Lífið

Brekkusöngurinn: „Það er sannur heiður að fá þetta verkefni“

Elísabet Hanna skrifar
Magnús Kjartan Eyjólfsson sér um brekkusönginn á Þjóðhátíð í ár.
Magnús Kjartan Eyjólfsson sér um brekkusönginn á Þjóðhátíð í ár. Aðsend

Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins mun leiða brekkusönginn á Þjóðhátíð í ár. Hann er góðkunnur hátíðinni en hefur komið þar fram síðan 2016 og stýrði brekkusöngnum í fyrra fyrir tóma brekkuna.

Spilaði fyrir tóma brekku

Hann fékk upphaflega kallið í fyrra en þegar á hólminn var komið voru settar á samkomutakmarkanir: „Svo ég fékk að spila í fyrra fyrir engan“ sem hann í gríni.

„Ég er líklegast eini maðurinn á Íslandi sem er þekktastur fyrir að spila fyrir engan en útsendingin heppnaðist vel,“

segir hann í glensi. Tilfinninguna fyrir Þjóðhátíð segir hann vera góða: „Hún er bara frábær, hún var mjög góð í fyrra þegar ég fékk verkefnið úthlutað, sem breyttist svo, en núna er ég fullur tilhlökkunar og bjartsýni að hafa allt fólkið fyrir framan mig.“

Spenntur að heyra í brekkunni

Söngvarinn saknaði þess að hafa brekkuna með og heyra fallegan söng áhorfenda í fyrra og bíður því mjög spenntur að heyra alla taka undir í ár.

„Það er sannur heiður að fá þetta verkefni og ég vona að fólki líki vel“

Tengdar fréttir

Á­kvað á innan við klukku­tíma að taka Brekku­sönginn

Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins, mun fara með umsjón Brekkusöngsins á Þjóðhátíð í Eyjum í ár. Tilkynnt var um þetta í morgun en að sögn Harðar Orra Grettissonar, formanns Þjóðhátíðarnefndar, var Magnús fyrsti kostur eftir að tilkynnt var að Ingólfur Þórarinsson myndi ekki sjá um að halda uppi stuði í Herjólfsdal þann 1. ágúst næstkomandi.

Magnús Kjartan Eyjólfs­son stýrir Brekku­söngnum

Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins, mun stýra Brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Brekkusöngurinn fer fram árlega á sunnudagskvöldi Þjóðhátíðar á stóra sviðinu í Herjólfsdal, sem verður þann 1. ágúst næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.