Berglind Björg: Þetta er EM og það getur allt gerst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2022 12:31 Berglind Björg Þorvaldsdóttir er kát með lífið á glæsilegu hóteli íslenska liðsins. Vísir/Vilhelm Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði mikilvæg mörk þegar Íslands tryggði sig inn á EM og skoraði einnig í eina undirbúningsleik liðsins fyrir Evrópumótið. Það bendir margt til þess að hún muni byrja fremst í fyrsta leik á móti Belgíu. „Þetta er fyrst að kicka in núna. Við fórum aðeins yfir það á æfingu í dag hvernig við ætlum að gera þetta. Svo er fundur í kvöld þannig að núna fer spennan að magnast,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir í gær en hún kvartar ekki mikið yfir hóteli liðsins. „Það er mjög næs að búa í kastala. Þetta er virkilega flott hótel og við erum gríðarlega sáttar,“ sagði Berglind Björg en er þetta eitthvað sem hún þekkir vel á ferðum sínum með landsliðinu. „Nei, guð ég er ekki vön svona. Þetta er bara geggjað, flott hótel og geggjaður matur þannig að við erum í toppmálum,“ sagði Berglind. Það er ekki leiðinlegt að geta hvílt sig aðeins í svona drottningarstólum sem má finna á hóteli íslenska landsliðsins.Vísir/Vilhelm „Undirbúningurinn hefur gengið gríðarlega vel. Við byrjuðum heima, fórum svo til Póllands og síðan til Þýskalands. Við erum komnar hingað og það hefur gengið gríðarlega vel. Við erum mjög spenntar,“ sagði Berglind. Berglind spilaði lítið með Brann á þessu tímabili en segist vera búin að losa sig við þau meiðsli. „Staðan er bara mjög góð. Ég er fullfrísk og til í þetta. Ég var að glíma aðeins við ökklameiðsli. Ég er komin yfir þau,“ sagði Berglind. Hún beið líka eftir því að fá að vita meira um belgíska liðið. „Við förum klárlega inn í þennan leik til að spila okkar leik en þurfum náttúrulega að hafa í huga hvernig þær eru, hvernig þær verjast og sækja. Við verðum hundrað prósent með þetta í leiknum,“ sagði Berglind. Hún leggur áherslu á það að allar í hópnum séu í þessu saman. „Við erum allar með alveg eins hlutverk sem er að gera sitt besta því við erum allar partur af hópnum,“ sagði Berglind. Það er ekki mikil von á því að markmið liðsins verði opinberuð. „Við ætlum bara að gera okkar besta. Við tökum einn leik fyrir í einu og ef við náum að vinna hann þá förum við í næsta og höldum þessu áfram. Við ætlum ekki að vera með einhverjar yfirlýsingar eða gefa of stór markmið út,“ sagði Berglind. Það eru engar stóra yfirlýsingar en er það eitthvað sem þær lærðu af EM í Hollandi? „Já kannski. Nei, þetta er EM og það getur allt gerst. Best að byrja á því að fara inn í fyrsta leik, reyna sitt besta og sjá svo til,“ sagði Berglind. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Sjá meira
„Þetta er fyrst að kicka in núna. Við fórum aðeins yfir það á æfingu í dag hvernig við ætlum að gera þetta. Svo er fundur í kvöld þannig að núna fer spennan að magnast,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir í gær en hún kvartar ekki mikið yfir hóteli liðsins. „Það er mjög næs að búa í kastala. Þetta er virkilega flott hótel og við erum gríðarlega sáttar,“ sagði Berglind Björg en er þetta eitthvað sem hún þekkir vel á ferðum sínum með landsliðinu. „Nei, guð ég er ekki vön svona. Þetta er bara geggjað, flott hótel og geggjaður matur þannig að við erum í toppmálum,“ sagði Berglind. Það er ekki leiðinlegt að geta hvílt sig aðeins í svona drottningarstólum sem má finna á hóteli íslenska landsliðsins.Vísir/Vilhelm „Undirbúningurinn hefur gengið gríðarlega vel. Við byrjuðum heima, fórum svo til Póllands og síðan til Þýskalands. Við erum komnar hingað og það hefur gengið gríðarlega vel. Við erum mjög spenntar,“ sagði Berglind. Berglind spilaði lítið með Brann á þessu tímabili en segist vera búin að losa sig við þau meiðsli. „Staðan er bara mjög góð. Ég er fullfrísk og til í þetta. Ég var að glíma aðeins við ökklameiðsli. Ég er komin yfir þau,“ sagði Berglind. Hún beið líka eftir því að fá að vita meira um belgíska liðið. „Við förum klárlega inn í þennan leik til að spila okkar leik en þurfum náttúrulega að hafa í huga hvernig þær eru, hvernig þær verjast og sækja. Við verðum hundrað prósent með þetta í leiknum,“ sagði Berglind. Hún leggur áherslu á það að allar í hópnum séu í þessu saman. „Við erum allar með alveg eins hlutverk sem er að gera sitt besta því við erum allar partur af hópnum,“ sagði Berglind. Það er ekki mikil von á því að markmið liðsins verði opinberuð. „Við ætlum bara að gera okkar besta. Við tökum einn leik fyrir í einu og ef við náum að vinna hann þá förum við í næsta og höldum þessu áfram. Við ætlum ekki að vera með einhverjar yfirlýsingar eða gefa of stór markmið út,“ sagði Berglind. Það eru engar stóra yfirlýsingar en er það eitthvað sem þær lærðu af EM í Hollandi? „Já kannski. Nei, þetta er EM og það getur allt gerst. Best að byrja á því að fara inn í fyrsta leik, reyna sitt besta og sjá svo til,“ sagði Berglind.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Sjá meira