Íslendingarnir voru að sjálfsögðu mættir í sínum bláu peysum en hitinn setti mikinn svip á allt enda erfitt fyrir alla að vera lengi út í sólinni.
Dóra Júlía náði upp stemmningu og fékk fólkið út að dansa í 37 stiga hita og fær hrós fyrir það.
Vinsælasta fólkið á svæðinu var þó án efa fólkið með vatnsflöskurnar sem kældu niður alla sem vildu með því að sprauta yfir það vatni. Úðinn var kjærkominn í öllum þessum hita.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á leiknum og náði þessum myndum hér fyrir neðan.

















