„Ég leyfi mér að dreyma“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 25. júní 2022 11:30 Katla Njálsdóttir er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. Saga Sig Leikkonan og lífskúnstnerinn Katla Þórudóttir Njálsdóttir hefur vakið athygli fyrir sköpunargleði sína í íslensku samfélagi, meðal annars með þátttöku sinni í Söngvakeppni Sjónvarpsins og í hlutverki sínu í sjónvarpsseríunni Vitjanir. Katla leyfir sér að dreyma, reynir alltaf að hafa eitthvað að gera og reynir að hafa húmorinn í fyrirrúmi. Katla er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. Innblásturinn er fastur liður hjá Lífinu á Vísi þar sem rætt er við ólíkt fólk um hvað veitir því innblástur í tilverunni og hvaða ráðum þau luma á varðandi andlega heilsu. View this post on Instagram A post shared by Katla Þórudóttir Nja lsdo ttir (@katlanjals) Hver ert þú í þínum eigin orðum? Rauðhærður kaldhæðinn femínisti sem reynir að hafa húmorinn í fyrirrúmi og að taka hlutum ekki of alvarlega. Ég er Árbæingur en segist nú alltaf vera hálfur Hólmari líka. Ég leyfi mér að dreyma og reyni alltaf að hafa eitthvað að gera. View this post on Instagram A post shared by Katla Þórudóttir Nja lsdo ttir (@katlanjals) Hvað veitir þér innblástur? Í stuttu máli allt. Þá aðallega bíómyndir, þættir, ljósmyndir og tónlist. Það fer síðan eftir því hvað ég hlusta/horfi á. Ef ég er að skrifa eitthvað alvarlegt þá hendi ég mér í kvikmyndatónlist úr stríðsmyndum. Ef það er eitthvað sorglegt þá hlusta ég á Up lagið eða Ásgeir Trausta, samt oftar en ekki eitthvað sem er ekki með texta. View this post on Instagram A post shared by Katla Þórudóttir Nja lsdo ttir (@katlanjals) Hvað er þitt besta ráð til að næra andlega heilsu? Að gera eitthvað listrænt. Ef mér líður illa, vel eða leiðist þá föndra ég, skrifa, mála og þess háttar. Ef mig langar að nota heilann, þá fer ég að skrifa eða gera svona lítil zine. Ef ég nenni ekki að nota heilann þá fer ég bara að líma eitthvað dót saman. Eða fer út í garð í nokkurs konar stúdíó þar sem ég bý til skartgripi. Þá aðallega hringa úr gömlum göfflum og skeiðum. Hvernig er hefðbundinn dagur í þínu lífi? Vakna seint og er alltof lengi fram úr. Er algjör B manneskja. Tannbursta alltof fast (sorry Máni) og gluða rakakremi í fésið á mér. Ég er vanalega með einhverja dagskrá í símanum mínum því ég er alveg afskaplega gleymin. Húrra mér á milli staða á bjöllunni minni og enda líklegast á spilakvöldi með vinum að spila Bezzerwizzer, alltaf Bezzerwizzer. View this post on Instagram A post shared by Katla Þórudóttir Nja lsdo ttir (@katlanjals) Uppáhalds lag og af hverju? Þetta er rosaleg spurning, það fer eftir dögum og skapi hvaða lag er fyrir valinu. Tveir koddar með JóaPé og Króla ratar mjög oft í auxið í bílnum. Happier than Ever með Billie er líka í annarri vídd þegar það er spilað í botn. Síðan er stundum Vetur með Vivaldi fyrir valinu á meðan aðra daga Amy Winehouse. Ég notast við alltof marga playlista, valkvíðinn er mikill. Uppáhalds matur og af hverju? Bleikjan á Messanum, ekki auglýsing, myndi óska þess. Himnesk, stökk, samt mjúk, sæt en sölt. Og ef ég ætti að nefna mat sem er aðgengilegri þá er það auðvitað harðfiskur með íslensku smjöri! Besta ráð sem þú hefur fengið? Að hafa gaman í partýinu áður en manni er hent út. View this post on Instagram A post shared by Katla Þórudóttir Nja lsdo ttir (@katlanjals) Hvað er það skemmtilegasta við lífið? Að lifa. Nei nei ég segi svona. Jú auðvitað það, en fjölskyldan og vinirnir eru eiginlega bara það langskemmtilegasta við lífið. Og þær minningar sem maður skapar með þeim. Innblásturinn Lífið Tónlist Tengdar fréttir „Margt verra en smá brussugangur“ Eva Ruza er lífskúnstner með meiru en hún hefur haslað sér völl í skemmtanabransanum á Íslandi á undanförnum árum. Pizza er umhugsunarlaust uppáhalds maturinn hennar og hún segist geta fundið innblástur í hvaða verkefni sem er. Eva Ruza er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 18. júní 2022 11:30 „Alltaf gaman að styðja og vinna með öðrum tónlistarkonum“ Tónlistarkonurnar Áslaug Dungal, Fríd og Karítas halda saman tónleika í rýminu Mengi í kvöld. Blaðamaður tók púlsinn á þeim og fékk að heyra nánar frá sköpunargleði þeirra. 15. júní 2022 11:30 „Reyni að þakka fyrir allt það sem ég fæ á hverjum degi“ Jón Jósep Snæbjörnsson, Jónsi, er landsþekktur tónlistarmaður og lífskúnstner með meiru. Hann er þekktur fyrir jákvæðni og lífsgleði og segir lífið sjálft vera það allra skemmtilegasta. Jónsi er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 11. júní 2022 11:31 „Gott að hafa í huga að það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi“ Glódís Perla Viggósdóttir er atvinnu fótboltakona sem hefur með sanni vakið athygli úti á velli. Hún hefur gaman af lífinu, býr yfir miklu keppnisskapi og elskar heimagert guacamole. Glódís Perla er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 4. júní 2022 11:31 Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
Innblásturinn er fastur liður hjá Lífinu á Vísi þar sem rætt er við ólíkt fólk um hvað veitir því innblástur í tilverunni og hvaða ráðum þau luma á varðandi andlega heilsu. View this post on Instagram A post shared by Katla Þórudóttir Nja lsdo ttir (@katlanjals) Hver ert þú í þínum eigin orðum? Rauðhærður kaldhæðinn femínisti sem reynir að hafa húmorinn í fyrirrúmi og að taka hlutum ekki of alvarlega. Ég er Árbæingur en segist nú alltaf vera hálfur Hólmari líka. Ég leyfi mér að dreyma og reyni alltaf að hafa eitthvað að gera. View this post on Instagram A post shared by Katla Þórudóttir Nja lsdo ttir (@katlanjals) Hvað veitir þér innblástur? Í stuttu máli allt. Þá aðallega bíómyndir, þættir, ljósmyndir og tónlist. Það fer síðan eftir því hvað ég hlusta/horfi á. Ef ég er að skrifa eitthvað alvarlegt þá hendi ég mér í kvikmyndatónlist úr stríðsmyndum. Ef það er eitthvað sorglegt þá hlusta ég á Up lagið eða Ásgeir Trausta, samt oftar en ekki eitthvað sem er ekki með texta. View this post on Instagram A post shared by Katla Þórudóttir Nja lsdo ttir (@katlanjals) Hvað er þitt besta ráð til að næra andlega heilsu? Að gera eitthvað listrænt. Ef mér líður illa, vel eða leiðist þá föndra ég, skrifa, mála og þess háttar. Ef mig langar að nota heilann, þá fer ég að skrifa eða gera svona lítil zine. Ef ég nenni ekki að nota heilann þá fer ég bara að líma eitthvað dót saman. Eða fer út í garð í nokkurs konar stúdíó þar sem ég bý til skartgripi. Þá aðallega hringa úr gömlum göfflum og skeiðum. Hvernig er hefðbundinn dagur í þínu lífi? Vakna seint og er alltof lengi fram úr. Er algjör B manneskja. Tannbursta alltof fast (sorry Máni) og gluða rakakremi í fésið á mér. Ég er vanalega með einhverja dagskrá í símanum mínum því ég er alveg afskaplega gleymin. Húrra mér á milli staða á bjöllunni minni og enda líklegast á spilakvöldi með vinum að spila Bezzerwizzer, alltaf Bezzerwizzer. View this post on Instagram A post shared by Katla Þórudóttir Nja lsdo ttir (@katlanjals) Uppáhalds lag og af hverju? Þetta er rosaleg spurning, það fer eftir dögum og skapi hvaða lag er fyrir valinu. Tveir koddar með JóaPé og Króla ratar mjög oft í auxið í bílnum. Happier than Ever með Billie er líka í annarri vídd þegar það er spilað í botn. Síðan er stundum Vetur með Vivaldi fyrir valinu á meðan aðra daga Amy Winehouse. Ég notast við alltof marga playlista, valkvíðinn er mikill. Uppáhalds matur og af hverju? Bleikjan á Messanum, ekki auglýsing, myndi óska þess. Himnesk, stökk, samt mjúk, sæt en sölt. Og ef ég ætti að nefna mat sem er aðgengilegri þá er það auðvitað harðfiskur með íslensku smjöri! Besta ráð sem þú hefur fengið? Að hafa gaman í partýinu áður en manni er hent út. View this post on Instagram A post shared by Katla Þórudóttir Nja lsdo ttir (@katlanjals) Hvað er það skemmtilegasta við lífið? Að lifa. Nei nei ég segi svona. Jú auðvitað það, en fjölskyldan og vinirnir eru eiginlega bara það langskemmtilegasta við lífið. Og þær minningar sem maður skapar með þeim.
Innblásturinn Lífið Tónlist Tengdar fréttir „Margt verra en smá brussugangur“ Eva Ruza er lífskúnstner með meiru en hún hefur haslað sér völl í skemmtanabransanum á Íslandi á undanförnum árum. Pizza er umhugsunarlaust uppáhalds maturinn hennar og hún segist geta fundið innblástur í hvaða verkefni sem er. Eva Ruza er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 18. júní 2022 11:30 „Alltaf gaman að styðja og vinna með öðrum tónlistarkonum“ Tónlistarkonurnar Áslaug Dungal, Fríd og Karítas halda saman tónleika í rýminu Mengi í kvöld. Blaðamaður tók púlsinn á þeim og fékk að heyra nánar frá sköpunargleði þeirra. 15. júní 2022 11:30 „Reyni að þakka fyrir allt það sem ég fæ á hverjum degi“ Jón Jósep Snæbjörnsson, Jónsi, er landsþekktur tónlistarmaður og lífskúnstner með meiru. Hann er þekktur fyrir jákvæðni og lífsgleði og segir lífið sjálft vera það allra skemmtilegasta. Jónsi er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 11. júní 2022 11:31 „Gott að hafa í huga að það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi“ Glódís Perla Viggósdóttir er atvinnu fótboltakona sem hefur með sanni vakið athygli úti á velli. Hún hefur gaman af lífinu, býr yfir miklu keppnisskapi og elskar heimagert guacamole. Glódís Perla er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 4. júní 2022 11:31 Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
„Margt verra en smá brussugangur“ Eva Ruza er lífskúnstner með meiru en hún hefur haslað sér völl í skemmtanabransanum á Íslandi á undanförnum árum. Pizza er umhugsunarlaust uppáhalds maturinn hennar og hún segist geta fundið innblástur í hvaða verkefni sem er. Eva Ruza er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 18. júní 2022 11:30
„Alltaf gaman að styðja og vinna með öðrum tónlistarkonum“ Tónlistarkonurnar Áslaug Dungal, Fríd og Karítas halda saman tónleika í rýminu Mengi í kvöld. Blaðamaður tók púlsinn á þeim og fékk að heyra nánar frá sköpunargleði þeirra. 15. júní 2022 11:30
„Reyni að þakka fyrir allt það sem ég fæ á hverjum degi“ Jón Jósep Snæbjörnsson, Jónsi, er landsþekktur tónlistarmaður og lífskúnstner með meiru. Hann er þekktur fyrir jákvæðni og lífsgleði og segir lífið sjálft vera það allra skemmtilegasta. Jónsi er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 11. júní 2022 11:31
„Gott að hafa í huga að það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi“ Glódís Perla Viggósdóttir er atvinnu fótboltakona sem hefur með sanni vakið athygli úti á velli. Hún hefur gaman af lífinu, býr yfir miklu keppnisskapi og elskar heimagert guacamole. Glódís Perla er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 4. júní 2022 11:31