„Tilfinningin var allan leikinn að við værum að fara að skora og vinna“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. júlí 2022 20:46 Sif Atladóttir í leik dagsins. Vísir/Vilhelm „Við hefðum viljað þrjú stig, en við virðum stigið við sterkt Belgalið,“ sagði Sif Atladóttir í leikslok eftir 1-1 jafntefli Íslands og Belgíu í opnunarleik D-riðils á EM kvenna í knattspyrnu. „Við mættum vel undirbúnar og þjálfararnir og Lúlli og Tommi voru búnir að greina Belgana vel. Mér fannst við halda þeim í skefjum allan leikinn og bara svekkjandi að taka ekki öll stigin. En eins og ég segi þá bara virðum við stigið núna. Þetta er eitt stig á töflu, sem er meira en við gerðum seinast þannig að þetta er fínt.“ Í íslenska liðinu býr mikil reynsla og Sif er með þeim reynslumeiri í liðinu. Hún segir að þrátt fyrir að vera frekar þreytt svona strax eftir leik sé hún nokkuð góð í líkamanum. „Ég er bara góð. Ég er mjög þreytt, en það er bara allt í lagi. Það er endurheimt á morgun og svo fáum við knús frá fjölskyldunni eftir tvo daga. Þannig að maður verður endurnærður á líkama og sál eftir þessa daga og getum undirbúið okkur vel fyrir leikinn gegn Ítalíu.“ Þrátt fyrir að hafa farið inn í hálfleikinn í stöðunni 0-0 eftir að hafa brennt af vítaspyrnu segir Sif að stemningin í klefanum hafi verið góð og að liðið hafi haft trú á verkefninu. „Stemningin var bara góð. Mér fannst við bara hafa tök á þessu og við vissum alltaf að við vorum að fara að skora. Tilfinningin var allan leikinn að við vorum að fara að skora og vinna þennan leik.“ „Mér fannst seinni hálfleikurinn líða ansi hratt og ég ætla aðeins að fá að skoða hvort þetta hafi ekki verið 45 mínútur. Belgarnir eru með sterkt lið og eru með X-factora sem geta klárað leiki fyrir þær. En mér fannst við halda þeim niðri og það var markmiðið í þessum leik. Við tökum eitt stig með okkur og það er bara mikilvægt.“ Þá fannst Sif íslenska liðið stjórna leiknum frá upphafi til enda. „Já, mér fannst það. Svo komast þær aðeins inn og ná kannski að setja hann aðeins á bakvið línu hjá okkur, en mér fannst við bara stjórna þessu vel. Við eru mvel drillaðar og þekkjum hverja aðra vel. Manni leið bara vel allan leikinn. Við vorum vel undirbúnar.“ Svindís Jane Jónsdóttir var valin maður leiksins í dag og Sif eyddi nokkrum orðum í að hrósa henni. „Hún er geggjuð. Þetta var vel verðskuldað og sýnir bara styrkinn sem við erum með í hópnum. Breiddin er frábær.“ Sjá mátti stóran fána merktan Atla Eðvaldssyni, pabba Sifjar, á vellinum. Sif segir það gott að sjá pabba í stúkunni, en Atli, sem lék á sínum tíma 70 leiki fyrir íslenska karlalandsliðið, lést úr krabbameini árið 2019. „Það er geggjað. Hann hefði verið, og er stoltur. Hann var mikill City-maður sjálfur þannig að það er bara draumur að koma hingað og fá að spila á þessum velli sem er með svona mikla tengingu við þetta stóra lið. Hann er alltaf með okkur og var það í dag líka.“ Klippa: Sif Atladóttir eftir leik EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Fleiri fréttir Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjá meira
„Við mættum vel undirbúnar og þjálfararnir og Lúlli og Tommi voru búnir að greina Belgana vel. Mér fannst við halda þeim í skefjum allan leikinn og bara svekkjandi að taka ekki öll stigin. En eins og ég segi þá bara virðum við stigið núna. Þetta er eitt stig á töflu, sem er meira en við gerðum seinast þannig að þetta er fínt.“ Í íslenska liðinu býr mikil reynsla og Sif er með þeim reynslumeiri í liðinu. Hún segir að þrátt fyrir að vera frekar þreytt svona strax eftir leik sé hún nokkuð góð í líkamanum. „Ég er bara góð. Ég er mjög þreytt, en það er bara allt í lagi. Það er endurheimt á morgun og svo fáum við knús frá fjölskyldunni eftir tvo daga. Þannig að maður verður endurnærður á líkama og sál eftir þessa daga og getum undirbúið okkur vel fyrir leikinn gegn Ítalíu.“ Þrátt fyrir að hafa farið inn í hálfleikinn í stöðunni 0-0 eftir að hafa brennt af vítaspyrnu segir Sif að stemningin í klefanum hafi verið góð og að liðið hafi haft trú á verkefninu. „Stemningin var bara góð. Mér fannst við bara hafa tök á þessu og við vissum alltaf að við vorum að fara að skora. Tilfinningin var allan leikinn að við vorum að fara að skora og vinna þennan leik.“ „Mér fannst seinni hálfleikurinn líða ansi hratt og ég ætla aðeins að fá að skoða hvort þetta hafi ekki verið 45 mínútur. Belgarnir eru með sterkt lið og eru með X-factora sem geta klárað leiki fyrir þær. En mér fannst við halda þeim niðri og það var markmiðið í þessum leik. Við tökum eitt stig með okkur og það er bara mikilvægt.“ Þá fannst Sif íslenska liðið stjórna leiknum frá upphafi til enda. „Já, mér fannst það. Svo komast þær aðeins inn og ná kannski að setja hann aðeins á bakvið línu hjá okkur, en mér fannst við bara stjórna þessu vel. Við eru mvel drillaðar og þekkjum hverja aðra vel. Manni leið bara vel allan leikinn. Við vorum vel undirbúnar.“ Svindís Jane Jónsdóttir var valin maður leiksins í dag og Sif eyddi nokkrum orðum í að hrósa henni. „Hún er geggjuð. Þetta var vel verðskuldað og sýnir bara styrkinn sem við erum með í hópnum. Breiddin er frábær.“ Sjá mátti stóran fána merktan Atla Eðvaldssyni, pabba Sifjar, á vellinum. Sif segir það gott að sjá pabba í stúkunni, en Atli, sem lék á sínum tíma 70 leiki fyrir íslenska karlalandsliðið, lést úr krabbameini árið 2019. „Það er geggjað. Hann hefði verið, og er stoltur. Hann var mikill City-maður sjálfur þannig að það er bara draumur að koma hingað og fá að spila á þessum velli sem er með svona mikla tengingu við þetta stóra lið. Hann er alltaf með okkur og var það í dag líka.“ Klippa: Sif Atladóttir eftir leik
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Fleiri fréttir Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjá meira