Red Bull lætur ökumann sem gerðist sekur um kynþáttafordóma fara Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. júní 2022 14:16 Juri Vips hefur verið látinn fara frá Red Bull. Mark Thompson/Getty Images Ökuþórinn Juri Vips, sem ekur í Formúlu 2 og er varamaður hjá Red Bull í Formúlu 1, hefur verið látinn fara frá liðinu eftir að hann gerðist sekur um kynþáttafordóma. Vips var að spila tölvuleiki í beinu streymi með liðsfélaga sínum hjá Red Bull, Liam Lawson, þegar hann lét ummælin falla. Frá þessu er greint meðal annars á heimasíðu breska ríkisútvarspins BBC, en ekki er tekið fram hvað það var sem Vips sagði. Vips lét einnig óviðeigandi ummæli í garð samkynhneigðra falla í streyminu. Í yfirlýsingu Red Bull á samfélagsmiðlum segist liðið fordæma hatursorðræðu af hvaða tagi sem er. „Við fordæmum hatursorðræðu af hvaða tagi sem er og gefum engan slaka þegar kemur að kynþáttafordómum innan okkar félags.“ Vips hefur sent frá sér afsökunarbeiðni á Instagram-síðu sinni þar sem hann segist sjá eftir orðum sínum. „Svona tal er algjörlega óviðunandi og gefur ekki rétta mynd af þeim gildum sem ég vil standa fyrir,“ skrifaði Vips. „Ég biðst innilegrar afsökunar á gjörðum mínum og þetta er ekki fordæmið sem ég vil setja. Ég mun sýna rannsókninni fullan samstarfsvilja.“ View this post on Instagram A post shared by Ju ri Vips (@juri_vips) Formúla Kynþáttafordómar Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Vips var að spila tölvuleiki í beinu streymi með liðsfélaga sínum hjá Red Bull, Liam Lawson, þegar hann lét ummælin falla. Frá þessu er greint meðal annars á heimasíðu breska ríkisútvarspins BBC, en ekki er tekið fram hvað það var sem Vips sagði. Vips lét einnig óviðeigandi ummæli í garð samkynhneigðra falla í streyminu. Í yfirlýsingu Red Bull á samfélagsmiðlum segist liðið fordæma hatursorðræðu af hvaða tagi sem er. „Við fordæmum hatursorðræðu af hvaða tagi sem er og gefum engan slaka þegar kemur að kynþáttafordómum innan okkar félags.“ Vips hefur sent frá sér afsökunarbeiðni á Instagram-síðu sinni þar sem hann segist sjá eftir orðum sínum. „Svona tal er algjörlega óviðunandi og gefur ekki rétta mynd af þeim gildum sem ég vil standa fyrir,“ skrifaði Vips. „Ég biðst innilegrar afsökunar á gjörðum mínum og þetta er ekki fordæmið sem ég vil setja. Ég mun sýna rannsókninni fullan samstarfsvilja.“ View this post on Instagram A post shared by Ju ri Vips (@juri_vips)
Formúla Kynþáttafordómar Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti