Fimmtán leikir eftir en strax búið að bæta áhorfendametið á EM Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. júlí 2022 12:00 Íslenska stuðninsmannasveitin hefur staðið sig með prýði. James Gill - Danehouse/Getty Images Evrópumótið sem nú fer fram á Englandi er nú þegar orðið fjölsóttasta EM kvenna frá upphafi, þrátt fyrir að enn séu fimmtán leikir eftir af mótinu. Árið 2017 mættu í heildina 240.055 áhorfendur á leikina á EM kvenna sem haldið var í Hollandi. Aldrei áður höfðu jafn margir mætt á EM kvenna, en mótið í ár er nú þegar búið að bæta það met, og það strax í riðlakeppninni. Það var leikur Frakklands og Belgíu sem kom metinu yfir línuna þegar 8.173 áhorfendur sáu Frakka tryggja sér sigur í D-riðli - og þar með sæti í átta liða úrslitum - með 2-1 sigri gegn Belgum. Heildarfjöldi áhorfenda á Evrópumótinu er því kominn upp í 248.075. Svo að lesendur þurfi ekki að taka upp reiknivélina má nefna að aðeins 153 áhorfendur vantaði á leik Íslands og Ítalíu til að jafna gamla metið frá 2017. Meðaláhorfendafjöldi á leikjum Evrópumótsins hingað til er 15.505 manns. Stefnir í metaflóð í áhorfendatölum Nú þegar hafa því þrjú áhorfendamet verið sett á mótinu. Opnunarleikur mótsins milli Englands og Austurríkis var sá fjölmennasti á EM kvenna frá upphafi þegar tæplega 70.000 manns sáu heimakonur vinna 1-0 sigur. Þá mættu rúmlega 21.000 áhorfendur á leik Hollands og Svíþjóðar þar sem liðin skildu jöfn 1-1, en aldrei hafa fleiri mætt á leik í riðlakeppni EM kvenna þar sem heimaliðið er ekki að spila. Nú hafa 16 leikir verið spilaðir á mótinu og enn eru 15 eftir. Mótið er því hálfnað og líklegt þykir að enn fleiri áhorfendamet verði slegin. Það verður til dæmis að teljast ansi líklegt að einhver met muni falla þegar úrslitaleikurinn fer fram þann 31. júlí, en hann verður leikinn á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga. Wembley tekur um 87.000 manns í sæti á fótboltaleik. EM 2022 í Englandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Sjá meira
Árið 2017 mættu í heildina 240.055 áhorfendur á leikina á EM kvenna sem haldið var í Hollandi. Aldrei áður höfðu jafn margir mætt á EM kvenna, en mótið í ár er nú þegar búið að bæta það met, og það strax í riðlakeppninni. Það var leikur Frakklands og Belgíu sem kom metinu yfir línuna þegar 8.173 áhorfendur sáu Frakka tryggja sér sigur í D-riðli - og þar með sæti í átta liða úrslitum - með 2-1 sigri gegn Belgum. Heildarfjöldi áhorfenda á Evrópumótinu er því kominn upp í 248.075. Svo að lesendur þurfi ekki að taka upp reiknivélina má nefna að aðeins 153 áhorfendur vantaði á leik Íslands og Ítalíu til að jafna gamla metið frá 2017. Meðaláhorfendafjöldi á leikjum Evrópumótsins hingað til er 15.505 manns. Stefnir í metaflóð í áhorfendatölum Nú þegar hafa því þrjú áhorfendamet verið sett á mótinu. Opnunarleikur mótsins milli Englands og Austurríkis var sá fjölmennasti á EM kvenna frá upphafi þegar tæplega 70.000 manns sáu heimakonur vinna 1-0 sigur. Þá mættu rúmlega 21.000 áhorfendur á leik Hollands og Svíþjóðar þar sem liðin skildu jöfn 1-1, en aldrei hafa fleiri mætt á leik í riðlakeppni EM kvenna þar sem heimaliðið er ekki að spila. Nú hafa 16 leikir verið spilaðir á mótinu og enn eru 15 eftir. Mótið er því hálfnað og líklegt þykir að enn fleiri áhorfendamet verði slegin. Það verður til dæmis að teljast ansi líklegt að einhver met muni falla þegar úrslitaleikurinn fer fram þann 31. júlí, en hann verður leikinn á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga. Wembley tekur um 87.000 manns í sæti á fótboltaleik.
EM 2022 í Englandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Sjá meira