Segir að stelpurnar verði að þora í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2022 15:31 Þorsteinn Halldórsson á æfingu liðsins í Rotherham í gær. Vísir/Vilhelm Landsliðsþjálfarinn biður um hugrekki frá sínum leikmönnum í leiknum mikilvæga á móti Frakklandi á EM í Englandi í kvöld en þar ræðst það hvort íslenska liðið komist í átta liða úrslit keppninnar. Íslenska liðið hefur spilað varnarleikinn mjög vel og aðeins fengið á sig eitt mark utan af velli því hitt markið kom úr umdeildri vítaspyrnu. Íslensku stelpurnar hafa heldur ekki fengið eitt einasta gula spjald á mótinu. „Ég er ánægður með varnarleikinn heilt yfir. Við höfum varist vel sem lið út um allan völl. Það er vinnusemin sem hefur skilað því að við höfum ekki verið að fá mörk á okkur. Ég er sáttur við varnarleikinn heilt yfir hjá öllum leikmönnum. Við höfum krafist mikils vinnuframlags af þeim og við höfum verið að spila vel varnarlega,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska liðsins. Marie-Antoinette Katoto sleit krossband í síðasta leik sem er mikið áfall fyrir franska liðið. Það breytir aftur á móti engu fyrir nálgun Þorsteins á leikinn. „Nei, það breytti alls engu. Ég veit að hún er stórkostlegur leikmaður en við erum ekki að fara breyta hlutum í okkar varnarskipulagi. Við breytum engu.“ sagði Þorsteinn. En hvernig ætlar íslenska liðið að ná í nauðsynleg úrslit á móti Frökkum. „Það eru ákveðnar leiðir sem þær leita alltaf í. Það eru ákveðnar vinnureglur í sóknarleiknum hjá þeim sem við þurfum að vera klárar í að leysa og lesa. Þær leita mjög mikið í þessar leiðir. Við þurfum að vera sterk einn á móti þeim inn í þessum svæðum. Vera tilbúin í smá slagsmál á móti þeim. Þetta er líkamlega sterkt lið og það er hraði í liðinu,“ sagði Þorsteinn og hann vill fá meiri kjark hjá sínum stelpum með boltann. „Svo þurfum við að þora í sóknarleiknum. Þora að vera með boltann, þora að sækja á þær, finna svæðin sem myndast þegar þær eru að sækja. Að við spilum honum inn í það pláss þegar við vinnum hann. Það eru ýmsir hluti sem við þurfum að gera en ég tel að við munum gera þetta á morgun og við ætlum að gera þetta,“ sagði Þorsteinn. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Sjá meira
Íslenska liðið hefur spilað varnarleikinn mjög vel og aðeins fengið á sig eitt mark utan af velli því hitt markið kom úr umdeildri vítaspyrnu. Íslensku stelpurnar hafa heldur ekki fengið eitt einasta gula spjald á mótinu. „Ég er ánægður með varnarleikinn heilt yfir. Við höfum varist vel sem lið út um allan völl. Það er vinnusemin sem hefur skilað því að við höfum ekki verið að fá mörk á okkur. Ég er sáttur við varnarleikinn heilt yfir hjá öllum leikmönnum. Við höfum krafist mikils vinnuframlags af þeim og við höfum verið að spila vel varnarlega,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska liðsins. Marie-Antoinette Katoto sleit krossband í síðasta leik sem er mikið áfall fyrir franska liðið. Það breytir aftur á móti engu fyrir nálgun Þorsteins á leikinn. „Nei, það breytti alls engu. Ég veit að hún er stórkostlegur leikmaður en við erum ekki að fara breyta hlutum í okkar varnarskipulagi. Við breytum engu.“ sagði Þorsteinn. En hvernig ætlar íslenska liðið að ná í nauðsynleg úrslit á móti Frökkum. „Það eru ákveðnar leiðir sem þær leita alltaf í. Það eru ákveðnar vinnureglur í sóknarleiknum hjá þeim sem við þurfum að vera klárar í að leysa og lesa. Þær leita mjög mikið í þessar leiðir. Við þurfum að vera sterk einn á móti þeim inn í þessum svæðum. Vera tilbúin í smá slagsmál á móti þeim. Þetta er líkamlega sterkt lið og það er hraði í liðinu,“ sagði Þorsteinn og hann vill fá meiri kjark hjá sínum stelpum með boltann. „Svo þurfum við að þora í sóknarleiknum. Þora að vera með boltann, þora að sækja á þær, finna svæðin sem myndast þegar þær eru að sækja. Að við spilum honum inn í það pláss þegar við vinnum hann. Það eru ýmsir hluti sem við þurfum að gera en ég tel að við munum gera þetta á morgun og við ætlum að gera þetta,“ sagði Þorsteinn.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Sjá meira