinna að halda úti mörgum virkum miðlum, eins og Instagram o.fl. virkar kannski effortless, en fyrir Kæluna Miklu upplifi ég mjög mikið hversu ekki bara ósýnilegur kostnaður býr þar að baki heldur mjög mikil og tímafrek stragedíuvinna sem og dagleg ábyrgð að viðhalda presens. Þá er ekki tiltekin aukin pressa sem varð til í COVID-19 að „vippa upp“ léttu streymi eða vera með jafnvel enn meiri viðveru á miðlum eins og að svara einstökum skilaboðum o.s.frv. án þess að gera sér grein fyrir að bara stofnkostnaður við slíkt hleypur á tugum þúsunda en skilar okkur ekkert endilega nær okkar markmiðum.“ Sólveig Matthildur og Sigtryggur Baldursson.Aðsend Allt að milljón krónu styrkur Með þessum nýja styrk sjóðsins er nú hægt að sækja allt að 1.000.000 krónum til framleiðslu á kynningarefni sérstaklega, sem getur þá verið allt frá framleiðslu á tónlistarmyndböndum eða beinu streymi í stuttar klippur og myndefni fyrir samfélagsmiðla. „Þessi nýi styrkur helst samt í hendur við markaðsstyrk Útflutningssjóðs en sé sótt um hinn nýja styrk þarf að fylgja umsókn til markaðsstyrk líka til að gera grein fyrir útflutningsmarkmiðum tónlistarfólksins. Þannig er hægt er að sækja um markaðsstyrk án þess að sækja um styrk til gerðar kynningarefnis, en ekki öfugt.“ Til að standast alþjóðlega samkeppni segir ÚTON mikilvægt að setja saman góða markaðs- og fjárhagsáætlun áður en lagt er af stað í verkefni af þessu tagi. ÚTÓN hefur uppfært vef sinn með ítarlegum leiðbeiningum og fræðslu um hvernig er best að setja slíkar áætlanir saman fyrir þau sem vilja senda inn sterka umsókn í Útflutningssjóð í haust. Það geta ekki allir verið góðir í öllu Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTON, segir mikilvægt að tónlistarfólk geti fengið aðstoð við útflutning á tónlist sinni. „Margt tónlistarfólk á ekki auðvelt með að búa til plan fyrir kynningu á útgáfum sínum. Það geta ekki allir verið góðir í öllu. Nú er komið nýtt efni inn á vefinn hjá Útflutningssjóði sem varpar skýru ljósi á hvað umsóknir um markaðsstyrki skulu innihalda og gera markaðsstyrki þar með aðgengilegri fyrir fjölbreyttari verkefnaflóru sem svo styður við frekari útflutning íslenskrar tónlistar.“ Á þessu ári hafa eftirfarandi tónlistarverkefni nú þegar fengið markaðsstyrki frá Útflutningssjóði: Atli Örvarsson, Barokkbandið Brák, Hatari, JFDR, Laufey Lin, LÓN, Kira Kira, Systur, Umbra og Ultraflex. View this post on Instagram A post shared by ÚTÓN (@uton.is) Næsti umsóknarfrestur er fyrir 1. ágúst næstkomandi og svo aftur fyrir 1. september. Síðasta úthlutun ársins í markaðs- og kynningarefnisstyrki er svo fyrir 1. nóvember. Nánari upplýsingar má finna hér.
Tónlist Menning Tengdar fréttir Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar fær 40 milljón króna innspýtingu Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar og ÚTÓN (Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar) kynna nýtt átaksverkefni þar sem íslenskt tónlistarfólk getur sótt sérstaklega um framleiðslu á kynningarefni í sjóðinn. Þetta kemur til viðbótar við ferða- og markaðsstyrki sem þegar er hægt að sækja í sjóðinn. 22. mars 2022 16:21 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar fær 40 milljón króna innspýtingu Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar og ÚTÓN (Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar) kynna nýtt átaksverkefni þar sem íslenskt tónlistarfólk getur sótt sérstaklega um framleiðslu á kynningarefni í sjóðinn. Þetta kemur til viðbótar við ferða- og markaðsstyrki sem þegar er hægt að sækja í sjóðinn. 22. mars 2022 16:21