Verstappen vann Kanada kappaksturinn Árni Jóhannsson skrifar 19. júní 2022 21:45 Max Verstappen hefur unnið fimm kappakstra af síðustu sex GETTY IMAGES Max Verstappen náði að standa af sér áhlaup Carlo Sains þegar hann vann Kanadíska kappaksturinn fyrr í kvöld. Öryggisbíllinn var kallaður út þegar 21 hringur var eftir og gaf það Sains tækifæri á að vinna en Verstappen stóð uppi sem sigurvegari. Hollendingurinn Max Verstappen hafði byrjað kappaksturinn á ráspól og leit það út fyrir að sigur hans yrði þægilegur þegar 49 hringir höfðu verið eknir í Montreal en þá klessti Yuki Tsunoda bílinn sinn og kalla þurfti út öryggisbílinn. Það gaf Carlo Sains tækifæri á að þjarma að Verstappen en Sains hafði byrjað daginn á þriðja ráspól. Sains var á nýrri dekkjum en Verstappen en allt kom fyrir ekki og Hollendinguinn stýrði Red Bull bílnum sínum í mark á einni klukkustund og 36 mínútum rúmum og var sekúndu tæpri á undan Sains. Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari, kom svo í mark í þriðja sæti en hann hefur kvartað undan bíl sínum undanfarið en leit vel út í dag. George Russell var í fjórða sæti en athyglisverðasta frammistaðan í dag átti Charles Leclerv sem endaði í fimmta sæti eftir að hafa byrjað í 19. sæti. Verstappen sem var að vinna sjötta sigur sinn á þessu tímabili er í efsta sæti í keppni ökuþóra með 175 stig og lið hans hefur gott forskot í efsta sæti á Ferrari sem koma næstir. Formúla Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Hollendingurinn Max Verstappen hafði byrjað kappaksturinn á ráspól og leit það út fyrir að sigur hans yrði þægilegur þegar 49 hringir höfðu verið eknir í Montreal en þá klessti Yuki Tsunoda bílinn sinn og kalla þurfti út öryggisbílinn. Það gaf Carlo Sains tækifæri á að þjarma að Verstappen en Sains hafði byrjað daginn á þriðja ráspól. Sains var á nýrri dekkjum en Verstappen en allt kom fyrir ekki og Hollendinguinn stýrði Red Bull bílnum sínum í mark á einni klukkustund og 36 mínútum rúmum og var sekúndu tæpri á undan Sains. Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari, kom svo í mark í þriðja sæti en hann hefur kvartað undan bíl sínum undanfarið en leit vel út í dag. George Russell var í fjórða sæti en athyglisverðasta frammistaðan í dag átti Charles Leclerv sem endaði í fimmta sæti eftir að hafa byrjað í 19. sæti. Verstappen sem var að vinna sjötta sigur sinn á þessu tímabili er í efsta sæti í keppni ökuþóra með 175 stig og lið hans hefur gott forskot í efsta sæti á Ferrari sem koma næstir.
Formúla Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira