Fótbolti

Suarez gæti leyst Haller af hjá Dort­mund

Atli Arason skrifar
Luis Suarez lék með Atletico Madrid á síðustu leiktíð.
Luis Suarez lék með Atletico Madrid á síðustu leiktíð. Getty Images

Dortmund fékk framherjann Sebastian Haller í sumar á 31 milljónir evra til að leysa Erling Haaland af hólmi. Haller mun þó ekki leika mikið með Dortmund á þessu tímabili eftir að hann greindist með æxli í eistum. Óvíst er hve lengi Haller verður frá en Dortmund er mögulega búinn að finna arftaka hans í Luis Suarez.

Sky Sports greinir frá því að Dormtund hafi verið boðið að semja við Luis Suarez sem skammtímalausn á meðan Haller er frá. Suarez er án félags eftir að hafa yfirgefið Atletico Madrid í sumar en Suarez hefur einnig leikið með Barcelona og Liverpool á sínum ferli.

Surarez skoraði 13 mörk í 45 leikjum á síðustu leiktíð en gæti reynst góð lausn fyrir Dortmund sem hefur ekki úr miklu að velja í fremstu viglínu eftir að Haller datt út.

Sem sakir standa er Dortmund aðeins með þrjá framherja í leikmannahóp sínum, hinn 23 ára Donyell Malen, Karim Adeyemi sem er 20 ára og Youssoufa Moukoko sem er aðeins 17 ára gamall. Áttu þeir allir að vera á eftir Haller í goggunarröðinni.


Tengdar fréttir

Haller greindist með æxli í eistum

Sébastien Haller, arftaki Erlings Haaland hjá þýska knattspyrnufélaginu Dortmund, hefur yfirgefið æfingabúðir liðsins í Sviss eftir að hafa greinst með æxli í eistum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×