Stelpurnar okkar munu fá frábæran stuðning á leiknum í dag. Það var mjög fjölmennt á stuðningsmannasvæðinu í miðborg Manchester og hópurinn fór síðan allur sem einn yfir á keppnisvöllinn.
Með gleðina og góða skapið að vopni þá mun íslenska stuðningsfólkið vonandi kæfa þá belgísku með stuðningi sínum og jákvæðri orku. Stelpurnar þurfa á því að halda enda er alltaf svolítið aukastress í fyrsta leik.
Forsætisráðherrann Katrín Jakobsdóttir er líka mætt til Manchester og hún var á stuðningsmannasvæðinu. Katrín fór síðan fyrir göngunni á völlinn eins og sjá má hér á myndum Vilhelms Gunnarssonar fyrir ofan og neðan.



