Viðar Örn, Brynjar Ingi og félagar fá hjálp íþróttasálfræðings Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2022 12:30 Viðar Örn Kjartansson fagnar marki fyrir íslenska landsliðið með því að stinga puttunum í eyrun. EPA-EFE/Liselotte Sabroe Það er óhætt að segja að lítið hafi gengið hjá Íslendingaliðinu Vålerenga að undanförnu í norsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Með Vålerenga spila íslensku landsliðsmennirnir Brynjar Ingi Bjarnason og Viðar Örn Kjartansson. Vålerenga liðið hefur aðeins unnið þrjá af fyrstu tólf leikjum sínum í deildinni og hefur ekki fagnað sigri síðan 8. maí síðastliðinn. Vålerenga ansetter mental trener https://t.co/xu75j6s1pT— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) June 28, 2022 Viðar Örn skoraði í síðasta sigurleik liðsins sem var á móti Sandefjord. Hann hefur skorað 4 mörk í 10 leikjum en hefur ekki verið í hóp í undanförnum tveimur leikjum. Brynjar Ingi var á bekknum í báðum þessum leikjum eftir að hafa verið fastur maður í byrjunarliðinu fram að því. Þessi hræðilega byrjun á tímabilinu hefur kallað á aðgerðir og nú er svo komið að félagið hefur ráðið sér íþróttasálfræðing sem mun reyna að rífa menn í gang. Dag-Eilev Fagermo, þjálfari Vålerenga, staðfesti þetta i samtali við NRK. „Þetta er það rétta í stöðunni og mikilvægt fyrir svona ungt lið. Það verður mjög jákvætt fyrir hópinn að fá meiri hugarþjálfun,“ sagði Dag-Eilev Fagermo. Það er reyndar ekki búið að nafngreina nýja þjálfarann samkvæmt fréttum norsku fjölmiðlanna. Vålerenga er í fjórtándi sæti í deildinni. Liðið hefur verið að missa menn því varnarmaðurinn Kjetil Haug er á leið til Toulouse í Frakklandi og miðjumaðurinn Ivan Näsberg sem og kantmennirnir Aron Dønnum og Taofeek Ismaheel eru líka á förum. Næsti leikur hjálpar liðinu þó ekki í deildinni því það er bikarleikur á móti Alfons Sampsted og félögum í Bodö/Glimt í dag. Bodö/Glimt hefur unnið norska titilinn undanfarin tvö tímabil en vann síðast bikarinn árið 1993. Norski boltinn Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Fleiri fréttir Hareide með krabbamein í heila Man. Utd. - Everton | Moyes mætir á gamla heimavöllinn Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter Sjá meira
Með Vålerenga spila íslensku landsliðsmennirnir Brynjar Ingi Bjarnason og Viðar Örn Kjartansson. Vålerenga liðið hefur aðeins unnið þrjá af fyrstu tólf leikjum sínum í deildinni og hefur ekki fagnað sigri síðan 8. maí síðastliðinn. Vålerenga ansetter mental trener https://t.co/xu75j6s1pT— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) June 28, 2022 Viðar Örn skoraði í síðasta sigurleik liðsins sem var á móti Sandefjord. Hann hefur skorað 4 mörk í 10 leikjum en hefur ekki verið í hóp í undanförnum tveimur leikjum. Brynjar Ingi var á bekknum í báðum þessum leikjum eftir að hafa verið fastur maður í byrjunarliðinu fram að því. Þessi hræðilega byrjun á tímabilinu hefur kallað á aðgerðir og nú er svo komið að félagið hefur ráðið sér íþróttasálfræðing sem mun reyna að rífa menn í gang. Dag-Eilev Fagermo, þjálfari Vålerenga, staðfesti þetta i samtali við NRK. „Þetta er það rétta í stöðunni og mikilvægt fyrir svona ungt lið. Það verður mjög jákvætt fyrir hópinn að fá meiri hugarþjálfun,“ sagði Dag-Eilev Fagermo. Það er reyndar ekki búið að nafngreina nýja þjálfarann samkvæmt fréttum norsku fjölmiðlanna. Vålerenga er í fjórtándi sæti í deildinni. Liðið hefur verið að missa menn því varnarmaðurinn Kjetil Haug er á leið til Toulouse í Frakklandi og miðjumaðurinn Ivan Näsberg sem og kantmennirnir Aron Dønnum og Taofeek Ismaheel eru líka á förum. Næsti leikur hjálpar liðinu þó ekki í deildinni því það er bikarleikur á móti Alfons Sampsted og félögum í Bodö/Glimt í dag. Bodö/Glimt hefur unnið norska titilinn undanfarin tvö tímabil en vann síðast bikarinn árið 1993.
Norski boltinn Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Fleiri fréttir Hareide með krabbamein í heila Man. Utd. - Everton | Moyes mætir á gamla heimavöllinn Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter Sjá meira