„Fallegt og unglegt viðhorf til ástarinnar og mistakanna sem maður getur gert þegar maður er skotinn“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 24. júní 2022 13:30 Una Schram var að gefa út Mess Mixtape. Berglaug Tónlistarkonan Una Schram sendi frá sér smáskífuna Mess mixtape fyrr í dag og er hún unnin í samtarfi við pródúserinn Young Nazareth og listræna stjórnandan Júlíu Grönvald. Blaðamaður tók púlsinn á Unu. „Öll lögin á plötunni eru skrifuð fyrir að minnsta kosti tveimur árum síðan og sum eru ennþá eldri,“ segir Una og bætir við að hún hafi verið á báðum áttum með sum lögin. „Flestir tónlistarmenn kannast örugglega við það að komast yfir tónlistina sína, að hætta að tengja við sköpunina sína af því hún hefur elst og þú hefur elst og finnur ekki lengur fyrir tilfinningunum sem að innblésu sköpunarverkið þitt. Þú hugsar ekki lengur eins og þú ert jafnvel búinn að þróa öðruvísi áherslur í tónlistargerðinni þinni og svona. Ég er búin að finna svolítið fyrir þessu í gegnum þetta ferli og var á báðum áttum á tímabili að gefa plötuna út, en ég lærði einhvern veginn að elska lögin á þessari plötu á annan hátt en ég gerði þegar ég skrifaði þau. Mér finnst þau vera fallegur tákngervingur sakleysis, og sýna fram á fallegt unglegt viðhorf til ástarinnar og mistakanna sem maður getur gert þegar maður er skotinn. Ég var náttúrulega yngri þegar ég byrja að skrifa þessa texta og maður þroskast eitthvað svo hratt á þessum árum milli 18 og 25 ára.“ Una byrjaði að skrifa textana 18 ára.Berglaug Einlæg en stælar inn á milli „Platan er í heild sinni mjög einlæg þó það séu auðvitað stælar þarna inni á milli, og hún er skemmtileg. Ég held að það sem ég þurfti svolítið að læra er að þó svo að ég sé komin yfir eitthvað tímabil í lífi mínu, þá þýðir það ekki að listin sem ég skapaði á því tímabili geti ekki snert við öðru fólki sem er kannski að ganga í gegnum eitthvað sambærilegt. Og ég held að fólki muni finnast lögin skemmtileg, vera eitthvað til þess að tengja við og njóta,“ segir Una. View this post on Instagram A post shared by una schram (@schramuna) Alltaf að skipta um skoðun „Fólk er mikið búið að spyrja mig af hverju ég kalla þetta mixtape, er þetta ekki bara plata? Ég hef alltaf litið á það sem kallast debut album eða fyrsta platan sem stóran áfanga í lífi tónlistarmanns sem er að vinna sig upp.“ Hún segir þann tíma ekki enn kominn hjá sér. „Mig langaði að geyma það verkefni, að gefa út mína fyrstu almennilegu plötu þar til ég fyrst og fremst hef aflað mér meiri þekkingar á tónlist almennt og er kannski aðeins ákveðnari í því hvaða átt mig langar að fara sem tónlistarkona. Maður er náttúrulega alltaf að skipta um skoðun á því samt held ég bara út ævina, á einhvern hátt.“ Una Schram og listræni stjórnandinn Júlía Grönvaldt vinna mikið saman.Berglaug Viðeigandi titill Una segir aðdraganda útgáfunnar á þessu tiltekna verkefni vera mjög einstakan og út um allt. Því hafi það passað svo sérstaklega að þetta væri mixtape og að það héti mess. „Titil-lagið á tape-inu er eitt af allfyrstu lögunum sem við Arnar Ingi (YoungNazareth) unnum saman, svo mér finnst það líka passandi. Það var oft svolítið messy að vinna þetta. Ég flutti til og frá Íslandi þrisvar sinnum á meðan við Arnar vorum að taka upp þessa plötu, skiptum oft um stúdíó, Arnar flutti inn í nýtt stúdíó að lokum og við fórum síðan fram og til baka með allskonar pælingar um lög og hljóð o.s.frv. Svo var ég að klára háskólann úti í London á sama tíma, svo þetta eru búin að vera einstaklega áhugaverð þrjú ár og ég held að það heyrist á mixtape-inu,“ segir Una að lokum. Tónlist Tengdar fréttir Bein útsending: Floni og Una Schram stíga á svið á Prikinu Klukkan fjögur í dag fara fram Þorláksmessutónleikar á Prikinu en þá stígur Una Schram og síðan klukkan hálf fimm fer Floni af stað. 23. desember 2020 15:36 Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Öll lögin á plötunni eru skrifuð fyrir að minnsta kosti tveimur árum síðan og sum eru ennþá eldri,“ segir Una og bætir við að hún hafi verið á báðum áttum með sum lögin. „Flestir tónlistarmenn kannast örugglega við það að komast yfir tónlistina sína, að hætta að tengja við sköpunina sína af því hún hefur elst og þú hefur elst og finnur ekki lengur fyrir tilfinningunum sem að innblésu sköpunarverkið þitt. Þú hugsar ekki lengur eins og þú ert jafnvel búinn að þróa öðruvísi áherslur í tónlistargerðinni þinni og svona. Ég er búin að finna svolítið fyrir þessu í gegnum þetta ferli og var á báðum áttum á tímabili að gefa plötuna út, en ég lærði einhvern veginn að elska lögin á þessari plötu á annan hátt en ég gerði þegar ég skrifaði þau. Mér finnst þau vera fallegur tákngervingur sakleysis, og sýna fram á fallegt unglegt viðhorf til ástarinnar og mistakanna sem maður getur gert þegar maður er skotinn. Ég var náttúrulega yngri þegar ég byrja að skrifa þessa texta og maður þroskast eitthvað svo hratt á þessum árum milli 18 og 25 ára.“ Una byrjaði að skrifa textana 18 ára.Berglaug Einlæg en stælar inn á milli „Platan er í heild sinni mjög einlæg þó það séu auðvitað stælar þarna inni á milli, og hún er skemmtileg. Ég held að það sem ég þurfti svolítið að læra er að þó svo að ég sé komin yfir eitthvað tímabil í lífi mínu, þá þýðir það ekki að listin sem ég skapaði á því tímabili geti ekki snert við öðru fólki sem er kannski að ganga í gegnum eitthvað sambærilegt. Og ég held að fólki muni finnast lögin skemmtileg, vera eitthvað til þess að tengja við og njóta,“ segir Una. View this post on Instagram A post shared by una schram (@schramuna) Alltaf að skipta um skoðun „Fólk er mikið búið að spyrja mig af hverju ég kalla þetta mixtape, er þetta ekki bara plata? Ég hef alltaf litið á það sem kallast debut album eða fyrsta platan sem stóran áfanga í lífi tónlistarmanns sem er að vinna sig upp.“ Hún segir þann tíma ekki enn kominn hjá sér. „Mig langaði að geyma það verkefni, að gefa út mína fyrstu almennilegu plötu þar til ég fyrst og fremst hef aflað mér meiri þekkingar á tónlist almennt og er kannski aðeins ákveðnari í því hvaða átt mig langar að fara sem tónlistarkona. Maður er náttúrulega alltaf að skipta um skoðun á því samt held ég bara út ævina, á einhvern hátt.“ Una Schram og listræni stjórnandinn Júlía Grönvaldt vinna mikið saman.Berglaug Viðeigandi titill Una segir aðdraganda útgáfunnar á þessu tiltekna verkefni vera mjög einstakan og út um allt. Því hafi það passað svo sérstaklega að þetta væri mixtape og að það héti mess. „Titil-lagið á tape-inu er eitt af allfyrstu lögunum sem við Arnar Ingi (YoungNazareth) unnum saman, svo mér finnst það líka passandi. Það var oft svolítið messy að vinna þetta. Ég flutti til og frá Íslandi þrisvar sinnum á meðan við Arnar vorum að taka upp þessa plötu, skiptum oft um stúdíó, Arnar flutti inn í nýtt stúdíó að lokum og við fórum síðan fram og til baka með allskonar pælingar um lög og hljóð o.s.frv. Svo var ég að klára háskólann úti í London á sama tíma, svo þetta eru búin að vera einstaklega áhugaverð þrjú ár og ég held að það heyrist á mixtape-inu,“ segir Una að lokum.
Tónlist Tengdar fréttir Bein útsending: Floni og Una Schram stíga á svið á Prikinu Klukkan fjögur í dag fara fram Þorláksmessutónleikar á Prikinu en þá stígur Una Schram og síðan klukkan hálf fimm fer Floni af stað. 23. desember 2020 15:36 Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Bein útsending: Floni og Una Schram stíga á svið á Prikinu Klukkan fjögur í dag fara fram Þorláksmessutónleikar á Prikinu en þá stígur Una Schram og síðan klukkan hálf fimm fer Floni af stað. 23. desember 2020 15:36