„Fallegt og unglegt viðhorf til ástarinnar og mistakanna sem maður getur gert þegar maður er skotinn“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 24. júní 2022 13:30 Una Schram var að gefa út Mess Mixtape. Berglaug Tónlistarkonan Una Schram sendi frá sér smáskífuna Mess mixtape fyrr í dag og er hún unnin í samtarfi við pródúserinn Young Nazareth og listræna stjórnandan Júlíu Grönvald. Blaðamaður tók púlsinn á Unu. „Öll lögin á plötunni eru skrifuð fyrir að minnsta kosti tveimur árum síðan og sum eru ennþá eldri,“ segir Una og bætir við að hún hafi verið á báðum áttum með sum lögin. „Flestir tónlistarmenn kannast örugglega við það að komast yfir tónlistina sína, að hætta að tengja við sköpunina sína af því hún hefur elst og þú hefur elst og finnur ekki lengur fyrir tilfinningunum sem að innblésu sköpunarverkið þitt. Þú hugsar ekki lengur eins og þú ert jafnvel búinn að þróa öðruvísi áherslur í tónlistargerðinni þinni og svona. Ég er búin að finna svolítið fyrir þessu í gegnum þetta ferli og var á báðum áttum á tímabili að gefa plötuna út, en ég lærði einhvern veginn að elska lögin á þessari plötu á annan hátt en ég gerði þegar ég skrifaði þau. Mér finnst þau vera fallegur tákngervingur sakleysis, og sýna fram á fallegt unglegt viðhorf til ástarinnar og mistakanna sem maður getur gert þegar maður er skotinn. Ég var náttúrulega yngri þegar ég byrja að skrifa þessa texta og maður þroskast eitthvað svo hratt á þessum árum milli 18 og 25 ára.“ Una byrjaði að skrifa textana 18 ára.Berglaug Einlæg en stælar inn á milli „Platan er í heild sinni mjög einlæg þó það séu auðvitað stælar þarna inni á milli, og hún er skemmtileg. Ég held að það sem ég þurfti svolítið að læra er að þó svo að ég sé komin yfir eitthvað tímabil í lífi mínu, þá þýðir það ekki að listin sem ég skapaði á því tímabili geti ekki snert við öðru fólki sem er kannski að ganga í gegnum eitthvað sambærilegt. Og ég held að fólki muni finnast lögin skemmtileg, vera eitthvað til þess að tengja við og njóta,“ segir Una. View this post on Instagram A post shared by una schram (@schramuna) Alltaf að skipta um skoðun „Fólk er mikið búið að spyrja mig af hverju ég kalla þetta mixtape, er þetta ekki bara plata? Ég hef alltaf litið á það sem kallast debut album eða fyrsta platan sem stóran áfanga í lífi tónlistarmanns sem er að vinna sig upp.“ Hún segir þann tíma ekki enn kominn hjá sér. „Mig langaði að geyma það verkefni, að gefa út mína fyrstu almennilegu plötu þar til ég fyrst og fremst hef aflað mér meiri þekkingar á tónlist almennt og er kannski aðeins ákveðnari í því hvaða átt mig langar að fara sem tónlistarkona. Maður er náttúrulega alltaf að skipta um skoðun á því samt held ég bara út ævina, á einhvern hátt.“ Una Schram og listræni stjórnandinn Júlía Grönvaldt vinna mikið saman.Berglaug Viðeigandi titill Una segir aðdraganda útgáfunnar á þessu tiltekna verkefni vera mjög einstakan og út um allt. Því hafi það passað svo sérstaklega að þetta væri mixtape og að það héti mess. „Titil-lagið á tape-inu er eitt af allfyrstu lögunum sem við Arnar Ingi (YoungNazareth) unnum saman, svo mér finnst það líka passandi. Það var oft svolítið messy að vinna þetta. Ég flutti til og frá Íslandi þrisvar sinnum á meðan við Arnar vorum að taka upp þessa plötu, skiptum oft um stúdíó, Arnar flutti inn í nýtt stúdíó að lokum og við fórum síðan fram og til baka með allskonar pælingar um lög og hljóð o.s.frv. Svo var ég að klára háskólann úti í London á sama tíma, svo þetta eru búin að vera einstaklega áhugaverð þrjú ár og ég held að það heyrist á mixtape-inu,“ segir Una að lokum. Tónlist Tengdar fréttir Bein útsending: Floni og Una Schram stíga á svið á Prikinu Klukkan fjögur í dag fara fram Þorláksmessutónleikar á Prikinu en þá stígur Una Schram og síðan klukkan hálf fimm fer Floni af stað. 23. desember 2020 15:36 Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Öll lögin á plötunni eru skrifuð fyrir að minnsta kosti tveimur árum síðan og sum eru ennþá eldri,“ segir Una og bætir við að hún hafi verið á báðum áttum með sum lögin. „Flestir tónlistarmenn kannast örugglega við það að komast yfir tónlistina sína, að hætta að tengja við sköpunina sína af því hún hefur elst og þú hefur elst og finnur ekki lengur fyrir tilfinningunum sem að innblésu sköpunarverkið þitt. Þú hugsar ekki lengur eins og þú ert jafnvel búinn að þróa öðruvísi áherslur í tónlistargerðinni þinni og svona. Ég er búin að finna svolítið fyrir þessu í gegnum þetta ferli og var á báðum áttum á tímabili að gefa plötuna út, en ég lærði einhvern veginn að elska lögin á þessari plötu á annan hátt en ég gerði þegar ég skrifaði þau. Mér finnst þau vera fallegur tákngervingur sakleysis, og sýna fram á fallegt unglegt viðhorf til ástarinnar og mistakanna sem maður getur gert þegar maður er skotinn. Ég var náttúrulega yngri þegar ég byrja að skrifa þessa texta og maður þroskast eitthvað svo hratt á þessum árum milli 18 og 25 ára.“ Una byrjaði að skrifa textana 18 ára.Berglaug Einlæg en stælar inn á milli „Platan er í heild sinni mjög einlæg þó það séu auðvitað stælar þarna inni á milli, og hún er skemmtileg. Ég held að það sem ég þurfti svolítið að læra er að þó svo að ég sé komin yfir eitthvað tímabil í lífi mínu, þá þýðir það ekki að listin sem ég skapaði á því tímabili geti ekki snert við öðru fólki sem er kannski að ganga í gegnum eitthvað sambærilegt. Og ég held að fólki muni finnast lögin skemmtileg, vera eitthvað til þess að tengja við og njóta,“ segir Una. View this post on Instagram A post shared by una schram (@schramuna) Alltaf að skipta um skoðun „Fólk er mikið búið að spyrja mig af hverju ég kalla þetta mixtape, er þetta ekki bara plata? Ég hef alltaf litið á það sem kallast debut album eða fyrsta platan sem stóran áfanga í lífi tónlistarmanns sem er að vinna sig upp.“ Hún segir þann tíma ekki enn kominn hjá sér. „Mig langaði að geyma það verkefni, að gefa út mína fyrstu almennilegu plötu þar til ég fyrst og fremst hef aflað mér meiri þekkingar á tónlist almennt og er kannski aðeins ákveðnari í því hvaða átt mig langar að fara sem tónlistarkona. Maður er náttúrulega alltaf að skipta um skoðun á því samt held ég bara út ævina, á einhvern hátt.“ Una Schram og listræni stjórnandinn Júlía Grönvaldt vinna mikið saman.Berglaug Viðeigandi titill Una segir aðdraganda útgáfunnar á þessu tiltekna verkefni vera mjög einstakan og út um allt. Því hafi það passað svo sérstaklega að þetta væri mixtape og að það héti mess. „Titil-lagið á tape-inu er eitt af allfyrstu lögunum sem við Arnar Ingi (YoungNazareth) unnum saman, svo mér finnst það líka passandi. Það var oft svolítið messy að vinna þetta. Ég flutti til og frá Íslandi þrisvar sinnum á meðan við Arnar vorum að taka upp þessa plötu, skiptum oft um stúdíó, Arnar flutti inn í nýtt stúdíó að lokum og við fórum síðan fram og til baka með allskonar pælingar um lög og hljóð o.s.frv. Svo var ég að klára háskólann úti í London á sama tíma, svo þetta eru búin að vera einstaklega áhugaverð þrjú ár og ég held að það heyrist á mixtape-inu,“ segir Una að lokum.
Tónlist Tengdar fréttir Bein útsending: Floni og Una Schram stíga á svið á Prikinu Klukkan fjögur í dag fara fram Þorláksmessutónleikar á Prikinu en þá stígur Una Schram og síðan klukkan hálf fimm fer Floni af stað. 23. desember 2020 15:36 Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Bein útsending: Floni og Una Schram stíga á svið á Prikinu Klukkan fjögur í dag fara fram Þorláksmessutónleikar á Prikinu en þá stígur Una Schram og síðan klukkan hálf fimm fer Floni af stað. 23. desember 2020 15:36