Sara Björk: Steini ekki búinn að ákveða fyrirliðabandið Atli Arason skrifar 20. júní 2022 19:31 Sara Björk Gunnarsdóttir með fyrirliðabandið. Vísir/Getty „Nei nei,“ svarði Sara Björk og hló, aðspurð að því hvort henni finnst ekki skrítið að bera ekki fyrirliðabandið hjá íslenska landsliðinu í viðtali við Stöð 2. „Steini sagði að hann væri ekki búinn að ákveða sig en það verður bara að koma í ljós. Gunný er búin að standa sig frábærlega sem fyrirlið. Ég kem bara inn í hópinn sem sami leiðtogi og sami karakter,“ bætti landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir við. Besti árangur íslenska landsliðsins á Evrópumóti kom á EM 2013 í Svíþjóð þar sem Ísland komst í 8-liða úrslit en féll úr leik gegn gestgjöfunum. Sara segir löngunina vera til staðar að komast upp úr riðlinum og inn í útsláttarkeppnina. Markmiðið sé alltaf að gera betur en áður. „Það verður bara að koma í ljós. Við erum ekkert formlega búnar að tala um það en það er alltaf löngun til þess að fara lengra og komast upp úr riðlinum,“ sagði Sara Björk. Þetta verður í fjórða Evrópumótið í röð sem íslenska liðið tekur þátt í. Ísland var með árið 2009, 2013 og 2017. Sara tók þátt í öllum þrem mótunum og kveðst spennt fyrir komandi móti. „Þetta verður spennandi EM. Þetta er svolítið breytt en þetta er fjórða stórmótið og hópurinn er mikið breyttur. Við höfum aldrei verið með jafn margar atvinnukonur í svona góðum liðum. Við erum með frábæra breidd og frábæran hóp.“ Sara hefur verið frá keppni en hún eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember síðastliðnum. Hún segist vera kominn aftur í toppstand og tilbúin í komandi átök þrátt fyrir að hún hafi kannski verið til í fleiri leikmínútur. „Ég er búinn að koma mér í mjög gott stand en ég hef kannski ekki fengið þær mínútur sem ég vildi með Lyon þar sem ég fékk bara tvo hálfleika og hef komið inn á [sem varamaður]. Mér líður ótrúlega vel, eins og ég sé í góðu standi,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, klár í slaginn. Sara yfirgaf Lyon eftir síðasta tímabil en hún segist einnig vera komið með eitthvað í sigtið fyrir komandi leiktímabil. Viðtalið við Söru í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Sara Björk: Steini ekki búinn að ákveða fyrirliðabandið Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira
„Steini sagði að hann væri ekki búinn að ákveða sig en það verður bara að koma í ljós. Gunný er búin að standa sig frábærlega sem fyrirlið. Ég kem bara inn í hópinn sem sami leiðtogi og sami karakter,“ bætti landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir við. Besti árangur íslenska landsliðsins á Evrópumóti kom á EM 2013 í Svíþjóð þar sem Ísland komst í 8-liða úrslit en féll úr leik gegn gestgjöfunum. Sara segir löngunina vera til staðar að komast upp úr riðlinum og inn í útsláttarkeppnina. Markmiðið sé alltaf að gera betur en áður. „Það verður bara að koma í ljós. Við erum ekkert formlega búnar að tala um það en það er alltaf löngun til þess að fara lengra og komast upp úr riðlinum,“ sagði Sara Björk. Þetta verður í fjórða Evrópumótið í röð sem íslenska liðið tekur þátt í. Ísland var með árið 2009, 2013 og 2017. Sara tók þátt í öllum þrem mótunum og kveðst spennt fyrir komandi móti. „Þetta verður spennandi EM. Þetta er svolítið breytt en þetta er fjórða stórmótið og hópurinn er mikið breyttur. Við höfum aldrei verið með jafn margar atvinnukonur í svona góðum liðum. Við erum með frábæra breidd og frábæran hóp.“ Sara hefur verið frá keppni en hún eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember síðastliðnum. Hún segist vera kominn aftur í toppstand og tilbúin í komandi átök þrátt fyrir að hún hafi kannski verið til í fleiri leikmínútur. „Ég er búinn að koma mér í mjög gott stand en ég hef kannski ekki fengið þær mínútur sem ég vildi með Lyon þar sem ég fékk bara tvo hálfleika og hef komið inn á [sem varamaður]. Mér líður ótrúlega vel, eins og ég sé í góðu standi,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, klár í slaginn. Sara yfirgaf Lyon eftir síðasta tímabil en hún segist einnig vera komið með eitthvað í sigtið fyrir komandi leiktímabil. Viðtalið við Söru í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Sara Björk: Steini ekki búinn að ákveða fyrirliðabandið
Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira