Þurfti að rifta samningnum til þess að fá læknisaðstoð á Íslandi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. júní 2022 10:16 Dagur Kár Jónsson þurfti að rifta samningi sínum við spænska félagið Ourense. Vísir/Sigurjón Dagur Kár Jónsson varð að rifta samningi sínum við spænskt körfuboltafélag til að fá viðeigandi læknisaðstoð hér á landi. Dagur samdi við KR í vor og mun leika með liðinu á næsta tímabili í Subway-deild karla, en hann lék áður með spænska liðinu Ourense. Dagur greindist með hjartavöðvabólgu þegar heim var komið til Íslands. „Á æfingum þá byrja ég bara að finna að það er eitthvað skrítið í gangi, ég er með einhvern skrítinn hjartslátt,“ sagði Dagur í samtali við Stöð 2 í gær. „Ég fer nokkrum sinnum upp á spítala og þar eru teki hjartalínurit en það er ekkert að finnast þar. Þetta gerist nokkrum sinnum og ég reyni bara að harka þetta af mér í kannski einn og hálfan mánuð.“ „Þarna er líka komin bara pressa frá liðinu að standa sig og spila. En svo kemur bara að því að ég fæ hreinlega nóg. Ég finn að það er eitthvað virkilega mikið að og mér líður ekki vel. Þannig að ég enda bara á því að rifta samningnum mínum og koma heim.“ „Það er ekki fyrr en ég kem heim að ég fæ almennilega læknisaðstoð og fer í réttu prófin og þá kemur í ljós þessi hjartavöðvabólga.“ Dagur segist þó þakklátur fyrir að hafa komist að því hvað það var sem var að hrjá hann. „En ég er bara þakklátur fyrir að vita hvað þetta er. Þetta þarf ekkert að vera neitt hræðilegt og hefði getað verið miklu verra. Þannig ég er bara mjög spenntur að komast aftur á rétt ról.“ „Sem betur fer þarf þetta ekki að vera neitt rosalega alvarlegt. Aðalatriðið var að hvíla vel. Ég tók þarna þrjá mánuði þar sem ég var alveg off. Þetta hefði getað farið verr ef maður hefði haldið áfram á fullu. Þannig ég er bara þakklátur að þetta hafi fundist og sé á réttri leið,“ sagði Dagur að lokum. Klippa: Þurfti að rifta samningnum til þess að fá læknisaðstoð á Íslandi Körfubolti Subway-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Dagur samdi við KR í vor og mun leika með liðinu á næsta tímabili í Subway-deild karla, en hann lék áður með spænska liðinu Ourense. Dagur greindist með hjartavöðvabólgu þegar heim var komið til Íslands. „Á æfingum þá byrja ég bara að finna að það er eitthvað skrítið í gangi, ég er með einhvern skrítinn hjartslátt,“ sagði Dagur í samtali við Stöð 2 í gær. „Ég fer nokkrum sinnum upp á spítala og þar eru teki hjartalínurit en það er ekkert að finnast þar. Þetta gerist nokkrum sinnum og ég reyni bara að harka þetta af mér í kannski einn og hálfan mánuð.“ „Þarna er líka komin bara pressa frá liðinu að standa sig og spila. En svo kemur bara að því að ég fæ hreinlega nóg. Ég finn að það er eitthvað virkilega mikið að og mér líður ekki vel. Þannig að ég enda bara á því að rifta samningnum mínum og koma heim.“ „Það er ekki fyrr en ég kem heim að ég fæ almennilega læknisaðstoð og fer í réttu prófin og þá kemur í ljós þessi hjartavöðvabólga.“ Dagur segist þó þakklátur fyrir að hafa komist að því hvað það var sem var að hrjá hann. „En ég er bara þakklátur fyrir að vita hvað þetta er. Þetta þarf ekkert að vera neitt hræðilegt og hefði getað verið miklu verra. Þannig ég er bara mjög spenntur að komast aftur á rétt ról.“ „Sem betur fer þarf þetta ekki að vera neitt rosalega alvarlegt. Aðalatriðið var að hvíla vel. Ég tók þarna þrjá mánuði þar sem ég var alveg off. Þetta hefði getað farið verr ef maður hefði haldið áfram á fullu. Þannig ég er bara þakklátur að þetta hafi fundist og sé á réttri leið,“ sagði Dagur að lokum. Klippa: Þurfti að rifta samningnum til þess að fá læknisaðstoð á Íslandi
Körfubolti Subway-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti