Skógareldar loga um allan Spán Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 18. júní 2022 14:31 Höfuðborgarbúar kæla sig í einum af mörgum gosbrunnum Madrid, en þar hefur hitinn farið í um og yfir 40 gráður síðustu daga. Fernando Sanchez/GettyImages Ekkert lát er á gríðarlegri hitabylgju á Spáni sem nú hefur staðið í meira en viku. Skógareldar loga um allt land og hefur þurft að rýma á annan tug bæja á Norður-Spáni. Hitinn hefur mjög víða farið yfir 40 gráður dag eftir dag og appelsínugular viðvaranir eru í gildi víðast hvar í landinu. Hitamælar um allt land sýna 10 til 15 gráðum hærri hita en eðlilegt hefur talist hingað til á þessum árstíma og því ekki að undra að margir kvíði því sem eftir lifir sumars, því venjan er sú að júlí og ágúst séu heitustu mánuðir ársins. Og þegar hitamælar eru farnir að sýna meira en 40 gráðu hita í nyrstu héruðum Spánar, þá er staðan ekki eðlileg. Hitinn er hættulegur Svona hár hiti gagnast fáum og er í raun frekar hættulegur en hitt. Sérstaklega börnum og eldra fólki, enda sýna opinberar tölur að um 1.300 manns látist ár hvert að meðaltali vegna mikils hita. Húsráðin til að verjast hitanum eru fá og einföld, drekka vatn, halda sig í skugganum og láta það eiga sig að sprikla mikið í mesta hitanum. Þá má nefna að vinnuslysum fjölgar mikið í hitabylgjum og í erfiðisstörfum eins og vegavinnu og byggingarvinnu mæta starfsmenn þessa dagana oft í vinnu um klukkan 6 að morgni og vinna til klukkan 1, og losna þá við að vinna úti þegar hitinn er mestur um miðjan dag. Skógareldar í Pujerra-skógi í Andalúsíu á Suður-Spáni.Alex Zea/GettyImages Skógareldar brenna um alla Evrópu Annar fylgifiskur hitabylgjunnar eru skógareldar. Síðast þegar ég gáði á kort sem spænska ríkisútvarpið uppfærir daglega, hafa um 40 skógareldar kveiknað víðsvegar á Spáni, flestir á Norður-Spáni. Þar hefur þurft að rýma á annan tug þorpa. Skógareldarnir hafa nú sviðið 19.000 hektara lands, sem er helmingi meira en meðaltal síðustu ára. Þetta er talsvert stærra svæði en allt landflæmi Reykjavíkurborgar. Þessir auknu skógareldar eru reyndar vaxandi vandamál á öllu meginlandi Evrópu, en í löndum Evrópusambandsins er nú sviðin jörð eftir skógarelda á fjórum sinnum stærra svæði en brunnið hafa að meðaltali á síðustu 15 árum. Það sem er grátlegast við þessa skógarelda er að 95% þeirra eru af mannavöldum, flestir þó óviljandi eða af hreinu gáleysi. Maður þarf til dæmis ekki að vera kjarneðlisfræðingur til að gera sér grein fyrir því að maður á ekki að tendra upp í grilli í skóglendi í 40 stiga hita, eins og mannvitsbrekkurnar tvær sem voru handteknar fyrir stuttu við þá iðju í Granada á Suður-Spáni, einum heitasta suðupotti Spánar. Spænska veðurstofan telur að frá og með morgundeginum fari hitinn að lækka aðeins og að þar með ljúki þessari hitabylgju sem verður fráleitt sú síðasta á Spáni þetta sumarið. Spánn Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Sjá meira
Hitinn hefur mjög víða farið yfir 40 gráður dag eftir dag og appelsínugular viðvaranir eru í gildi víðast hvar í landinu. Hitamælar um allt land sýna 10 til 15 gráðum hærri hita en eðlilegt hefur talist hingað til á þessum árstíma og því ekki að undra að margir kvíði því sem eftir lifir sumars, því venjan er sú að júlí og ágúst séu heitustu mánuðir ársins. Og þegar hitamælar eru farnir að sýna meira en 40 gráðu hita í nyrstu héruðum Spánar, þá er staðan ekki eðlileg. Hitinn er hættulegur Svona hár hiti gagnast fáum og er í raun frekar hættulegur en hitt. Sérstaklega börnum og eldra fólki, enda sýna opinberar tölur að um 1.300 manns látist ár hvert að meðaltali vegna mikils hita. Húsráðin til að verjast hitanum eru fá og einföld, drekka vatn, halda sig í skugganum og láta það eiga sig að sprikla mikið í mesta hitanum. Þá má nefna að vinnuslysum fjölgar mikið í hitabylgjum og í erfiðisstörfum eins og vegavinnu og byggingarvinnu mæta starfsmenn þessa dagana oft í vinnu um klukkan 6 að morgni og vinna til klukkan 1, og losna þá við að vinna úti þegar hitinn er mestur um miðjan dag. Skógareldar í Pujerra-skógi í Andalúsíu á Suður-Spáni.Alex Zea/GettyImages Skógareldar brenna um alla Evrópu Annar fylgifiskur hitabylgjunnar eru skógareldar. Síðast þegar ég gáði á kort sem spænska ríkisútvarpið uppfærir daglega, hafa um 40 skógareldar kveiknað víðsvegar á Spáni, flestir á Norður-Spáni. Þar hefur þurft að rýma á annan tug þorpa. Skógareldarnir hafa nú sviðið 19.000 hektara lands, sem er helmingi meira en meðaltal síðustu ára. Þetta er talsvert stærra svæði en allt landflæmi Reykjavíkurborgar. Þessir auknu skógareldar eru reyndar vaxandi vandamál á öllu meginlandi Evrópu, en í löndum Evrópusambandsins er nú sviðin jörð eftir skógarelda á fjórum sinnum stærra svæði en brunnið hafa að meðaltali á síðustu 15 árum. Það sem er grátlegast við þessa skógarelda er að 95% þeirra eru af mannavöldum, flestir þó óviljandi eða af hreinu gáleysi. Maður þarf til dæmis ekki að vera kjarneðlisfræðingur til að gera sér grein fyrir því að maður á ekki að tendra upp í grilli í skóglendi í 40 stiga hita, eins og mannvitsbrekkurnar tvær sem voru handteknar fyrir stuttu við þá iðju í Granada á Suður-Spáni, einum heitasta suðupotti Spánar. Spænska veðurstofan telur að frá og með morgundeginum fari hitinn að lækka aðeins og að þar með ljúki þessari hitabylgju sem verður fráleitt sú síðasta á Spáni þetta sumarið.
Spánn Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent