„Hjartahlaupurum“ í Danmörku fjölgað um 25 þúsund vegna Eriksen Valur Páll Eiríksson skrifar 13. júní 2022 12:31 Það virðist sem mikil vitundarvakning hafi orðið í Danmörku frá því að Eriksen fór í hjartastopp síðasta sumar. Stuart Franklin/Getty Images Gríðarleg aukning hefur orðið á svokölluðum „hjartahlaupurum“ í Danmörku þar sem hvert fyrstu hjálpar námskeiðið á fætur öðru er fullsetið eftir hjartaáfall Christians Eriksen, leikmanns danska karlalandsliðsins í fótbolta, á EM í fyrra. Eriksen hneig niður og fór í hjartastopp er Danmörk mætti Finnlandi á Parken í Kaupmannahöfn síðasta sumar. Eriksen var endurlífgaður á vellinum og við tók um hálfs árs endurhæfing áður en hann sneri aftur á völlinn með Brentford í ensku úrvalsdeildinni í febrúar. Töluverð fjölgun hefur orðið á svokölluðum „hjartahlaupurum“ (d. hjerteløbere) í landinu frá því að atvikið varð. Þeir eru hluti af verkefni sem Trygfonden (Öryggissjóðurinn) stendur að. Fólk sem hefur lokið fyrstu hjálpar námskeiði er þá með smáforrit í símanum sínum sem sendir tilkynningu ef einhver fær hjartaáfall í nágrenninu. Viðkomandi getur þá í mörgum tilfellum brugðist fyrr við en sjúkraliðar. Grethe Thomas, verkefnastýra hjá Trygfonden, segir við Berglinske Tidinde að 700 manns hafi skráð sig helgina sem Eriksen hneig niður. Síðan þá hafi um 500 bæst við vikulega. „Við sáum gríðarlega aukningu skráninga strax eftir að Christian Eriksen hneig niður á Parken, það var mikil eftirspurn eftir því að verða hjartahlaupari,“ segir hún. Tæplega 114 þúsund hjartahlauparar voru skráðir í Danmörku fyrir ári síðan. Sú tala er komin nær 140 þúsund í dag og var aukningin því um rúmlega 25 þúsund, eða 23 prósent á einu ári. „Hjartahlaupararnir eru nauðsynlegir fyrir þá sem fá hjartaáfall, til að auka lífslíkur og lífsgæði. Einfaldlega vegna þess að þeir í næsta nágrenni,“ „Við vitum að lífslíkur falla um tíu prósent fyrir hverja mínútu sem líður,“ segir Thomas. Í Danmörku fá um fimm þúsund manns hjartaáfall utan sjúkrahúsa árlega, eða um 13 manns á dag að meðaltali. Hjartastopp hjá Christian Eriksen Danmörk Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Leik lokið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira
Eriksen hneig niður og fór í hjartastopp er Danmörk mætti Finnlandi á Parken í Kaupmannahöfn síðasta sumar. Eriksen var endurlífgaður á vellinum og við tók um hálfs árs endurhæfing áður en hann sneri aftur á völlinn með Brentford í ensku úrvalsdeildinni í febrúar. Töluverð fjölgun hefur orðið á svokölluðum „hjartahlaupurum“ (d. hjerteløbere) í landinu frá því að atvikið varð. Þeir eru hluti af verkefni sem Trygfonden (Öryggissjóðurinn) stendur að. Fólk sem hefur lokið fyrstu hjálpar námskeiði er þá með smáforrit í símanum sínum sem sendir tilkynningu ef einhver fær hjartaáfall í nágrenninu. Viðkomandi getur þá í mörgum tilfellum brugðist fyrr við en sjúkraliðar. Grethe Thomas, verkefnastýra hjá Trygfonden, segir við Berglinske Tidinde að 700 manns hafi skráð sig helgina sem Eriksen hneig niður. Síðan þá hafi um 500 bæst við vikulega. „Við sáum gríðarlega aukningu skráninga strax eftir að Christian Eriksen hneig niður á Parken, það var mikil eftirspurn eftir því að verða hjartahlaupari,“ segir hún. Tæplega 114 þúsund hjartahlauparar voru skráðir í Danmörku fyrir ári síðan. Sú tala er komin nær 140 þúsund í dag og var aukningin því um rúmlega 25 þúsund, eða 23 prósent á einu ári. „Hjartahlaupararnir eru nauðsynlegir fyrir þá sem fá hjartaáfall, til að auka lífslíkur og lífsgæði. Einfaldlega vegna þess að þeir í næsta nágrenni,“ „Við vitum að lífslíkur falla um tíu prósent fyrir hverja mínútu sem líður,“ segir Thomas. Í Danmörku fá um fimm þúsund manns hjartaáfall utan sjúkrahúsa árlega, eða um 13 manns á dag að meðaltali.
Hjartastopp hjá Christian Eriksen Danmörk Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Leik lokið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira