Í öðrum þættinum sem fór í loftið miðvikudagskvöldið síðastliðið mættu þeir Patti og Bassi í leiklistartíma hjá stórleikaranum Þorsteini Bachmann.
Það má með sanni segja að Bassi hafi hreinlega stolið senunni í tímanum. Leiklistin er greinilega eitthvað sem er í blóðinu hjá honum.
Patti var reyndar ekki sáttur hversu mikla athygli Bassi tók í tímanum.