Rekja byssukúluna sem banaði fréttakonu til Ísraela Kjartan Kjartansson skrifar 21. júní 2022 10:17 Frá minningarstund um Shireen Abu Akleh í Washington-borg í Bandaríkjunum. Hún var skotin til bana þar sem hún fylgdist með aðgerð Ísraelshers á Vesturbakkanum í maí. Vísir/EPA Byssukúlan sem banaði Shireen Abu Akleh, fréttakonu al-Jazeera á Vesturbakkanum í síðasta mánuði kom frá stað þar sem ísraelskur herbílalest var stödd. Rannsókn New York Times bendir til að sérsveitarmaður hafi skotið hana til bana. Abu Akleh lést þegar hún var skotin í höfuðið þegar hún fylgdist með aðgerðum Ísraelshers í Jenín á Vesturbakkanum 11. maí. Palestínsk yfirvöld sögðu að ísraelskur hermaður hefði myrt hana vísvitandi. Ísraelsher sagði mögulegt að hermaður hefði skotið hana fyrir misgáning eða að palestínskur byssumaður hefði skotið hana. Niðurstaða bráðabirgðarannsóknar hersins var að ekki væri hægt að segja afdráttarlaust til um uppruna kúlunna sem banaði fréttakonunni. Rannsókn New York Times á atburðarásinni þegar Abu Akleh var skotin leiddi í ljós að engir vopnaðir Palestínumenn hefðu verið nærri henni þegar hún var skotin. Það stangist á við skýringar Ísraelshers að ef hermaður skaut hana fyrir mistök þá hafi það verið vegna þess að hann ætlaði að skjóta á vopnaðan Palestínumann. Þá reyndist ísraelskur hermaður sem skaut á Abu Akleh og fleiri blaðamenn hafa skotið meira en þrefalt fleiri skotum en herinn viðurkenndi. Bandaríska blaðið fann þó engar vísbendingar um að hermaðurinn sem hleypti af hafi vitað hver Abu Akleh var eða hann hafi ætlað að skjóta hana sérstaklega. Þá liggi ekki fyrir hvort að hermaðurinn hafi séð að hún og félagar hennar væru í vestum sem voru merkt fjölmiðlum. AP-fréttastofan hafði áður sagt að rannsókn hennar renndi stoðum undir ásakanir Palestínumanna og félaga Abu Akleh að ísraelskur hermaður hefði skotið hana. Þegar Abu Akleh var borin til grafar í Austur-Jerúsalem hrintu ísraelskir óeirðarlögreglumnenn og börðu syrgjendur þannig að kisturberar misstu næstum kistu hennar 14. maí. Niðurstaða ísraelsku lögreglunnar var að lögreglumennirnir hefðu gerst sekir um brot í starfi. Yfirmönnum þeirra verður þó ekki refsað alvarlega. Palestína Ísrael Fjölmiðlar Tengdar fréttir Lögreglumenn börðu syrgjendur í útför blaðakonu Ísraelskir lögreglumenn börðu syrgjendur með kylfum í útför blaðakonu al-Jazeera sem var skotin til bana á Vesturbakkanum á miðvikudag. Kistuberar misstu kistu hennar stuttlega vegna atgangsins. 13. maí 2022 15:44 Fréttakona Al Jazeera skotin til bana á Vesturbakkanum Fréttakona frá Al Jazeera var skotin til bana af ísraelska hernum á Vesturbakkanum í nótt. 11. maí 2022 07:25 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Abu Akleh lést þegar hún var skotin í höfuðið þegar hún fylgdist með aðgerðum Ísraelshers í Jenín á Vesturbakkanum 11. maí. Palestínsk yfirvöld sögðu að ísraelskur hermaður hefði myrt hana vísvitandi. Ísraelsher sagði mögulegt að hermaður hefði skotið hana fyrir misgáning eða að palestínskur byssumaður hefði skotið hana. Niðurstaða bráðabirgðarannsóknar hersins var að ekki væri hægt að segja afdráttarlaust til um uppruna kúlunna sem banaði fréttakonunni. Rannsókn New York Times á atburðarásinni þegar Abu Akleh var skotin leiddi í ljós að engir vopnaðir Palestínumenn hefðu verið nærri henni þegar hún var skotin. Það stangist á við skýringar Ísraelshers að ef hermaður skaut hana fyrir mistök þá hafi það verið vegna þess að hann ætlaði að skjóta á vopnaðan Palestínumann. Þá reyndist ísraelskur hermaður sem skaut á Abu Akleh og fleiri blaðamenn hafa skotið meira en þrefalt fleiri skotum en herinn viðurkenndi. Bandaríska blaðið fann þó engar vísbendingar um að hermaðurinn sem hleypti af hafi vitað hver Abu Akleh var eða hann hafi ætlað að skjóta hana sérstaklega. Þá liggi ekki fyrir hvort að hermaðurinn hafi séð að hún og félagar hennar væru í vestum sem voru merkt fjölmiðlum. AP-fréttastofan hafði áður sagt að rannsókn hennar renndi stoðum undir ásakanir Palestínumanna og félaga Abu Akleh að ísraelskur hermaður hefði skotið hana. Þegar Abu Akleh var borin til grafar í Austur-Jerúsalem hrintu ísraelskir óeirðarlögreglumnenn og börðu syrgjendur þannig að kisturberar misstu næstum kistu hennar 14. maí. Niðurstaða ísraelsku lögreglunnar var að lögreglumennirnir hefðu gerst sekir um brot í starfi. Yfirmönnum þeirra verður þó ekki refsað alvarlega.
Palestína Ísrael Fjölmiðlar Tengdar fréttir Lögreglumenn börðu syrgjendur í útför blaðakonu Ísraelskir lögreglumenn börðu syrgjendur með kylfum í útför blaðakonu al-Jazeera sem var skotin til bana á Vesturbakkanum á miðvikudag. Kistuberar misstu kistu hennar stuttlega vegna atgangsins. 13. maí 2022 15:44 Fréttakona Al Jazeera skotin til bana á Vesturbakkanum Fréttakona frá Al Jazeera var skotin til bana af ísraelska hernum á Vesturbakkanum í nótt. 11. maí 2022 07:25 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Lögreglumenn börðu syrgjendur í útför blaðakonu Ísraelskir lögreglumenn börðu syrgjendur með kylfum í útför blaðakonu al-Jazeera sem var skotin til bana á Vesturbakkanum á miðvikudag. Kistuberar misstu kistu hennar stuttlega vegna atgangsins. 13. maí 2022 15:44
Fréttakona Al Jazeera skotin til bana á Vesturbakkanum Fréttakona frá Al Jazeera var skotin til bana af ísraelska hernum á Vesturbakkanum í nótt. 11. maí 2022 07:25