Piquet biðst afsökunar og segist ekki hafa ætlað að gera lítið úr Hamilton vegna húðlitar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. júní 2022 22:00 Nelson Piquet hefur bepist afsökunar á ummælum sínum. Vísir/Getty Nelson Piquet, þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um ökuþórinn Lewis Hamilton og segir þau hafa verið illa úthugsuð. Piquet notaði rassísk orð þegar hann talaði um Lewis Hamilton, sjöfaldan heimsmeistara í Formúlu 1, í hlaðvarpsþætti á portúgölsku þar sem var verið að ræða umdeildan árekstur þeirra Hamilton og Max Verstappen í Silverstone kappakstrinum. Þessi 69 ára fyrrum ökuþór hefur nú beðist afsökunar og segist ekki hafa ætlað sér að gera lítið úr Hamilton vegna húðlitar hans. „Ég fordæmi harðlega þær hugmyndir að orðið sem ég notaði hafi verið notað með það fyrir augum að gera lítið úr ökumanni vegna húðlitar hans,“ sagði Piquet. „Ég bið alla þá sem ummæli mín höðu áhrif á afsökunar, þar á meðal Lewis.“ Piquet sagðist einnig ekki ætla að verja það sem hann sagði, en að orðið sem hann hafi notað sé bara annað orð yfir manneskju. „Þetta er orð sem hefur lengi verið notað í almennu tali í brasilískri portúgölsku sem samheiti yfir „gaur“ eða „manneskju“ og það var aldrei ætlun mín að móðga neinn,“ sagði Piquet. „Ég myndi aldrei nota þetta orð sem ég er sakaður um í einhverjum þýðingum. Þýðingin frá fréttamiðlum sem gengur nú um samfélagsmiðla er ekki rétt. Mismunun á sér engan stað í Formúlu 1, eða í samfélaginu.“ Formúla Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Golf Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Piquet notaði rassísk orð þegar hann talaði um Lewis Hamilton, sjöfaldan heimsmeistara í Formúlu 1, í hlaðvarpsþætti á portúgölsku þar sem var verið að ræða umdeildan árekstur þeirra Hamilton og Max Verstappen í Silverstone kappakstrinum. Þessi 69 ára fyrrum ökuþór hefur nú beðist afsökunar og segist ekki hafa ætlað sér að gera lítið úr Hamilton vegna húðlitar hans. „Ég fordæmi harðlega þær hugmyndir að orðið sem ég notaði hafi verið notað með það fyrir augum að gera lítið úr ökumanni vegna húðlitar hans,“ sagði Piquet. „Ég bið alla þá sem ummæli mín höðu áhrif á afsökunar, þar á meðal Lewis.“ Piquet sagðist einnig ekki ætla að verja það sem hann sagði, en að orðið sem hann hafi notað sé bara annað orð yfir manneskju. „Þetta er orð sem hefur lengi verið notað í almennu tali í brasilískri portúgölsku sem samheiti yfir „gaur“ eða „manneskju“ og það var aldrei ætlun mín að móðga neinn,“ sagði Piquet. „Ég myndi aldrei nota þetta orð sem ég er sakaður um í einhverjum þýðingum. Þýðingin frá fréttamiðlum sem gengur nú um samfélagsmiðla er ekki rétt. Mismunun á sér engan stað í Formúlu 1, eða í samfélaginu.“
Formúla Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Golf Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira