Hollendingar stálu sigrinum gegn Wales | Færeyingar snéru taflinu við Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. júní 2022 21:32 Memphis Depay var hetja Hollendinga í kvöld. James Williamson - AMA/Getty Images Það var nóg um að vera í Þjóðadeildinni í fótbolta í kvöld, en alls voru spilaðir tólf leikir. Hollendingar unnu dramatískan 3-2 sigur gegn Wales og Færeyingar gerðu 2-2 jafntefli gegn Lúxemborg eftir að hafa lent 2-0 undir. Noa Lang kom Hollendingum yfir gegn Wales eftir rétt rúmlega 15 mínútna leik áður en Cody Gakpo tvöfaldaði forystu liðsins sex mínútum síðar. Brennan Johnson minnkaði muninn fyrir Wales á 26. mínútu og staðan var því 2-1 þegar flautað var til hálfleiks. Lengst af leit út fyrir að þetta yrðu lokatölur leiksins, en lokamínúturnar buðu upp á nóg af dramatík. Á 90. mínútu fékk Tyrell Malacia dæmda á sig vítaspyrnu fyrir að hrinda Connor Roberts inni í vítateig. Varamaðurinn Gareth Bale fór á punktinn og jafnaði metin fyrir velska liðið á annarri mínútu uppbótartíma. Velska liðið var enn að hugsa um markið þegar Hollendingar tóku miðjuna og skoruðu strax í næstu sókn. Þar var á ferðinni Memphis Depay og niðurstaðan varð því dramatískur 3-2 sigur Hollendinga. 𝗧𝗵𝗲𝘀𝗲. 𝗳𝗶𝗻𝗮𝗹. 𝗺𝗶𝗻𝘂𝘁𝗲𝘀. 🤯📝🇳🇱 Oranje trekt overwinning over de streep in absolute slotfase ⬎#NationsLeague #NEDWALhttps://t.co/hGaHiro4o9— OnsOranje (@OnsOranje) June 14, 2022 Þá sóttu Færeyingar gott stig er liðið heimsótti Lúxemborg. Heimamenn komust í 2-0 með mörkum sitt hvoru megin við hálfleikinn, en Joannes Bjartalid skoraði tvö mörk með stuttu millibili í síðari hálfleik og tryggði Færeyingum stig. Úrslit kvöldsins A-deild, riðill 3: England 0-4 Ungverjaland Þýskaland 5-2 Ítalía A-deild, riðill 4: Holland 3-2 Wales Pólland 0-1 Belgía B-deild, riðill 1: Armenía 1-4 Skotland Úkraína 1-1 Írland B-deild, riðill 3: Bosnía og Hersegóvína 3-2 Finnland Rúmenía 0-3 Svartfjallaland C-deild, riðill 1: Lúxemborg 2-2 Færeyjar Tyrkland 2-0 Litháen D-deild, riðill 1: Moldavía 2-1 Andorra Liechtenstein 0-2 Lettland Þjóðadeild UEFA Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Noa Lang kom Hollendingum yfir gegn Wales eftir rétt rúmlega 15 mínútna leik áður en Cody Gakpo tvöfaldaði forystu liðsins sex mínútum síðar. Brennan Johnson minnkaði muninn fyrir Wales á 26. mínútu og staðan var því 2-1 þegar flautað var til hálfleiks. Lengst af leit út fyrir að þetta yrðu lokatölur leiksins, en lokamínúturnar buðu upp á nóg af dramatík. Á 90. mínútu fékk Tyrell Malacia dæmda á sig vítaspyrnu fyrir að hrinda Connor Roberts inni í vítateig. Varamaðurinn Gareth Bale fór á punktinn og jafnaði metin fyrir velska liðið á annarri mínútu uppbótartíma. Velska liðið var enn að hugsa um markið þegar Hollendingar tóku miðjuna og skoruðu strax í næstu sókn. Þar var á ferðinni Memphis Depay og niðurstaðan varð því dramatískur 3-2 sigur Hollendinga. 𝗧𝗵𝗲𝘀𝗲. 𝗳𝗶𝗻𝗮𝗹. 𝗺𝗶𝗻𝘂𝘁𝗲𝘀. 🤯📝🇳🇱 Oranje trekt overwinning over de streep in absolute slotfase ⬎#NationsLeague #NEDWALhttps://t.co/hGaHiro4o9— OnsOranje (@OnsOranje) June 14, 2022 Þá sóttu Færeyingar gott stig er liðið heimsótti Lúxemborg. Heimamenn komust í 2-0 með mörkum sitt hvoru megin við hálfleikinn, en Joannes Bjartalid skoraði tvö mörk með stuttu millibili í síðari hálfleik og tryggði Færeyingum stig. Úrslit kvöldsins A-deild, riðill 3: England 0-4 Ungverjaland Þýskaland 5-2 Ítalía A-deild, riðill 4: Holland 3-2 Wales Pólland 0-1 Belgía B-deild, riðill 1: Armenía 1-4 Skotland Úkraína 1-1 Írland B-deild, riðill 3: Bosnía og Hersegóvína 3-2 Finnland Rúmenía 0-3 Svartfjallaland C-deild, riðill 1: Lúxemborg 2-2 Færeyjar Tyrkland 2-0 Litháen D-deild, riðill 1: Moldavía 2-1 Andorra Liechtenstein 0-2 Lettland
A-deild, riðill 3: England 0-4 Ungverjaland Þýskaland 5-2 Ítalía A-deild, riðill 4: Holland 3-2 Wales Pólland 0-1 Belgía B-deild, riðill 1: Armenía 1-4 Skotland Úkraína 1-1 Írland B-deild, riðill 3: Bosnía og Hersegóvína 3-2 Finnland Rúmenía 0-3 Svartfjallaland C-deild, riðill 1: Lúxemborg 2-2 Færeyjar Tyrkland 2-0 Litháen D-deild, riðill 1: Moldavía 2-1 Andorra Liechtenstein 0-2 Lettland
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira