Salah og Kerr þóttu standa upp úr Hjörvar Ólafsson skrifar 9. júní 2022 20:14 Mohamed Salah fékk í kvöld enn eina rósina í hnappagat sitt. Vísir/Getty Samtök atvinnufóboltafólks, PFA, kunngjörðu í kvöld hvaða leikmenn urðu hlutskarpastir í kosningu um leikmann ársins á nýloknu keppnistímabili í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla og kvenna. Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, og Sam Kerr, sem leikur fyrir Chelsea voru valin bestu leikmenn tímabilsins. Salah varð ásamt Son Heung-Minm markahæstur í ensku úrvalsdeildinni karlamegin með 23 mörk en Salah gaf einnig 13 stoðsendingar á samherja sína hjá Liverpool sem höfnuðu í öðru sæti deildarinnar. Sam Kerr er fyrsta ástralska fótboltakonan sem fær téð verðlaun. Vísir/Getty Kerr skoraði svo mest í kvennaflokki en 20 mörk hennar áttu ríkan þátt í því að Chelsea varð enskur meistari. Chelsea vann einnig enska bikarinn á síðustu leiktíð. Manchester City átti svo besta unga leikmanninn bæði í karla- og kvennaflokki. Phil Foden hlaut þá nafnbót annað árið í röð og Lauren Hemp fjórða árið í röð. Salah varð í kvöld níundi leikmaðurinn til þess að vera kjörinn besti leikmaðurinn af samtökum atvinnufólks tvisvar sinnum en áður höfðu Mark Hughes, Alan Shearer, Thierry Henry, Gareth Bale, Kevin de Bruyne, Lucy Bronze og Fran Kirby náð þeim áfanga. Liverpool átti svo sex fulltrúa í liði leiktíðarinnar hjá körlunum en einungis tveir leikmenn liðsins eru ekki leikmenn Manchester City eða Liverpool. Liðið er þannig skipað: Mark: Alisson Becker, Liverpool Vörn: Trent Alexander-Arnold, Liverpool, Virgil van Dijk, Liverpool, Antonio Rüdiger, Chelsea, Joao Cancelo, Manchester City. Miðja: Kevin De Bruyne, Manchester City, Thiago Alcantara, Liverpool, Bernardo Silva, Manchester City. Sókn: Mohamed Salah, Liverpool, Cristiano Ronaldo, Manchester United, Sadio Mané, Liverpool. Lið ársins hjá konunum samanstendur svo af eftirtöldum leikmönnum: Mark: Ann-Katrin Berger, Chelsea Vörn: Ona Batlle, Manchester United, Millie Bright, Chelsea, Leah Williamson, Arsenal, Alex Greenwood Manchester City. Miðja: Kim Little, Arsenal, Caroline Weir, Manchester City, Guro Reiten, Chelsea. Sókn: Vivianne Miedema, Arsenal, Sam Kerr, Chelsea, Lauren Hemp, Manchester City. Enski boltinn Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Fleiri fréttir Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Sjá meira
Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, og Sam Kerr, sem leikur fyrir Chelsea voru valin bestu leikmenn tímabilsins. Salah varð ásamt Son Heung-Minm markahæstur í ensku úrvalsdeildinni karlamegin með 23 mörk en Salah gaf einnig 13 stoðsendingar á samherja sína hjá Liverpool sem höfnuðu í öðru sæti deildarinnar. Sam Kerr er fyrsta ástralska fótboltakonan sem fær téð verðlaun. Vísir/Getty Kerr skoraði svo mest í kvennaflokki en 20 mörk hennar áttu ríkan þátt í því að Chelsea varð enskur meistari. Chelsea vann einnig enska bikarinn á síðustu leiktíð. Manchester City átti svo besta unga leikmanninn bæði í karla- og kvennaflokki. Phil Foden hlaut þá nafnbót annað árið í röð og Lauren Hemp fjórða árið í röð. Salah varð í kvöld níundi leikmaðurinn til þess að vera kjörinn besti leikmaðurinn af samtökum atvinnufólks tvisvar sinnum en áður höfðu Mark Hughes, Alan Shearer, Thierry Henry, Gareth Bale, Kevin de Bruyne, Lucy Bronze og Fran Kirby náð þeim áfanga. Liverpool átti svo sex fulltrúa í liði leiktíðarinnar hjá körlunum en einungis tveir leikmenn liðsins eru ekki leikmenn Manchester City eða Liverpool. Liðið er þannig skipað: Mark: Alisson Becker, Liverpool Vörn: Trent Alexander-Arnold, Liverpool, Virgil van Dijk, Liverpool, Antonio Rüdiger, Chelsea, Joao Cancelo, Manchester City. Miðja: Kevin De Bruyne, Manchester City, Thiago Alcantara, Liverpool, Bernardo Silva, Manchester City. Sókn: Mohamed Salah, Liverpool, Cristiano Ronaldo, Manchester United, Sadio Mané, Liverpool. Lið ársins hjá konunum samanstendur svo af eftirtöldum leikmönnum: Mark: Ann-Katrin Berger, Chelsea Vörn: Ona Batlle, Manchester United, Millie Bright, Chelsea, Leah Williamson, Arsenal, Alex Greenwood Manchester City. Miðja: Kim Little, Arsenal, Caroline Weir, Manchester City, Guro Reiten, Chelsea. Sókn: Vivianne Miedema, Arsenal, Sam Kerr, Chelsea, Lauren Hemp, Manchester City.
Enski boltinn Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Fleiri fréttir Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Sjá meira