Xavi sagður ósáttur við Piqué sem svarar fyrir sig Valur Páll Eiríksson skrifar 14. júní 2022 14:30 Xavi ræðir við Pique í leik Barcelona og Villareal í vetur. Eric Alonso/Getty Images Xavi Hernández, þjálfari Barcelona, er sagður íhuga að losa sig við fyrrum liðsfélaga sinn til margra ára, Gerard Piqué. Sá síðarnefndi virðist hins vegar tilbúinn að gera margt til að vera áfram. Piqué og Xavi léku saman með Barcelona frá 2008 til 2015 þegar sá síðarnefndi yfirgaf félagið til að fara til Katar. Einnig léku þeir saman með spænska landsliðinu frá 2009 til 2014 þar sem þeir unnu saman HM 2010 og EM 2012. Eitthvað hefur kastast í kekki milli þeirra félaga eftir að Xavi varð yfirmaður Piqué þegar hann tók við sem þjálfari Barcelona í fyrra. Spænskir fjölmiðlar greina frá því að Xavi sé ósáttur við hugarfar Piqué þar sem hann einblíni meira á líf sitt utan vallar en innan hans. Þjálfarinn sé hræddur um að hann geti ekki treyst á miðvörðinn. Piqué er orðinn 35 ára gamall og hefur vakið athygli fyrir fjárfestingar sínar undanfarin ár. Hann er stofnandi fyrirtækisins Kosmos Holding sem gerði þriggja milljarða evra samning við Alþjóðatennissambandið vegna framþróunar á Davis-bikarnum, auk þess að standa að fantasy-fótboltaleikjum og eiga meirihluta í tveimur íþróttafélögum; FC Andorra og Gimnástic Manresa. Spænskum fjölmiðlum deilir á um hvort Piqué verði áfram hjá Barcelona eða ekki. Einhverjir segja hann á förum meðan aðrir, til að mynda COPE, segja hann hafa lofað Xavi að fótboltinn verði fremst í hans forgangsröð og verði því áfram. Sport.es segir Piqué vera reiðubúinn að taka á sig launalækkun til að vera áfram og koma í leiðinni til móts við félagið vegna fjárhagskragga þess. Miðillinn segir hann hafa sagt við Joan Laporta, forseta Barcelona, að kaupa besta miðvörð heims til þess eins að sjá hann sitja á bekknum, á eftir Piqué sjálfum sem verði í byrjunarliðinu á komandi tímabili sama hver verði keyptur. Piqué svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum í dag þar sem hann birti myndband af sér að taka rækilega á því í ræktinni. There is no "offseason" pic.twitter.com/HQplCKNjGC— FC Barcelona (@FCBarcelona) June 14, 2022 Piqué berst um miðvarðastöðuna hjá Barcelona við Ronald Araújo, Eric García og Clément Llenglet. Þá er Daninn Andreas Christensen sagður á leið til félagsins þegar samningur hans við Chelsea rennur út um mánaðamótin. Spænski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Leik lokið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Piqué og Xavi léku saman með Barcelona frá 2008 til 2015 þegar sá síðarnefndi yfirgaf félagið til að fara til Katar. Einnig léku þeir saman með spænska landsliðinu frá 2009 til 2014 þar sem þeir unnu saman HM 2010 og EM 2012. Eitthvað hefur kastast í kekki milli þeirra félaga eftir að Xavi varð yfirmaður Piqué þegar hann tók við sem þjálfari Barcelona í fyrra. Spænskir fjölmiðlar greina frá því að Xavi sé ósáttur við hugarfar Piqué þar sem hann einblíni meira á líf sitt utan vallar en innan hans. Þjálfarinn sé hræddur um að hann geti ekki treyst á miðvörðinn. Piqué er orðinn 35 ára gamall og hefur vakið athygli fyrir fjárfestingar sínar undanfarin ár. Hann er stofnandi fyrirtækisins Kosmos Holding sem gerði þriggja milljarða evra samning við Alþjóðatennissambandið vegna framþróunar á Davis-bikarnum, auk þess að standa að fantasy-fótboltaleikjum og eiga meirihluta í tveimur íþróttafélögum; FC Andorra og Gimnástic Manresa. Spænskum fjölmiðlum deilir á um hvort Piqué verði áfram hjá Barcelona eða ekki. Einhverjir segja hann á förum meðan aðrir, til að mynda COPE, segja hann hafa lofað Xavi að fótboltinn verði fremst í hans forgangsröð og verði því áfram. Sport.es segir Piqué vera reiðubúinn að taka á sig launalækkun til að vera áfram og koma í leiðinni til móts við félagið vegna fjárhagskragga þess. Miðillinn segir hann hafa sagt við Joan Laporta, forseta Barcelona, að kaupa besta miðvörð heims til þess eins að sjá hann sitja á bekknum, á eftir Piqué sjálfum sem verði í byrjunarliðinu á komandi tímabili sama hver verði keyptur. Piqué svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum í dag þar sem hann birti myndband af sér að taka rækilega á því í ræktinni. There is no "offseason" pic.twitter.com/HQplCKNjGC— FC Barcelona (@FCBarcelona) June 14, 2022 Piqué berst um miðvarðastöðuna hjá Barcelona við Ronald Araújo, Eric García og Clément Llenglet. Þá er Daninn Andreas Christensen sagður á leið til félagsins þegar samningur hans við Chelsea rennur út um mánaðamótin.
Spænski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Leik lokið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira