Þjóðhátíð 2022 fer fram með pompi og prakt í Heimaey í lok júlí í ár. Fjölbreytt flóra íslensks tónlistarfólks mun stíga á svið og skemmta gestum en hátíðin er nú haldin í fyrsta skipti frá árinu 2019. Lífið á Vísi tekur hér púlsinn á tónlistarfólkinu og fær nánari innsýn í atriðið þeirra á Þjóðhátíð.

Hvenær fórst þú fyrst á Þjóðhátíð?
2013.
Hvað finnst þér skemmtilegast við þessa hátíð?
Að koma fram í Dalnum í fyrsta sinn. Þjóðhátíðarnefnd fær líka stórt kredit fyrir að hafa bókað Herbert Guðmundsson. Það er lasið.
Við hverju mega hátíðargestir búast þegar þú stígur á svið?
Rokkstjörnu.
Hvað er uppáhalds Þjóðhátíðarlagið þitt?
Úti í Eyjum með Stuðmönnum.
Hvernig ætlar þú að undirbúa þig fyrir stóru stundina?
Fæ mér grænan Innocent og eitthvað lélegt orkustykki. Svo ræski ég mig, set upp sólgleraugun og negli á svið.