„Ótrúlega ánægð að fara inn á EM með sigur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. júní 2022 22:31 Glódís Perla Viggósdóttir er spenn fyrir EM. Vísir/Skjáskot Glódís Perla Viggósdóttir fór yfir leik íslenska kvennalandsliðsins gegn því pólska fyrr í dag þar sem Ísland vann góðan 1-3 sigur í lokaleik sínum áður en Evrópumeistaramótið hefst í næstu viku. Hún segir liðið hafa sýnt gott hugarfar í leiknum og að það sé mikilvægt að taka sigur með sér inn á EM. „Fyrst og fremst er ég bara ótrúlega ánægð að fara inn á EM með sigur,“ sagði Glódís Perla eftir sigur íslenska liðsins í dag. „Það er bara gott hugarfar þegar við lendum undir í fyrri hálfleik og erum í smá brasi og finnum að það er svolítið langt síðan að margar af okkur hafa spilað alvöru leik. Svo í seinni hálfleik þá finnst mér við bara miklu betra lið og við náum að tengja fleiri sendingar og skapa okkur fín færi og við klárum þetta bara sannfærandi.“ Nokkur munur var á spilamennsku íslenska liðsins í fyrri hálfleik og þeim seinni. Betur gekk að spila boltanum innan liðsins í síðari hálfleik og Glódís segir það óhætt að tala um kaflaskiptan leik. „Ekki það að mér fannst þær ekkert vera að skapa sér neitt mikið í fyrri hálfleik heldur, en jú, þær kannski áttu fyrri hálfleikinn og við seinni. En mér fannsi við bara klára færin okkar fínt í seinni hálfleik og ég er bara ánægð með þetta.“ Glódís segir að leikurinn í dag sýni að liðið eigi að sýna hugrekki og þora að spila ofar á vellinum. „Bara muninn á því þegar við náum að tengja saman fleiri sendingar og halda í boltann. Við náum að færa boltann á milli kanta í seinni hálfleik og skapa okkur færi og á sama tíma erum við hærra í hápressunni, vinnum boltann og náum að skora þannig. Við þurfum að taka þetta með okkur, að þora að vera hugrakkar, standa ofarlega og spila hápressuna því það gerir það auðveldara fyrir okkur að skora mörk ef við vinnum hann ofar.“ Áður en EM hefst heldur íslenska liðið til Þýskalands í æfingabúðir. Glódís er eins og flestir vita leikmaður Bayern München og hún er spennt að komast „heim“ í nokkra daga. „Mér lýst bara vel á það. Fara heim til München að æfa þar, það verður bara flott. Það er alltaf gaman með stelpunum þannig að þetta verður bara gaman,“ sagði Glódís að lokum. Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Sjá meira
„Fyrst og fremst er ég bara ótrúlega ánægð að fara inn á EM með sigur,“ sagði Glódís Perla eftir sigur íslenska liðsins í dag. „Það er bara gott hugarfar þegar við lendum undir í fyrri hálfleik og erum í smá brasi og finnum að það er svolítið langt síðan að margar af okkur hafa spilað alvöru leik. Svo í seinni hálfleik þá finnst mér við bara miklu betra lið og við náum að tengja fleiri sendingar og skapa okkur fín færi og við klárum þetta bara sannfærandi.“ Nokkur munur var á spilamennsku íslenska liðsins í fyrri hálfleik og þeim seinni. Betur gekk að spila boltanum innan liðsins í síðari hálfleik og Glódís segir það óhætt að tala um kaflaskiptan leik. „Ekki það að mér fannst þær ekkert vera að skapa sér neitt mikið í fyrri hálfleik heldur, en jú, þær kannski áttu fyrri hálfleikinn og við seinni. En mér fannsi við bara klára færin okkar fínt í seinni hálfleik og ég er bara ánægð með þetta.“ Glódís segir að leikurinn í dag sýni að liðið eigi að sýna hugrekki og þora að spila ofar á vellinum. „Bara muninn á því þegar við náum að tengja saman fleiri sendingar og halda í boltann. Við náum að færa boltann á milli kanta í seinni hálfleik og skapa okkur færi og á sama tíma erum við hærra í hápressunni, vinnum boltann og náum að skora þannig. Við þurfum að taka þetta með okkur, að þora að vera hugrakkar, standa ofarlega og spila hápressuna því það gerir það auðveldara fyrir okkur að skora mörk ef við vinnum hann ofar.“ Áður en EM hefst heldur íslenska liðið til Þýskalands í æfingabúðir. Glódís er eins og flestir vita leikmaður Bayern München og hún er spennt að komast „heim“ í nokkra daga. „Mér lýst bara vel á það. Fara heim til München að æfa þar, það verður bara flott. Það er alltaf gaman með stelpunum þannig að þetta verður bara gaman,“ sagði Glódís að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Sjá meira