Heimildamynd um afmælistónleika FM95BLÖ kemur út í sumar Smári Jökull Jónsson skrifar 10. júní 2022 22:00 Stemmningin á tónleikunum þann 13.maí var mögnuð enda Laugardalshöllin troðfull. Vísir Strákarnir í FM95BLÖ héldu stórtónleika þann 13.maí í Laugardalshöllinni þar sem þeir fögnuðu 10 ára afmæli útvarpsþáttanna. Nú er á leiðinni heimildamynd um tónleikana. Þeir Auddi Blö, Steindi Jr. og Egill Einarsson mynda tríóið á bakvið FM95BLÖ en tíu ár eru síðan útvarpsþátturinn fór í loftið. Fyrstu árin var hann sendur út fimm sinnum í viku en nú er hann á dagskrá alla föstudaga klukkan 16:00 á FM957 og er meðal vinsælustu útvarpsþátta landsins. Í tilefni 10 ára afmælisins voru haldnir stórtónleikar í Laugardalshöllinni þann 13.maí síðastliðinn. Uppselt var í Höllina en fjölmargir listamenn komu fram á tónleikunum, Basshunter, Bríet, Friðrik Dór, Aron Can, Jóhanna Guðrún, DJ Muscleboy, Sverrir Bergmann, Birgitta Haukdal, Sveppi, Birnir, Flóni, ClubDub og Rikki G. Nú er á leiðinni heimildamynd þar sem skyggnst verður á bakvið tjöldin á tónleikunum. Árni Beinteinn er leikstjóri myndarinnar en búið er að gefa út sýnishorn úr myndinni. „Að gera svona „aftermovie“ tíðkast almennt á stórum sambærilegum tónlistarhátíðum í útlöndum og markmiðið er að fanga stuðið á stærstu tónleikum íslandssögunnar þar sem stemmningin var bókstaflega sturluð,“ sagði Árni Beinteinn þegar Vísir náði tali af honum. Árni er útskrifaður af leikarabraut í Listaháskóla Íslands og hefur komið fram í nokkrum leikritum. „Ég var bæði að taka myndefni bakvið tjöldin og úr sal með landslið aðstoðarmanna á myndavélum á mikilvægum augnablikum. Fólk hafði aldrei séð neitt í líkingu við þetta kvöld og nú er verkefnið framundan að koma þessu til skila.“ „Erfiðara að nálgast en uppskriftina að kók“ Hann segir að myndin hefði helst þurft að vera í fullri lengd en segist ætla að hafa hana hnitmiðaða til að halda athygli fólks. „Það ríkir gríðarleg leynd yfir innihaldi og myndefni frá viðburðinum enda stórar stjörnur á bakvið tjöldin og maður finnur að spenningurinn fyrir myndinni eykst stöðugt. Nú var loksins búið að henda saman „trailer“ en bara að horfa á efnið í rauntíma úr öllum vélum tæki fjóra mánuði.“ Hann segist passa vel upp á myndefnið. „Eins og er geymi ég allt á flakkara sem er erfiðara að nálgast en uppskriftina að kók.“ Hann segir að í myndinni verði stemmning á því stigi sem enginn hefur séð - nema þá mögulega í sýnishorninu. „Það verða stór nöfn úr tónlistarsenunni á bakvið tjöldin sem tjá sig og að sjálfsögðu tökum við reglulega púlsinn á afmælisstrákunum sem báru hitann og þungann af vörumerkinu þetta kvöld.“ „Almennt er markmiðið að vanda til verka svo fólk geti sleppt því að kaupa miða á tónleikahátíðir erlendis og byrjað að undirbúa sig fyrir 20 ára afmælið.“ FM95BLÖ FM957 Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira
Þeir Auddi Blö, Steindi Jr. og Egill Einarsson mynda tríóið á bakvið FM95BLÖ en tíu ár eru síðan útvarpsþátturinn fór í loftið. Fyrstu árin var hann sendur út fimm sinnum í viku en nú er hann á dagskrá alla föstudaga klukkan 16:00 á FM957 og er meðal vinsælustu útvarpsþátta landsins. Í tilefni 10 ára afmælisins voru haldnir stórtónleikar í Laugardalshöllinni þann 13.maí síðastliðinn. Uppselt var í Höllina en fjölmargir listamenn komu fram á tónleikunum, Basshunter, Bríet, Friðrik Dór, Aron Can, Jóhanna Guðrún, DJ Muscleboy, Sverrir Bergmann, Birgitta Haukdal, Sveppi, Birnir, Flóni, ClubDub og Rikki G. Nú er á leiðinni heimildamynd þar sem skyggnst verður á bakvið tjöldin á tónleikunum. Árni Beinteinn er leikstjóri myndarinnar en búið er að gefa út sýnishorn úr myndinni. „Að gera svona „aftermovie“ tíðkast almennt á stórum sambærilegum tónlistarhátíðum í útlöndum og markmiðið er að fanga stuðið á stærstu tónleikum íslandssögunnar þar sem stemmningin var bókstaflega sturluð,“ sagði Árni Beinteinn þegar Vísir náði tali af honum. Árni er útskrifaður af leikarabraut í Listaháskóla Íslands og hefur komið fram í nokkrum leikritum. „Ég var bæði að taka myndefni bakvið tjöldin og úr sal með landslið aðstoðarmanna á myndavélum á mikilvægum augnablikum. Fólk hafði aldrei séð neitt í líkingu við þetta kvöld og nú er verkefnið framundan að koma þessu til skila.“ „Erfiðara að nálgast en uppskriftina að kók“ Hann segir að myndin hefði helst þurft að vera í fullri lengd en segist ætla að hafa hana hnitmiðaða til að halda athygli fólks. „Það ríkir gríðarleg leynd yfir innihaldi og myndefni frá viðburðinum enda stórar stjörnur á bakvið tjöldin og maður finnur að spenningurinn fyrir myndinni eykst stöðugt. Nú var loksins búið að henda saman „trailer“ en bara að horfa á efnið í rauntíma úr öllum vélum tæki fjóra mánuði.“ Hann segist passa vel upp á myndefnið. „Eins og er geymi ég allt á flakkara sem er erfiðara að nálgast en uppskriftina að kók.“ Hann segir að í myndinni verði stemmning á því stigi sem enginn hefur séð - nema þá mögulega í sýnishorninu. „Það verða stór nöfn úr tónlistarsenunni á bakvið tjöldin sem tjá sig og að sjálfsögðu tökum við reglulega púlsinn á afmælisstrákunum sem báru hitann og þungann af vörumerkinu þetta kvöld.“ „Almennt er markmiðið að vanda til verka svo fólk geti sleppt því að kaupa miða á tónleikahátíðir erlendis og byrjað að undirbúa sig fyrir 20 ára afmælið.“
FM95BLÖ FM957 Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira