Red Bull lætur ökumann sem gerðist sekur um kynþáttafordóma fara Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. júní 2022 14:16 Juri Vips hefur verið látinn fara frá Red Bull. Mark Thompson/Getty Images Ökuþórinn Juri Vips, sem ekur í Formúlu 2 og er varamaður hjá Red Bull í Formúlu 1, hefur verið látinn fara frá liðinu eftir að hann gerðist sekur um kynþáttafordóma. Vips var að spila tölvuleiki í beinu streymi með liðsfélaga sínum hjá Red Bull, Liam Lawson, þegar hann lét ummælin falla. Frá þessu er greint meðal annars á heimasíðu breska ríkisútvarspins BBC, en ekki er tekið fram hvað það var sem Vips sagði. Vips lét einnig óviðeigandi ummæli í garð samkynhneigðra falla í streyminu. Í yfirlýsingu Red Bull á samfélagsmiðlum segist liðið fordæma hatursorðræðu af hvaða tagi sem er. „Við fordæmum hatursorðræðu af hvaða tagi sem er og gefum engan slaka þegar kemur að kynþáttafordómum innan okkar félags.“ Vips hefur sent frá sér afsökunarbeiðni á Instagram-síðu sinni þar sem hann segist sjá eftir orðum sínum. „Svona tal er algjörlega óviðunandi og gefur ekki rétta mynd af þeim gildum sem ég vil standa fyrir,“ skrifaði Vips. „Ég biðst innilegrar afsökunar á gjörðum mínum og þetta er ekki fordæmið sem ég vil setja. Ég mun sýna rannsókninni fullan samstarfsvilja.“ View this post on Instagram A post shared by Ju ri Vips (@juri_vips) Formúla Kynþáttafordómar Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Vips var að spila tölvuleiki í beinu streymi með liðsfélaga sínum hjá Red Bull, Liam Lawson, þegar hann lét ummælin falla. Frá þessu er greint meðal annars á heimasíðu breska ríkisútvarspins BBC, en ekki er tekið fram hvað það var sem Vips sagði. Vips lét einnig óviðeigandi ummæli í garð samkynhneigðra falla í streyminu. Í yfirlýsingu Red Bull á samfélagsmiðlum segist liðið fordæma hatursorðræðu af hvaða tagi sem er. „Við fordæmum hatursorðræðu af hvaða tagi sem er og gefum engan slaka þegar kemur að kynþáttafordómum innan okkar félags.“ Vips hefur sent frá sér afsökunarbeiðni á Instagram-síðu sinni þar sem hann segist sjá eftir orðum sínum. „Svona tal er algjörlega óviðunandi og gefur ekki rétta mynd af þeim gildum sem ég vil standa fyrir,“ skrifaði Vips. „Ég biðst innilegrar afsökunar á gjörðum mínum og þetta er ekki fordæmið sem ég vil setja. Ég mun sýna rannsókninni fullan samstarfsvilja.“ View this post on Instagram A post shared by Ju ri Vips (@juri_vips)
Formúla Kynþáttafordómar Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira