Ísland er í síðasta riðlinum sem fer af stað á mótinu og enn því nokkrir dagar í fyrsta leik þótt heimastúlkur í Englandi hafi hafið leik í gærkvöldi.
Eftir að hafa fengið að sloppið að mestu við áreiti fjölmiðlamanna í Herzogenaurach og náð saman mörgum mikilvægum æfingadögum í undirbúningi sínum fyrir EM verður annað upp á teningnum í dag.
Líkt og hjá íslensku stelpunum þá var líka ferðadagur hjá flestum íslensku fjölmiðlamönnunum í gær og er nú fjölmiðlahópurinn líka mættur á svæðið.
Íslenska liðið hefur aðsetur í bænum Crewe sem er um klukkutíma suður af Manchester. Fjölmiðlamennirnir hafa einnig komið sér hér fyrir.
Íslenska fjölmiðlasveitin fær að hitta leikmenn íslenska liðsins í fyrsta sinn á æfingu í dag og er von á fyrstu viðtölum við stelpurnar á Vísi og Stöð 2 seinna í dag.
Ísland spilar sinn fyrsta leik í mótinu á sunnudaginn en mótherjar stelpnanna okkar verða þá Belgar.