Pure: Á flótta undan klúrum hugsunum Heiðar Sumarliðason skrifar 6. júlí 2022 09:20 Krakkarnir í Pure. Ríkissjónvarpið lauk nýlega sýningum á gamanþáttaröðinni Pure frá Channel 4, sem hægt er að streyma til 28. júlí. Hún fjallar um unga skoska konu, Marnie, sem á yfirborðinu virðist með öllu eðlileg. Hins vegar krauma ýmsar óþægilegar hugsanir undir yfirborðinu; hún getur alls ekki hætt að sjá fyrir sér fólk að gera kynferðislega hluti. Þáttaröðin hefst í brúðkaupsafmælisveislu foreldra Marnie, þar keyrir allt um þverbak þegar hún heldur ræðu þeim til heiðurs og fer að sjá móður sína fyrir sér í kynferðislegum gjörðum. Hún gjörsamlega brotnar niður og flýr til London. Þar treður hún sér inn á kunningjakonu sína og sefur í hálfgerðum kústaskáp. Við fylgjumst svo með henni reyna að fóta sig í nýrri borg þar sem hún þekkir fáa, sem og að reyna að hafa stjórn á óþægilegum hugsunum. Marnie heldur ræðu um foreldra sína. Pure byggir á endurminningum Rose Cartwright, en Kirstie Swain sér um að aðlaga þær í sjónvarpsform og er þetta fyrsta þáttaröðin sem hún skrifar frá A til Ö. Með hlutverk Marnie fer grínistinn Charly Clive en þetta er hennar fyrsta hlutverk í alvöru verkefni. Leikstjórarnir tveir eru einnig frekar óreyndir, sem og aðalframleiðandinn. Eftir á að hyggja ber þáttaröðin þess eilítið merki að hér eru byrjendur á ferð, þó það sé alls ekki sjáanlegt á yfirborðinu. Það er auðvitað allt tipp topp í allri framleiðslunni; sviðsetning, leikur, kvikmyndataka og klipping eru fyrsta flokks. Það er hins vegar tilfinningaleg framvinda sögunnar sem gengur ekki alltaf upp. Til að Pure hefði orðið fyrsta flokks þáttaröð hefði þurft að vinna betur með birtingarmynd og þróun sambanda persónanna. Það kemur full oft fyrir að lógíkin gengur ekki alveg upp og ýmsar brýr í samskiptum ekki kláraðar. Það er miður því senurnar eru almennt mjög skemmtilegar, meginþráðurinn og persónurnar eru áhugaverðar og leikararnir sjarmerandi. Mig langar ótrúlega mikið til að gefa Pure fjórar stjörnur, því sagan hélt mér allan tímann og áhorfið þótti mér ánægjulegt. Það er samt þessi losarabragur framvindunnar sem dregur hana niður. Það er spurning hverju sé um að kenna? Liggur gallinn í bókinni sem þættirnir byggja á? Hún byggir auðvitað á raunverulegum atburðum og raunveruleikinn lýtur ekki framvindulögmálum hins kvikmyndaða forms. Libby og Marnie dauðadrukknar í neðanjarðarlestinni. Það eru einna helst sambönd Marnie við fólk sem hún þekkti áður en sagan hefst sem eru til trafala. Þar vantar brýr svo að framvindan gangi upp, því upplifunin er fulloft sú að okkur skorti samhengi til að samskiptin gangi upp. Sérstaklega er vinkonan Libby, sem eltir Marnie til London, ekki nægilega skýr persóna og allan hennar þráð hefði verið hægt að klippa út án þess að skemma framvinduna. Þá hefði t.d. verið hægt að eyða meiri tíma í sambandið milli Shereen og Marnie og endahnykkur þess orðið meira fullnægjandi. Samskipti Marnie við þá sem hún kynnist í London ganga miklu betur upp, því þar skortir aldrei samhengi og forsögu. Þrátt fyrir þessa annmarka er Pure samt ánægjuleg áhorfs og mæli ég með henni. Niðurstaða: Pure er brokkgeng í þróun sambanda en ávallt skemmtileg þáttaröð. Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Þáttaröðin hefst í brúðkaupsafmælisveislu foreldra Marnie, þar keyrir allt um þverbak þegar hún heldur ræðu þeim til heiðurs og fer að sjá móður sína fyrir sér í kynferðislegum gjörðum. Hún gjörsamlega brotnar niður og flýr til London. Þar treður hún sér inn á kunningjakonu sína og sefur í hálfgerðum kústaskáp. Við fylgjumst svo með henni reyna að fóta sig í nýrri borg þar sem hún þekkir fáa, sem og að reyna að hafa stjórn á óþægilegum hugsunum. Marnie heldur ræðu um foreldra sína. Pure byggir á endurminningum Rose Cartwright, en Kirstie Swain sér um að aðlaga þær í sjónvarpsform og er þetta fyrsta þáttaröðin sem hún skrifar frá A til Ö. Með hlutverk Marnie fer grínistinn Charly Clive en þetta er hennar fyrsta hlutverk í alvöru verkefni. Leikstjórarnir tveir eru einnig frekar óreyndir, sem og aðalframleiðandinn. Eftir á að hyggja ber þáttaröðin þess eilítið merki að hér eru byrjendur á ferð, þó það sé alls ekki sjáanlegt á yfirborðinu. Það er auðvitað allt tipp topp í allri framleiðslunni; sviðsetning, leikur, kvikmyndataka og klipping eru fyrsta flokks. Það er hins vegar tilfinningaleg framvinda sögunnar sem gengur ekki alltaf upp. Til að Pure hefði orðið fyrsta flokks þáttaröð hefði þurft að vinna betur með birtingarmynd og þróun sambanda persónanna. Það kemur full oft fyrir að lógíkin gengur ekki alveg upp og ýmsar brýr í samskiptum ekki kláraðar. Það er miður því senurnar eru almennt mjög skemmtilegar, meginþráðurinn og persónurnar eru áhugaverðar og leikararnir sjarmerandi. Mig langar ótrúlega mikið til að gefa Pure fjórar stjörnur, því sagan hélt mér allan tímann og áhorfið þótti mér ánægjulegt. Það er samt þessi losarabragur framvindunnar sem dregur hana niður. Það er spurning hverju sé um að kenna? Liggur gallinn í bókinni sem þættirnir byggja á? Hún byggir auðvitað á raunverulegum atburðum og raunveruleikinn lýtur ekki framvindulögmálum hins kvikmyndaða forms. Libby og Marnie dauðadrukknar í neðanjarðarlestinni. Það eru einna helst sambönd Marnie við fólk sem hún þekkti áður en sagan hefst sem eru til trafala. Þar vantar brýr svo að framvindan gangi upp, því upplifunin er fulloft sú að okkur skorti samhengi til að samskiptin gangi upp. Sérstaklega er vinkonan Libby, sem eltir Marnie til London, ekki nægilega skýr persóna og allan hennar þráð hefði verið hægt að klippa út án þess að skemma framvinduna. Þá hefði t.d. verið hægt að eyða meiri tíma í sambandið milli Shereen og Marnie og endahnykkur þess orðið meira fullnægjandi. Samskipti Marnie við þá sem hún kynnist í London ganga miklu betur upp, því þar skortir aldrei samhengi og forsögu. Þrátt fyrir þessa annmarka er Pure samt ánægjuleg áhorfs og mæli ég með henni. Niðurstaða: Pure er brokkgeng í þróun sambanda en ávallt skemmtileg þáttaröð.
Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira