Tónlist fyrir ókannaðar íslenskar eyðimerkur þar sem kynjaverur þrífast Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 30. júní 2022 12:30 Tónlistarmaðurinn Ari Árelíus frumsýnir tónlistarmyndband hér á Vísi. Sól Hansdóttir Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi við lagið Melrakki eftir tónlistarmanninn Ara Árelíus. Myndbandinu er leikstýrt af Elínu Ramette, Inga Höskuldsdóttir sá um brúðugerð og hönnun og Sól Hansdóttir er listrænn stjórnandi. Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Blaðamaður tók púlsinn á Ara og fékk að heyra nánar frá tónlistarsköpun hans. „Almennt sæki ég innblástur í málefni líðandi stundar, fólkið í kringum mig og í raun í aðrar listgreinar eins og myndlist og bókmenntir,“ segir Ari. Það er nóg framundan hjá honum. „Platan Hiatus Terræ kemur svo út 22. júlí og í kjölfarið verða útgáfutónleikar sem auglýstir verða síðar. Svo er ég að spila á gítar fyrir nokkur bönd eins og til dæmis Pale Moon og Omnipus ásamt því að vinna að minni næstu plötu.“ View this post on Instagram A post shared by Ari A reli us (@ariarelius) Hiatus Terræ er fyrsta plata Ara Árelíusar í fullri lengd. Á plötunni leitast Ari við að spegla hið íslenska í hinu alþjóðlega. Heyra má fimmundarsöng, harmonikku og sérstaka rafmagnaða útgáfu af hinu hefðbundna langspili, rafspil, í bland við fjölþjóðlega rytma, hálssöng, viðar flautur og brim skotinn gítarleik. Úr verður tónlist fyrir ókannaðar íslenskar eyðimerkur þar sem kynjaverur þrífast og mannskepnan með sín hugtök og kerfi er í upplausn. Hugmyndin að plötunni fæddist með kaffibolla í Bláa Horninu í Þingholtunum. Ný malaðar kaffibaunirnar beint frá Níkaragúa bruggaðar með frussandi fersku íslensku vatni í stálheiðarlegri íslenskri sjoppu. Kosningar ný yfirstaðnar, þjóðernishyggjan, alþjóðavæðingin og svo var bognefur í Vatnsmýrinni. View this post on Instagram A post shared by Ari A reli us (@ariarelius) Ari Árelíus hefur starfað við tónlistarsköpun og hljóðvinnslu frá unglingsaldri. Hann keypti sér bassa fyrir fermingarpeninginn og byrjaði að fikta í Ableton Live í kjölfarið. Hann lagðist svo á skólabekk í Fíh, Mít og Royal Academy of Aalborg og lærði þar meðal annars á rafgítar, hljóðupptöku, hljóðvinnslu og tónsmíðar. Hann er einnig með BA í heimspeki frá Háskóla Íslands. Á plötunni leika Hreiðar Már Árnason á trommur, Thomas Cortez á bassa, Róbert Aron Björnsson á saxófón og Sól Hansdóttir syngur. Platan er hljóðblönduð af Róbert Aroni Björnssyni og hljómjöfnuð af Glenn Schick. Tónlist Menning Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Menning Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Blaðamaður tók púlsinn á Ara og fékk að heyra nánar frá tónlistarsköpun hans. „Almennt sæki ég innblástur í málefni líðandi stundar, fólkið í kringum mig og í raun í aðrar listgreinar eins og myndlist og bókmenntir,“ segir Ari. Það er nóg framundan hjá honum. „Platan Hiatus Terræ kemur svo út 22. júlí og í kjölfarið verða útgáfutónleikar sem auglýstir verða síðar. Svo er ég að spila á gítar fyrir nokkur bönd eins og til dæmis Pale Moon og Omnipus ásamt því að vinna að minni næstu plötu.“ View this post on Instagram A post shared by Ari A reli us (@ariarelius) Hiatus Terræ er fyrsta plata Ara Árelíusar í fullri lengd. Á plötunni leitast Ari við að spegla hið íslenska í hinu alþjóðlega. Heyra má fimmundarsöng, harmonikku og sérstaka rafmagnaða útgáfu af hinu hefðbundna langspili, rafspil, í bland við fjölþjóðlega rytma, hálssöng, viðar flautur og brim skotinn gítarleik. Úr verður tónlist fyrir ókannaðar íslenskar eyðimerkur þar sem kynjaverur þrífast og mannskepnan með sín hugtök og kerfi er í upplausn. Hugmyndin að plötunni fæddist með kaffibolla í Bláa Horninu í Þingholtunum. Ný malaðar kaffibaunirnar beint frá Níkaragúa bruggaðar með frussandi fersku íslensku vatni í stálheiðarlegri íslenskri sjoppu. Kosningar ný yfirstaðnar, þjóðernishyggjan, alþjóðavæðingin og svo var bognefur í Vatnsmýrinni. View this post on Instagram A post shared by Ari A reli us (@ariarelius) Ari Árelíus hefur starfað við tónlistarsköpun og hljóðvinnslu frá unglingsaldri. Hann keypti sér bassa fyrir fermingarpeninginn og byrjaði að fikta í Ableton Live í kjölfarið. Hann lagðist svo á skólabekk í Fíh, Mít og Royal Academy of Aalborg og lærði þar meðal annars á rafgítar, hljóðupptöku, hljóðvinnslu og tónsmíðar. Hann er einnig með BA í heimspeki frá Háskóla Íslands. Á plötunni leika Hreiðar Már Árnason á trommur, Thomas Cortez á bassa, Róbert Aron Björnsson á saxófón og Sól Hansdóttir syngur. Platan er hljóðblönduð af Róbert Aroni Björnssyni og hljómjöfnuð af Glenn Schick.
Tónlist Menning Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Menning Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira