Sól og sumardans ásamt myrkari hliðum tilverunnar Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 17. júní 2022 15:30 Tónlistarmaðurinn Benni Hemm hemm var að gefa út lagið Eitthvað leiður. Aðsend Benni Hemm Hemm var að gefa út lagið Eitthvað leiður í dag, á 17. Júní. Lagið er unnið með hópi öflugs tónlistarfólks sem leika á hin ýmsu hljóðfæri. Blaðamaður tók púlsinn á Benna. Benni segir lagið smekkfullt af sól og sumardansi en snertir, eins og öll betri popplög, einnig á myrkari hliðum tilverunnar. Eins og þegar gúmmíið klárast og fílíngurinn breytist og verður annar. Engar tilviljanir „Sú hugmynd leitaði á mig að gera svona píanóballöðu stuðlag, svo ég prjónaði saman þennan einfalda hljómagang og fann svo næsta texta sem beið í bókinni minni og söng hann ofaná. Tilviljanirnar eru oftast það sem virkar best og yfirleitt alls engar tilviljanir ef út í það er farið. Ég uppgötvaði eftir söngupptökurnar að ég hafði sungið „gúmmíið“ í staðinn fyrir „lakkið„, sem stóð í upphaflega textanum, en ég er mun sáttari við að gúmmíið sé búið, það er mikið betra fyrir lagið. Svo fékk ég herskara fólks í stúdíóið mitt til að leika á öll heimsins hljóðfæri, sonur minn söng meira að segja drengjakórs línuna,“ segir Benni. Cover mynd lagsins Eitthvað leiður.Aðsend 200 rásir „Þetta lag sprengdi algjörlega öll mín eldri met í útsetningum og upptökufræðum, sem gerði hljóðblöndun svolítið snúna (með 200 rásir að malla saman). Það gekk svo ágætlega á endanum með hjálp ráðgjafa og sáluhjálpara, en Prins Póló hefur reynst mér best í þeirri deild, enda hefur hann meistaragráðu í hljóðblöndun popplaga. Arnar Guðjónsson hraðaði svo örlítið á laginu og masteraði og smurði kreminu á þessa rjómatertu sem kom út í dag, á 17. júní.“ Lagið er flutt af Benedikt H. Hermanssyni, Bergrúnu Snæbjörnsdóttur, Inga Garðari Erlendssyni, Kára Hólmari Ragnarssyni, Elsu Kristínu Sigurðardóttur, Sturlaugi Jóni Björnssyni, Tuma Árnasyni, Þorláki Benediktssyni og Lornu Gilfedder. Benedikt tók upp og mixaði og Arnar Guðjónsson masteraði. Texti lagsins: Held ég sé eitthvað leiður Var að gera upp gamlar erjur kannski er ég bara þreyttur af því að gúmmíið er búið og fílíngurinn er annar og breyttur Tónlist Tengdar fréttir „Undirmeðvitundin er stundum svo mikið með á nótunum að hún er langt á undan manni“ Tónlistarmaðurinn Benni Hemm Hemm gefur út breiðskífu miðvikudaginn 8. júní. Platan, sem ber titilinn Benni Hemm Hemm & the Melting Diamond Band III, er þriðja platan sem kemur út úr samstarfi hljómsveitarinnar við Mengi Records. Hún kemur út á stafrænu formi og á vínyl en einnig eru gefin út vídeóverk með öllum tónverkunum. Útgáfu plötunnar verður fagnað með tónleikum í Mengi samdægurs, miðvikudagskvöldið 8. júní. Blaðamaður tók púlsinn á Benna. 6. júní 2022 10:31 „Marglaga unglingadrama með slikju af Kaliforníusólskini“ Benni Hemm Hemm gefur í dag út lagið Ísskápurinn. Lagið er önnur smáskífan af væntanlegri plötu frá Benna. 26. ágúst 2021 11:15 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Benni segir lagið smekkfullt af sól og sumardansi en snertir, eins og öll betri popplög, einnig á myrkari hliðum tilverunnar. Eins og þegar gúmmíið klárast og fílíngurinn breytist og verður annar. Engar tilviljanir „Sú hugmynd leitaði á mig að gera svona píanóballöðu stuðlag, svo ég prjónaði saman þennan einfalda hljómagang og fann svo næsta texta sem beið í bókinni minni og söng hann ofaná. Tilviljanirnar eru oftast það sem virkar best og yfirleitt alls engar tilviljanir ef út í það er farið. Ég uppgötvaði eftir söngupptökurnar að ég hafði sungið „gúmmíið“ í staðinn fyrir „lakkið„, sem stóð í upphaflega textanum, en ég er mun sáttari við að gúmmíið sé búið, það er mikið betra fyrir lagið. Svo fékk ég herskara fólks í stúdíóið mitt til að leika á öll heimsins hljóðfæri, sonur minn söng meira að segja drengjakórs línuna,“ segir Benni. Cover mynd lagsins Eitthvað leiður.Aðsend 200 rásir „Þetta lag sprengdi algjörlega öll mín eldri met í útsetningum og upptökufræðum, sem gerði hljóðblöndun svolítið snúna (með 200 rásir að malla saman). Það gekk svo ágætlega á endanum með hjálp ráðgjafa og sáluhjálpara, en Prins Póló hefur reynst mér best í þeirri deild, enda hefur hann meistaragráðu í hljóðblöndun popplaga. Arnar Guðjónsson hraðaði svo örlítið á laginu og masteraði og smurði kreminu á þessa rjómatertu sem kom út í dag, á 17. júní.“ Lagið er flutt af Benedikt H. Hermanssyni, Bergrúnu Snæbjörnsdóttur, Inga Garðari Erlendssyni, Kára Hólmari Ragnarssyni, Elsu Kristínu Sigurðardóttur, Sturlaugi Jóni Björnssyni, Tuma Árnasyni, Þorláki Benediktssyni og Lornu Gilfedder. Benedikt tók upp og mixaði og Arnar Guðjónsson masteraði. Texti lagsins: Held ég sé eitthvað leiður Var að gera upp gamlar erjur kannski er ég bara þreyttur af því að gúmmíið er búið og fílíngurinn er annar og breyttur
Tónlist Tengdar fréttir „Undirmeðvitundin er stundum svo mikið með á nótunum að hún er langt á undan manni“ Tónlistarmaðurinn Benni Hemm Hemm gefur út breiðskífu miðvikudaginn 8. júní. Platan, sem ber titilinn Benni Hemm Hemm & the Melting Diamond Band III, er þriðja platan sem kemur út úr samstarfi hljómsveitarinnar við Mengi Records. Hún kemur út á stafrænu formi og á vínyl en einnig eru gefin út vídeóverk með öllum tónverkunum. Útgáfu plötunnar verður fagnað með tónleikum í Mengi samdægurs, miðvikudagskvöldið 8. júní. Blaðamaður tók púlsinn á Benna. 6. júní 2022 10:31 „Marglaga unglingadrama með slikju af Kaliforníusólskini“ Benni Hemm Hemm gefur í dag út lagið Ísskápurinn. Lagið er önnur smáskífan af væntanlegri plötu frá Benna. 26. ágúst 2021 11:15 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Undirmeðvitundin er stundum svo mikið með á nótunum að hún er langt á undan manni“ Tónlistarmaðurinn Benni Hemm Hemm gefur út breiðskífu miðvikudaginn 8. júní. Platan, sem ber titilinn Benni Hemm Hemm & the Melting Diamond Band III, er þriðja platan sem kemur út úr samstarfi hljómsveitarinnar við Mengi Records. Hún kemur út á stafrænu formi og á vínyl en einnig eru gefin út vídeóverk með öllum tónverkunum. Útgáfu plötunnar verður fagnað með tónleikum í Mengi samdægurs, miðvikudagskvöldið 8. júní. Blaðamaður tók púlsinn á Benna. 6. júní 2022 10:31
„Marglaga unglingadrama með slikju af Kaliforníusólskini“ Benni Hemm Hemm gefur í dag út lagið Ísskápurinn. Lagið er önnur smáskífan af væntanlegri plötu frá Benna. 26. ágúst 2021 11:15