Snjórinn skellur á eins og stjörnuhríð á bílrúðunni Steinar Fjeldsted skrifar 15. júlí 2022 14:30 Í gær, fimmtudaginn 14. júlí gefur Ásgeir út fyrstu smáskífuna af væntanlegri plötu – Time On My Hands – sem kemur út á vegum útgáfu fyrirtækisins One Little Independent í október. Lagið sem heitir Snowblind og skartar texta eftir þá Ásgeir Trausta og Pétur Ben og var tekið upp í Hljóðrita í Hafnarfirði. Um er að ræða ískalda og kraftmikla elektróník sem ef til vill gefur fyrirheit um það sem koma skal. Samkvæmt Ásgeiri kviknaði hugmyndin að laginu og textanum sem ljósmynd af fólki að keyra í snjóbyl þar sem snjórinn skellur á eins og stjörnuhríð á bílrúðunni. Fólkið er blindað af snjónum og hefur ekki alveg tök á aðstæðum. Textinn getur verið myndlíking fyrir ýmsar aðstæður í lífi fólks en eins og svo oft áður vonast Ásgeir til þess að fólk túlki textann á sinn eigin hátt og lesi það úr honum sem það vill. Það er mikið um að vera hjá Ásgeiri á þessu ári því ásamt því að gefa út nýja plötu, fagnar hann 10 ára afmæli plötunnar Dýrð í dauðaþögn sem naut mikilla vinsælda um heim allan. Afmælinu verður m.a. fagnað með stórtónleikum í Hörpu þann 27. ágúst. Miðasala á tónleikana fer fram á Tix. Framundan hjá Ásgeiri er jafnframt fjöldinn allur af tónleikum um Evrópu til að kynna nýja plötu. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið
Lagið sem heitir Snowblind og skartar texta eftir þá Ásgeir Trausta og Pétur Ben og var tekið upp í Hljóðrita í Hafnarfirði. Um er að ræða ískalda og kraftmikla elektróník sem ef til vill gefur fyrirheit um það sem koma skal. Samkvæmt Ásgeiri kviknaði hugmyndin að laginu og textanum sem ljósmynd af fólki að keyra í snjóbyl þar sem snjórinn skellur á eins og stjörnuhríð á bílrúðunni. Fólkið er blindað af snjónum og hefur ekki alveg tök á aðstæðum. Textinn getur verið myndlíking fyrir ýmsar aðstæður í lífi fólks en eins og svo oft áður vonast Ásgeir til þess að fólk túlki textann á sinn eigin hátt og lesi það úr honum sem það vill. Það er mikið um að vera hjá Ásgeiri á þessu ári því ásamt því að gefa út nýja plötu, fagnar hann 10 ára afmæli plötunnar Dýrð í dauðaþögn sem naut mikilla vinsælda um heim allan. Afmælinu verður m.a. fagnað með stórtónleikum í Hörpu þann 27. ágúst. Miðasala á tónleikana fer fram á Tix. Framundan hjá Ásgeiri er jafnframt fjöldinn allur af tónleikum um Evrópu til að kynna nýja plötu. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið