Hamilton kveðst klár í slaginn þrátt fyrir bakmeiðsli Valur Páll Eiríksson skrifar 13. júní 2022 13:31 Meiðslin stöðva Hamilton ekki frá þátttöku í Kanada um helgina. Clive Rose/Getty Images Lewis Hamilton, ökuþór á Mercedes í Formúlu 1, segir að bakmeiðsli sem háðu honum í kappakstrinum í Aserbaídsjan um helgina muni ekki koma í veg fyrir þátttöku hans í Kanada næstu helgi. Hamilton varð fjórði í mark í Bakú um helgina en aðeins félagi hans á Mercedes, George Russell, og Sergio Pérez og Max Verstappen, báðir á Red Bull, voru á undan honum í mark. Bakmeiðsli voru að stríða Hamilton á meðan kappakstrinum stóð og eftir hann. Hann þurfti meðal annars hjálp við að stíga upp úr bíl sínum að keppni lokinni. Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes, viðurkenndi að mikið hoss á Mercedes-bílnum hefði þessa hliðarverkun í för með sér. Mercedes hóf tímabilið afleitlega, þar sem téð hoss á bílnum olli vandræðum, en hafa bætt árangurinn undanfarnar vikur. Hamilton þurfti aðstoð upp úr bílnum um helgina og hélt töluvert um bakið.Bryn Lennon - Formula 1/Formula 1 via Getty Images „Gærdagurinn var erfiður og ég átti í einhverjum vandræðum með að sofa en vaknaði jákvæður í morgun. Bakið er aumt og marið en það ekkert sem betur fer ekki alvarlegt. Ég hef sinnt nálustungum og sjúkraþjálfun með Ang [sjúkraþjálfari hans Angela Cullen] og er á leið að hitta liðið til að vinna að frekari bætingu. Við þurfum að berjast áfram,“ er á meðal þess sem Hamilton sagði í sögu (e. story) sinni Instagram þar sem hann staðfesti jafnframt að hann yrði á meðal keppenda í næsta kappakstri sem fer fram í Kanada um helgina. Hamilton rétt missti af heimsmeistaratitlinum í hendur Max Verstappen í lokakeppni síðasta tímabils. Hann er langt frá því að keppa um titilinn í ár en hann er sjötti í keppni ökuþóra með 62 stig, heilum 37 stigum á eftir liðsfélaga sínum George Russell sem er fjórði með 99 stig. Heimsmeistarinn Verstappen leiðir keppni ökuþóra með 150 stig eftir sigur sinn um helgina en liðsfélagi hans Pérez er með 129 stig. Formúla Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Hamilton varð fjórði í mark í Bakú um helgina en aðeins félagi hans á Mercedes, George Russell, og Sergio Pérez og Max Verstappen, báðir á Red Bull, voru á undan honum í mark. Bakmeiðsli voru að stríða Hamilton á meðan kappakstrinum stóð og eftir hann. Hann þurfti meðal annars hjálp við að stíga upp úr bíl sínum að keppni lokinni. Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes, viðurkenndi að mikið hoss á Mercedes-bílnum hefði þessa hliðarverkun í för með sér. Mercedes hóf tímabilið afleitlega, þar sem téð hoss á bílnum olli vandræðum, en hafa bætt árangurinn undanfarnar vikur. Hamilton þurfti aðstoð upp úr bílnum um helgina og hélt töluvert um bakið.Bryn Lennon - Formula 1/Formula 1 via Getty Images „Gærdagurinn var erfiður og ég átti í einhverjum vandræðum með að sofa en vaknaði jákvæður í morgun. Bakið er aumt og marið en það ekkert sem betur fer ekki alvarlegt. Ég hef sinnt nálustungum og sjúkraþjálfun með Ang [sjúkraþjálfari hans Angela Cullen] og er á leið að hitta liðið til að vinna að frekari bætingu. Við þurfum að berjast áfram,“ er á meðal þess sem Hamilton sagði í sögu (e. story) sinni Instagram þar sem hann staðfesti jafnframt að hann yrði á meðal keppenda í næsta kappakstri sem fer fram í Kanada um helgina. Hamilton rétt missti af heimsmeistaratitlinum í hendur Max Verstappen í lokakeppni síðasta tímabils. Hann er langt frá því að keppa um titilinn í ár en hann er sjötti í keppni ökuþóra með 62 stig, heilum 37 stigum á eftir liðsfélaga sínum George Russell sem er fjórði með 99 stig. Heimsmeistarinn Verstappen leiðir keppni ökuþóra með 150 stig eftir sigur sinn um helgina en liðsfélagi hans Pérez er með 129 stig.
Formúla Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira