Það var svo Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes Benz, sem varð þriðji en liðsfélagi Leclerc hjá Ferrari, Carlos Sainz, náði ekki að klára keppnina vegna vélarbilunar.
Þetta var langþráður sigur hjá Leclerc en hann hafði fyrir daginn í dag farið í sjö kappakstra án þess að bera sigur úr býtum.
Verstappen, sem keyrir fyrir Red Bull, var á ráspól en hann og Leclerc skiptust á að hafa forystuna í þessum kaflaskipta kappakstri.
Leclerc saxaði á forskot Verstappen en nú munar 38 stigum á þeim. Red Bull-maðurinn Sergio Perez missti annað sætið í stigakeppni ökuþóra í dag en hann varð að hætta í kappakstrinum eftir að hafa lent í árekstri við George Russell í fyrsta hring.