Telur morðið geta haft áhrif á úrslit kosninga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. júlí 2022 20:01 Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans og Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi. vísir Japanska þjóðin er slegin eftir að Shinzo Abe fyrrverandi forsætisráðherra landsins var myrtur á útifundi í dag. Toshiki Toma prestur innflytjenda segir skotárásir sjaldgæfar í Japan og telur morðið geta haft áhrif á úrslit þingkosninga í landinu á sunnudag. Forsætisráðherrann fyrrverandi var að flytja stuðningsræðu fyrir frambjóðanda í Nara í vestur Japan í nótt þegar Yamagami skaut tvisvar á hann með haglabyssu. Fyrra skotið geigaði en það seinna hæfði Abe í bakið og féll hann samstundis til jarðar. Hann var fluttur á sjúkrahús í kjölfarið en japanska ríkisútvarpið greindi frá andláti hans í morgun á íslenskum tíma. Séra Toshiki Toma er fæddur og uppalinn í Tókýó en hefur búið á Íslandi í áratugi. Hann segir skotárásina mikið áfall fyrir japönsku þjóðina. „Skotárásir eru ekki algengar í Japan þannig að þetta var mjög óvænt.“ Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna Yamagami skaut Abe en að sögn Sky News sagði hann við lögreglu að hann hafi verið ósáttur með forsætisráðherrann fyrrverandi og vildi hann feigann. Hann hefur nú játað að hafa banað Abe. Yamagami er fyrrverandi sjóliði hjá strandgæslu Japans. Hann notaði heimagerða haglabyssu í árásinni en ríkisútvarp Japans hefur greint frá því að mögulegt sprengiefni hafi fundist heima hjá honum. Forsætisráðherra Japans átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ávarpaði fjölmiðla í dag. Hann sagðist orðlaus yfir voðaverkinu og heitir því að lýðveldið muni aldrei láta undan ofbeldi. „Ég hef engin orð. Ég sendi mínar dýpstu samúðarkveðjur,“ sagði Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans. Séra Toshiki Toma.bjarni einarsson Kosningabarátta er í fullum gangi í Japan en íbúar ganga að kjörkössunum á sunnudaginn. Forsætisráðherrann sagði að þær muni fara fram samkvæmd áætlun. Toshiki segist sannfærður um að skotárásin hafi áhrif á niðurstöðu kosninganna. „Þeir eru í miðjum kosningum núna. Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á kosninganiðurstöðu held ég.“ Japan Morðið á Shinzo Abe Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Sjá meira
Forsætisráðherrann fyrrverandi var að flytja stuðningsræðu fyrir frambjóðanda í Nara í vestur Japan í nótt þegar Yamagami skaut tvisvar á hann með haglabyssu. Fyrra skotið geigaði en það seinna hæfði Abe í bakið og féll hann samstundis til jarðar. Hann var fluttur á sjúkrahús í kjölfarið en japanska ríkisútvarpið greindi frá andláti hans í morgun á íslenskum tíma. Séra Toshiki Toma er fæddur og uppalinn í Tókýó en hefur búið á Íslandi í áratugi. Hann segir skotárásina mikið áfall fyrir japönsku þjóðina. „Skotárásir eru ekki algengar í Japan þannig að þetta var mjög óvænt.“ Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna Yamagami skaut Abe en að sögn Sky News sagði hann við lögreglu að hann hafi verið ósáttur með forsætisráðherrann fyrrverandi og vildi hann feigann. Hann hefur nú játað að hafa banað Abe. Yamagami er fyrrverandi sjóliði hjá strandgæslu Japans. Hann notaði heimagerða haglabyssu í árásinni en ríkisútvarp Japans hefur greint frá því að mögulegt sprengiefni hafi fundist heima hjá honum. Forsætisráðherra Japans átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ávarpaði fjölmiðla í dag. Hann sagðist orðlaus yfir voðaverkinu og heitir því að lýðveldið muni aldrei láta undan ofbeldi. „Ég hef engin orð. Ég sendi mínar dýpstu samúðarkveðjur,“ sagði Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans. Séra Toshiki Toma.bjarni einarsson Kosningabarátta er í fullum gangi í Japan en íbúar ganga að kjörkössunum á sunnudaginn. Forsætisráðherrann sagði að þær muni fara fram samkvæmd áætlun. Toshiki segist sannfærður um að skotárásin hafi áhrif á niðurstöðu kosninganna. „Þeir eru í miðjum kosningum núna. Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á kosninganiðurstöðu held ég.“
Japan Morðið á Shinzo Abe Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Sjá meira