„Óvæntasta fólk verður að hetjum“ Bjarki Sigurðsson skrifar 2. júlí 2022 07:01 Baltasar Kormákur hefur haft mikinn áhuga á hestum alveg frá því að hann var ungur drengur. Lilja Jóns Leikstjórinn Baltasar Kormákur hefur farið þvers og kruss um landið á hestbaki en áhugi hans á hestum kom ansi snemma í ljós. Hann vil meina að reiðmennska sé andleg hvíld. „Ég byrjaði tveggja ára í hestamennsku. Sagan sem mamma og pabbi segja er þannig að ég hafi klifrað upp á grindverk, beðið eftir því að hestarnir löbbuðu fram hjá, stokkið á þá og riðið svo berbakt inn í hesthús. Tveggja ára. Þannig að það þótti allavega snemma ljóst að ég væri ekki hræddur við þessar skepnur,“ segir Baltasar Kormákur í viðtali á bloggi 66°Norður í tilefni þess að Landsmót hestamanna er einmitt nú um helgina. Þeir vinir sem Baltasar hefur haldið í úr barnæsku eru þeir sem voru með honum í hestunum. „Við gerðum allt í hesthúsunum á þeim árum. Ég fór meira að segja ríðandi niður í Þinghólsskóla á hestbaki og sótti einkunnirnar mínar. Því ég var bara farinn upp í hesthús á vorin og sást varla meir í bænum.“ „Ég hef keppt í alls konar íþróttum og var lengi í siglingum... en það eina sem ég hef aldrei hætt eru hestarnir. Hestamennskan er ein ástæðan fyrir því að ég hef aldrei viljað flytja frá Íslandi, til dæmis til Hollywood þar sem vinnan mín er. Ég verð einfaldlega að eiga hesta og komast í þessar ferðir. Fjölskyldan skiptir auðvitað mestu máli - en það er auðveldara að flytja hana með sér. Hins vegar get ég ekki lifað án þessarar tengingar við íslenska hestinn og íslenska náttúru,“ segir hann. Baltasar byrjaði að fara í langar hestaferðir þegar hann var tvítugur. Pabbi hans kenndi honum á einni nóttu hvernig ætti að gera hlutina og síðan þá hefur hann farið í ferðir á hverju einasta sumri. „Ég er búinn að fara þvers og kruss um landið á hestum og er yfirleitt gaurinn fremst með áttavitann og kortið, dröslandi þessum vitleysingum sem fylgja manni yfir hálendið vinstri og hægri. Og nú er maður kominn á miðjan aldur og þá fer maður að telja niður: „Hvað á ég eiginlega mörg sumur eftir? Hvað eru margar hestaferðir eftir?““ Pabbi Baltasars er spænskur og dreymdi alltaf um að eiga hesta. Það eru hins vegar engin hesthúsahverfi í Barselóna en um leið og hann kom til Íslands þá fékk hann sér hesta. Í dag er hann orðinn 84 ára gamall og er nýhættur að fara í reiðtúra. Mikið andlegt álag í vinnunni „Það er alltaf pressa á manni. Það er mjög mikið líkamlegt erfiði að fara í þessar ferðir. Maður er 12-14 tíma á hnakknum, að reka stóðið; þetta getur verið svolítill hasar og læti. En þetta er svo mikil andleg hvíld. Þannig að þegar ég kem niður af hálendinu eftir kannski tveggja vikna ferð, þá er ég algjörlega endurnærður.“ Hann segir hvern einasta hest vera með sinn eigin karakter og að þeir séu misgóðir í sumum hlutum. Sumir séu til dæmis betri í að synda en aðrir. „Ef það er erfið á sem þarf að þvera þá leggur maður á sundhestana meðan aðrir eru kannski betri í að leggja á landið. Þannig að maður les í aðstæður og skepnurnar og verður svolítill frummaður. Fólk spyr oft hvernig maður þrífi sig en maður þarf ekkert að þrífa sig. Maður skilur hvernig fólk hafði það í gamla daga. Það var ekkert grútskítugt og ógeðsleg lykt alltaf heldur veðrast óhreinindin af manni og húðin þrífur sig sjálf.“ Baltasar vill meina að í svona ferðum verði óvæntasta fólk að hetjum. Þá er það ekki endilega gaurinn með mestu lætin og stælana. „Það er bara hver sá eða sú sem er harðastur af sér. Þessar ferðir hafa kennt mér - og það hefur nýst mér eins og þegar ég hef verið að gera myndir eins og Everest - að sá sem hefur mestan andlegan styrk er mesta hetjan,“ segir Baltasar. Hestar Landsmót hestamanna Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira
„Ég byrjaði tveggja ára í hestamennsku. Sagan sem mamma og pabbi segja er þannig að ég hafi klifrað upp á grindverk, beðið eftir því að hestarnir löbbuðu fram hjá, stokkið á þá og riðið svo berbakt inn í hesthús. Tveggja ára. Þannig að það þótti allavega snemma ljóst að ég væri ekki hræddur við þessar skepnur,“ segir Baltasar Kormákur í viðtali á bloggi 66°Norður í tilefni þess að Landsmót hestamanna er einmitt nú um helgina. Þeir vinir sem Baltasar hefur haldið í úr barnæsku eru þeir sem voru með honum í hestunum. „Við gerðum allt í hesthúsunum á þeim árum. Ég fór meira að segja ríðandi niður í Þinghólsskóla á hestbaki og sótti einkunnirnar mínar. Því ég var bara farinn upp í hesthús á vorin og sást varla meir í bænum.“ „Ég hef keppt í alls konar íþróttum og var lengi í siglingum... en það eina sem ég hef aldrei hætt eru hestarnir. Hestamennskan er ein ástæðan fyrir því að ég hef aldrei viljað flytja frá Íslandi, til dæmis til Hollywood þar sem vinnan mín er. Ég verð einfaldlega að eiga hesta og komast í þessar ferðir. Fjölskyldan skiptir auðvitað mestu máli - en það er auðveldara að flytja hana með sér. Hins vegar get ég ekki lifað án þessarar tengingar við íslenska hestinn og íslenska náttúru,“ segir hann. Baltasar byrjaði að fara í langar hestaferðir þegar hann var tvítugur. Pabbi hans kenndi honum á einni nóttu hvernig ætti að gera hlutina og síðan þá hefur hann farið í ferðir á hverju einasta sumri. „Ég er búinn að fara þvers og kruss um landið á hestum og er yfirleitt gaurinn fremst með áttavitann og kortið, dröslandi þessum vitleysingum sem fylgja manni yfir hálendið vinstri og hægri. Og nú er maður kominn á miðjan aldur og þá fer maður að telja niður: „Hvað á ég eiginlega mörg sumur eftir? Hvað eru margar hestaferðir eftir?““ Pabbi Baltasars er spænskur og dreymdi alltaf um að eiga hesta. Það eru hins vegar engin hesthúsahverfi í Barselóna en um leið og hann kom til Íslands þá fékk hann sér hesta. Í dag er hann orðinn 84 ára gamall og er nýhættur að fara í reiðtúra. Mikið andlegt álag í vinnunni „Það er alltaf pressa á manni. Það er mjög mikið líkamlegt erfiði að fara í þessar ferðir. Maður er 12-14 tíma á hnakknum, að reka stóðið; þetta getur verið svolítill hasar og læti. En þetta er svo mikil andleg hvíld. Þannig að þegar ég kem niður af hálendinu eftir kannski tveggja vikna ferð, þá er ég algjörlega endurnærður.“ Hann segir hvern einasta hest vera með sinn eigin karakter og að þeir séu misgóðir í sumum hlutum. Sumir séu til dæmis betri í að synda en aðrir. „Ef það er erfið á sem þarf að þvera þá leggur maður á sundhestana meðan aðrir eru kannski betri í að leggja á landið. Þannig að maður les í aðstæður og skepnurnar og verður svolítill frummaður. Fólk spyr oft hvernig maður þrífi sig en maður þarf ekkert að þrífa sig. Maður skilur hvernig fólk hafði það í gamla daga. Það var ekkert grútskítugt og ógeðsleg lykt alltaf heldur veðrast óhreinindin af manni og húðin þrífur sig sjálf.“ Baltasar vill meina að í svona ferðum verði óvæntasta fólk að hetjum. Þá er það ekki endilega gaurinn með mestu lætin og stælana. „Það er bara hver sá eða sú sem er harðastur af sér. Þessar ferðir hafa kennt mér - og það hefur nýst mér eins og þegar ég hef verið að gera myndir eins og Everest - að sá sem hefur mestan andlegan styrk er mesta hetjan,“ segir Baltasar.
Hestar Landsmót hestamanna Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira