Forráðamenn Barcelona æfir | Hollenska stórstjarnan fer frítt til PSG Atli Arason skrifar 17. júní 2022 18:31 Lieke Martens er að yfirgefa Barcelona fyrir PSG. Hér er hún í leik gegn PSG í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á síðasta ári. Getty Images Lieke Martens, leikmaður Barcelona, hefur staðfest brottför sín frá félaginu. Hún mun ganga til liðs við PSG en hún stóðst læknisskoðun hjá franska félaginu í vikunni. „Eftir fimm yndisleg ár hjá þessu frábæra félagi og í þessari fallegu borg hef ég ákveðið að halda af stað í nýtt ævintýri,“ skrifaði Martens á Instagram í gær. „Ég kom til Barcelona á þeim tíma sem félagið hóf metnaðarfullt verkefni að verða eitt besta félagsliðið í kvennafótboltanum. Við lögðum hart af okkur og ég tel að við höfum náð þeim markmiðum sem við settum okkur fyrir fimm árum síðan.“ Sigur í Meistaradeildinni árið 2021 stendur upp úr hjá Martens á tíma sínum hjá félaginu ásamt því að vera valin besti leikmaður heims af FIFA, sem leikmaður Barcelona, árið 2017. Martens var líka valin leikmaður ársins af UEFA sama ár. „Ég tel tíma minn hjá Barcelona sem eitt af mínum merkustu afrekum. Það hefur verið frábært að taka þátt í að skrifa sögu þessa félags. Nú er kominn tími á annað ævintýri en ég vil þakka félaginu, þjálfurunum, stuðningsmönnum og liðsfélögum fyrir stuðningin sem hjálpaði mér að verða sá leikmaður sem ég er í dag. Ég óska ykkur alls hins vesta og vonandi sé ég ykkur aftur sem fyrst,“ skrifaði Martens. Forráðamenn Barcelona eru langt frá því að vera sáttir við ákvörðun Martens að fara frá Barcelona á frjálsri sölu samkvæmt fréttum frá Spáni. Samkvæmt þeim hefur Martens verið með tilboð frá Barcelona á borðinu frá upphafi síðasta tímabils sem hún á að hafa dregið á langinn að samþykkja, á sama tíma og hún virðist hafa verið í viðræðum við önnur lið. Af þeim sökum missir Barcelona leikmanninn frítt sem ergir forráðamenn liðsins, sömu forráðamenn og hafa áður gefið út að þeir muni einungis fá leikmenn til karlaliðsins ef þeir leikmenn koma frítt. View this post on Instagram A post shared by Lieke Martens (@liekemartens) Spænski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
„Eftir fimm yndisleg ár hjá þessu frábæra félagi og í þessari fallegu borg hef ég ákveðið að halda af stað í nýtt ævintýri,“ skrifaði Martens á Instagram í gær. „Ég kom til Barcelona á þeim tíma sem félagið hóf metnaðarfullt verkefni að verða eitt besta félagsliðið í kvennafótboltanum. Við lögðum hart af okkur og ég tel að við höfum náð þeim markmiðum sem við settum okkur fyrir fimm árum síðan.“ Sigur í Meistaradeildinni árið 2021 stendur upp úr hjá Martens á tíma sínum hjá félaginu ásamt því að vera valin besti leikmaður heims af FIFA, sem leikmaður Barcelona, árið 2017. Martens var líka valin leikmaður ársins af UEFA sama ár. „Ég tel tíma minn hjá Barcelona sem eitt af mínum merkustu afrekum. Það hefur verið frábært að taka þátt í að skrifa sögu þessa félags. Nú er kominn tími á annað ævintýri en ég vil þakka félaginu, þjálfurunum, stuðningsmönnum og liðsfélögum fyrir stuðningin sem hjálpaði mér að verða sá leikmaður sem ég er í dag. Ég óska ykkur alls hins vesta og vonandi sé ég ykkur aftur sem fyrst,“ skrifaði Martens. Forráðamenn Barcelona eru langt frá því að vera sáttir við ákvörðun Martens að fara frá Barcelona á frjálsri sölu samkvæmt fréttum frá Spáni. Samkvæmt þeim hefur Martens verið með tilboð frá Barcelona á borðinu frá upphafi síðasta tímabils sem hún á að hafa dregið á langinn að samþykkja, á sama tíma og hún virðist hafa verið í viðræðum við önnur lið. Af þeim sökum missir Barcelona leikmanninn frítt sem ergir forráðamenn liðsins, sömu forráðamenn og hafa áður gefið út að þeir muni einungis fá leikmenn til karlaliðsins ef þeir leikmenn koma frítt. View this post on Instagram A post shared by Lieke Martens (@liekemartens)
Spænski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira