Liverpool nær samkomulagi við Núñez Valur Páll Eiríksson skrifar 9. júní 2022 13:51 Nunez í baráttunni við Joel Matip í leik Liverpool og Benfica í Meistaradeildinni í vor. Fátt virðist koma í veg fyrir að þeir verði liðsfélagar á næstu dögum. Marc Atkins/Getty Images Liverpool hefur samið við úrúgvæska framherjann Darwin Núñez um kaup og kjör og aðeins samkomulag um kaupverð stendur í vegi fyrir vistaskiptum hans frá Benfica í Portúgal til ensku bikarmeistaranna. The Athletic greinir frá því að Liverpool hafi náð samkomulagi við Núñez. Greint var frá því í gær að Liverpool væri í viðræðum við Benfica um kaup á honum og virðist félagið hafa unnið hratt í samningamálum við leikmanninn sjálfan. Búist er við því að hann muni kosta Liverpool allt að 100 milljónir evra, um 80 milljónir punda, og yrði hann þar með dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Líklegt þykir að Liverpool greiði 80 milljónir evra fyrirfram og 20 milljónir geti fylgt í árangurstengdum greiðslum. Núñez er sagður hafa samþykkt fimm ára samning með um sex milljónir evra í árslaun. Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, er sagður vera mikill aðdáandi leikmannsins en hann skoraði 34 mörk í 41 leik fyrir Benfica á síðustu leiktíð, þar á meðal skoraði hann gegn Liverpool er liðin áttust við í Meistaradeild Evrópu. Klopp heillaðist víst mikið af þeim úrúgvæska í einvígi liðanna og Virgil van Dijk, miðvörður Liverpool, lét nýlega hafa eftir sér að Núñez væri á meðal öflugustu mótherja sem hann hefði mætt. Líklegt þykir að Núñez fylli í skarð Sadio Mané hjá Liverpool en sá senegalski er líklega á leið til Bayern Munchen í Þýskalandi. Þau skipti hafa legið í loftinu um þónokkurn tíma en félögin eiga þar eftir að ná samkomulagi um kaupverð. Enski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Sjá meira
The Athletic greinir frá því að Liverpool hafi náð samkomulagi við Núñez. Greint var frá því í gær að Liverpool væri í viðræðum við Benfica um kaup á honum og virðist félagið hafa unnið hratt í samningamálum við leikmanninn sjálfan. Búist er við því að hann muni kosta Liverpool allt að 100 milljónir evra, um 80 milljónir punda, og yrði hann þar með dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Líklegt þykir að Liverpool greiði 80 milljónir evra fyrirfram og 20 milljónir geti fylgt í árangurstengdum greiðslum. Núñez er sagður hafa samþykkt fimm ára samning með um sex milljónir evra í árslaun. Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, er sagður vera mikill aðdáandi leikmannsins en hann skoraði 34 mörk í 41 leik fyrir Benfica á síðustu leiktíð, þar á meðal skoraði hann gegn Liverpool er liðin áttust við í Meistaradeild Evrópu. Klopp heillaðist víst mikið af þeim úrúgvæska í einvígi liðanna og Virgil van Dijk, miðvörður Liverpool, lét nýlega hafa eftir sér að Núñez væri á meðal öflugustu mótherja sem hann hefði mætt. Líklegt þykir að Núñez fylli í skarð Sadio Mané hjá Liverpool en sá senegalski er líklega á leið til Bayern Munchen í Þýskalandi. Þau skipti hafa legið í loftinu um þónokkurn tíma en félögin eiga þar eftir að ná samkomulagi um kaupverð.
Enski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Sjá meira