Elísa inn í byrjunarliðið fyrir Sif Smári Jökull Jónsson skrifar 14. júlí 2022 14:36 Hér má sjá byrjunarliðið gegn Belgum en gegn Ítölum kemur Elísa Viðarsdóttir inn fyrir Sif Atladóttur. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari gerir eina breytingu á byrjunarliði Íslands sem mætir Ítalíu í öðrum leik liðsins á Evrópumótinu á Englandi klukkan 16:00. Elísa Viðarsdóttir kemur inn í liðið fyrir Sif Atladóttur. Ísland gerði 1-1 jafntefli í fyrsta leik liðsins gegn Belgíu og lítið annað en sigur kemur til greina í dag ætli liðið sér að komast upp úr riðlinum og í 8-liða úrslit mótsins. Fyrir leikinn í dag gerir Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari eina breytingu á byrjunarliðinu frá því í fyrsta leiknum. Elísa Viðarsdóttir kemur inn í hægri bakvarðarstöðuna fyrir Sif Atladóttur. Elísa myndar því varnarlínu með Glódísi Perlu Viggósdóttur, Guðrúnu Arnardóttur og Hallberu Gísladóttir. Sandra Sigurðardóttir stendur síðan í markinu þar fyrir aftan. Á miðjunni verða Dagný Brynjarsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir fyrirliði en ýmsar vangaveltur hafa verið í aðdraganda leiksins hvort Karólína Lea Vilhjálmsdóttir yrði færð af kantinum og niður á miðjuna. Þorsteinn heldur sig hins vegar við sömu miðjumenn og gegn Belgum. Sóknarlínan er einnig sú sama. Karólína Lea og Sveindís Jane Jónsdóttir byrja á sitthvorum kantinum og Berglind Björg Þorvaldsdóttir, markaskorari Íslands gegn Belgum, byrjar í fremstu víglínu. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Byrjunarliðið gegn Ítalíu í Manchester í dag!This is how we start vs Italy in Manchester today!#dóttir pic.twitter.com/9R7TgYQTv1— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 14, 2022 EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Í beinni: Ítalía-Ísland 0-0 | Mikilvægur leikur í Manchester Ísland mætir Ítalíu í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta klukkan 16.00 á akademíuvelli Manchester City. Ekkert nema sigur kemur til greina hjá íslenska liðinu ætli það sér áfram í átta liða úrslit mótsins. 14. júlí 2022 14:16 Íris Dögg kölluð út í EM-hópinn: Önnur markamannsbreytingin Það verða bara tveir leikfærir markmenn í hópi íslenska kvennalandsliðsins á móti Ítölum í kvöld. Cecilia Rán Rúnarsdóttir var dottin út fyrir fyrsta leik og nú er ljóst að Telma Ívarsdóttir er líka meidd. 14. júlí 2022 13:55 Forseti Íslands með í fjörinu á troðfullu Fanzone í Manchester: Myndasyrpa Það komust færri að en vildu þegar JóiPé & Króli hituðu upp fyrir leik Íslands og Ítalíu á stuðningsmannasvæðinu í miðborg Manchester í dag. 14. júlí 2022 13:59 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira
Ísland gerði 1-1 jafntefli í fyrsta leik liðsins gegn Belgíu og lítið annað en sigur kemur til greina í dag ætli liðið sér að komast upp úr riðlinum og í 8-liða úrslit mótsins. Fyrir leikinn í dag gerir Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari eina breytingu á byrjunarliðinu frá því í fyrsta leiknum. Elísa Viðarsdóttir kemur inn í hægri bakvarðarstöðuna fyrir Sif Atladóttur. Elísa myndar því varnarlínu með Glódísi Perlu Viggósdóttur, Guðrúnu Arnardóttur og Hallberu Gísladóttir. Sandra Sigurðardóttir stendur síðan í markinu þar fyrir aftan. Á miðjunni verða Dagný Brynjarsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir fyrirliði en ýmsar vangaveltur hafa verið í aðdraganda leiksins hvort Karólína Lea Vilhjálmsdóttir yrði færð af kantinum og niður á miðjuna. Þorsteinn heldur sig hins vegar við sömu miðjumenn og gegn Belgum. Sóknarlínan er einnig sú sama. Karólína Lea og Sveindís Jane Jónsdóttir byrja á sitthvorum kantinum og Berglind Björg Þorvaldsdóttir, markaskorari Íslands gegn Belgum, byrjar í fremstu víglínu. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Byrjunarliðið gegn Ítalíu í Manchester í dag!This is how we start vs Italy in Manchester today!#dóttir pic.twitter.com/9R7TgYQTv1— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 14, 2022
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Í beinni: Ítalía-Ísland 0-0 | Mikilvægur leikur í Manchester Ísland mætir Ítalíu í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta klukkan 16.00 á akademíuvelli Manchester City. Ekkert nema sigur kemur til greina hjá íslenska liðinu ætli það sér áfram í átta liða úrslit mótsins. 14. júlí 2022 14:16 Íris Dögg kölluð út í EM-hópinn: Önnur markamannsbreytingin Það verða bara tveir leikfærir markmenn í hópi íslenska kvennalandsliðsins á móti Ítölum í kvöld. Cecilia Rán Rúnarsdóttir var dottin út fyrir fyrsta leik og nú er ljóst að Telma Ívarsdóttir er líka meidd. 14. júlí 2022 13:55 Forseti Íslands með í fjörinu á troðfullu Fanzone í Manchester: Myndasyrpa Það komust færri að en vildu þegar JóiPé & Króli hituðu upp fyrir leik Íslands og Ítalíu á stuðningsmannasvæðinu í miðborg Manchester í dag. 14. júlí 2022 13:59 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira
Í beinni: Ítalía-Ísland 0-0 | Mikilvægur leikur í Manchester Ísland mætir Ítalíu í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta klukkan 16.00 á akademíuvelli Manchester City. Ekkert nema sigur kemur til greina hjá íslenska liðinu ætli það sér áfram í átta liða úrslit mótsins. 14. júlí 2022 14:16
Íris Dögg kölluð út í EM-hópinn: Önnur markamannsbreytingin Það verða bara tveir leikfærir markmenn í hópi íslenska kvennalandsliðsins á móti Ítölum í kvöld. Cecilia Rán Rúnarsdóttir var dottin út fyrir fyrsta leik og nú er ljóst að Telma Ívarsdóttir er líka meidd. 14. júlí 2022 13:55
Forseti Íslands með í fjörinu á troðfullu Fanzone í Manchester: Myndasyrpa Það komust færri að en vildu þegar JóiPé & Króli hituðu upp fyrir leik Íslands og Ítalíu á stuðningsmannasvæðinu í miðborg Manchester í dag. 14. júlí 2022 13:59