Tekur út stressið fyrir dóttur sína Glódísi Perlu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2022 11:30 Magnea Harðardóttir með sínum nánustu á stuðningsmannasvæðinu en þetta eru þau Bára Bryndís Viggósdóttir, Viggó Magnússon, Magnea, Bára Þórðardóttir og Hörður Sveinsson. Vísir/Vilhelm Móðir landsliðskonunnar Glódísar Perlu Viggósdóttur en enn á ný kominn út á Evrópumót til að fylgjast með dóttur sinni. Þetta er í þriðja sinn og nú er dóttirin orðin varafyrirliði liðsins. „Þetta er geggjuð stemmning og frábært að sjá hvað það eru margir hérna,“ sagði Magnea Harðardóttir, móðir Glódísar Perlu. Hún sér mikinn mun á Evrópumótinu í Englandi í ár miðað við þau sem á undan hafa farið. Þriðja Evrópumótið þeirra „Þetta er þriðja mótið. Við fórum til Svíþjóðar 2013 og til Hollands 2017. Þetta er langstærsti fjöldinn hérna sýnist mér en svipuð stemmning eins og mér fannst vera í Svíþjóð. Það væri geggjað ef þær kæmust í átta liða úrslitin eins og þá,“ sagði Magnea. Glódís Perla Viggósdóttir með Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur.Vísir/Vilhelm Nú er Glódís Perla í risahlutverk í íslenska liðinu og hefur verið að spila frábærlega á þessu móti. „Já hún er komin í það núna. Þegar hún fór fyrst 2013 þá áttum alveg eins ekki von á því að hún myndi spila. Það var rosalega gaman að hún fékk það. Þetta er þriðja mótið hennar og hún komin í stærra hlutverk,“ sagði Magnea. Mjög einbeitt í sínum skrefum „Hún hefur verið mjög einbeitt í sínum skrefum,“ sagði Magnea um feril Glódísar sem hefur tekið jöfn skref allan sinn feril allt frá því að hún fór úr HK í Stjörnuna á Íslandi þar til að hún yfirgaf Rosengård og samdi við þýska stórliðið Bayern München. „Hún er að spila sína stöðu vel og ég tek bara stressið fyrir hana,“ sagði Magnea létt. En hvað er lykillinn að velgengi dótturinnar? „Hún sjálf. Hún er yfirveguð og tekur þetta ekki inn á sig. Hún er raunsæ í sínum markmiðum og hvernig hún metur hvern leik og annað. Hún er líka alltaf til í að bæta sig. Hún hefur tekið síns skref skynsamlega og á sínum eigin forsendum,“ sagði Magnea. Glódís Perla Viggósdóttir í leiknum á móti Ítalíu.Vísir/Vilhelm Magnea segir að foreldrarnir séu dugleg að heimsækja Glódísi í atvinnumennskunni. „Við förum reyndar ótrúlega oft. Meira að segja í Covid þá tókst okkur að fara nokkrum sinnum á leiki og hitta hana. Við vorum bara alsæl með það tímabil,“ sagði Magnea en bætti við: „Þrátt fyrir að í dag þá er lítið mál að vera í sitt hvor landinu með Messinger, Teams og Facebook og allt þetta þá er það alltaf skemmtilegra að hittast í persónu “ sagði Magnea. Finnst það lýsa henni best Athygli hefur líka vakið að Glódís Perla er komin í smá mömmuhlutverk eftir hún og hin unga Karólína Lea Vilhjálmsdóttir urðu liðsfélagar hjá Bayern. „Mamma Gló. Mér finnst það lýsa henni best, henni og Kristófer, að koma þarna svona inn. Þetta er í fyrsta skiptið sem hún er í liði með öðrum Íslendingi. Dásamlegt að sjá hvernig þau ná öll saman,“ sagði Magnea. „Ég held að landliðshópinn sé alveg einstakur núna. Það er einstök stemmning, allar vinkonur og alltaf gaman hjá þeim. Ég trúi því að þær færi þeim góðan sigur. Það virðist ekki skipta neinu máli hver þeirra það er. Þær smella saman allar. Við vonum að það gangi jafnvel og í Svíþjóð. Við krossum fingur,“ sagði Magnea að lokum. Íslenska liðið mætir Frökkum í kvöld en með sigri þá tryggja íslensku stelpurnar sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
„Þetta er geggjuð stemmning og frábært að sjá hvað það eru margir hérna,“ sagði Magnea Harðardóttir, móðir Glódísar Perlu. Hún sér mikinn mun á Evrópumótinu í Englandi í ár miðað við þau sem á undan hafa farið. Þriðja Evrópumótið þeirra „Þetta er þriðja mótið. Við fórum til Svíþjóðar 2013 og til Hollands 2017. Þetta er langstærsti fjöldinn hérna sýnist mér en svipuð stemmning eins og mér fannst vera í Svíþjóð. Það væri geggjað ef þær kæmust í átta liða úrslitin eins og þá,“ sagði Magnea. Glódís Perla Viggósdóttir með Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur.Vísir/Vilhelm Nú er Glódís Perla í risahlutverk í íslenska liðinu og hefur verið að spila frábærlega á þessu móti. „Já hún er komin í það núna. Þegar hún fór fyrst 2013 þá áttum alveg eins ekki von á því að hún myndi spila. Það var rosalega gaman að hún fékk það. Þetta er þriðja mótið hennar og hún komin í stærra hlutverk,“ sagði Magnea. Mjög einbeitt í sínum skrefum „Hún hefur verið mjög einbeitt í sínum skrefum,“ sagði Magnea um feril Glódísar sem hefur tekið jöfn skref allan sinn feril allt frá því að hún fór úr HK í Stjörnuna á Íslandi þar til að hún yfirgaf Rosengård og samdi við þýska stórliðið Bayern München. „Hún er að spila sína stöðu vel og ég tek bara stressið fyrir hana,“ sagði Magnea létt. En hvað er lykillinn að velgengi dótturinnar? „Hún sjálf. Hún er yfirveguð og tekur þetta ekki inn á sig. Hún er raunsæ í sínum markmiðum og hvernig hún metur hvern leik og annað. Hún er líka alltaf til í að bæta sig. Hún hefur tekið síns skref skynsamlega og á sínum eigin forsendum,“ sagði Magnea. Glódís Perla Viggósdóttir í leiknum á móti Ítalíu.Vísir/Vilhelm Magnea segir að foreldrarnir séu dugleg að heimsækja Glódísi í atvinnumennskunni. „Við förum reyndar ótrúlega oft. Meira að segja í Covid þá tókst okkur að fara nokkrum sinnum á leiki og hitta hana. Við vorum bara alsæl með það tímabil,“ sagði Magnea en bætti við: „Þrátt fyrir að í dag þá er lítið mál að vera í sitt hvor landinu með Messinger, Teams og Facebook og allt þetta þá er það alltaf skemmtilegra að hittast í persónu “ sagði Magnea. Finnst það lýsa henni best Athygli hefur líka vakið að Glódís Perla er komin í smá mömmuhlutverk eftir hún og hin unga Karólína Lea Vilhjálmsdóttir urðu liðsfélagar hjá Bayern. „Mamma Gló. Mér finnst það lýsa henni best, henni og Kristófer, að koma þarna svona inn. Þetta er í fyrsta skiptið sem hún er í liði með öðrum Íslendingi. Dásamlegt að sjá hvernig þau ná öll saman,“ sagði Magnea. „Ég held að landliðshópinn sé alveg einstakur núna. Það er einstök stemmning, allar vinkonur og alltaf gaman hjá þeim. Ég trúi því að þær færi þeim góðan sigur. Það virðist ekki skipta neinu máli hver þeirra það er. Þær smella saman allar. Við vonum að það gangi jafnvel og í Svíþjóð. Við krossum fingur,“ sagði Magnea að lokum. Íslenska liðið mætir Frökkum í kvöld en með sigri þá tryggja íslensku stelpurnar sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn