Verður dýrasti leikmaður í sögu Liverpool Atli Arason skrifar 8. júní 2022 18:00 Darwin Nunez, leikmaður Benfica, fagnar marki gegn Barcelona. EFE/MANUEL DE ALMEIDA Darwin Núñez, leikmaður Benfica, er ansi eftirsóttur en Liverpool, Manchester United og Newcastle eru öll sögð komin í kaupstríð um undirskrift úrúgvæska framherjans. Manchester eða Newcastle voru í gær taldir vera líklegustu áfangastaðir Núñez á meðan forráðamenn Liverpool gáfu í skyn að þeir ætluðu ekki að láta draga sig í einhverskonar kauphlaup um leikmanninn. Ítalski fjölmiðlamaðurinn Fabrizio Romano greindi frá því rétt í þessu að Liverpool væri búið að leggja fram tilboð fyrir allt að 100 milljónum evra í leikmanninn sem er það verð sem Benfica er talið vilja fá fyrir Núñez. Official proposal from Liverpool for Darwin Núñez will be €80m plus add ons for €100m package. Benfica will make a decision soon, while Man United are also in contact with his agent. 🔴 #LFCLiverpool are prepared to offer Núñez a five year deal, waiting for Benfica decision.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 8, 2022 Fari svo að þessi kaup gangi í gegn verður Núñez dýrasti leikmaður Liverpool frá upphafi og slær hann þá met Virgil Van Dijk um tæpar 10 milljónir evra. Glen Johnson, fyrrum leikmaður Liverpool, sagði á dögunum að fari svo að Liverpool ætlaði borga uppsett verð fyrir leikmanninn þá myndi Úrúgvæinn enda á því að klæðast treyju liðsins. „Maður áætlar að Núñez myndi velja Anfield ef þetta væri á milli Liverpool og Manchester United. Eins og við vitum, þá hefur Manchester United ekki sama aðdráttarafl í dag og þeir höfðu áður,“ sagði Johnson í viðtali við Liverpool Echo. Takumi Minamino og Sadio Mane eru báðir taldir vera á förum frá Liverpool sem ætti að leysa til um eitthvað fé hjá félaginu til að fjármagna kaupin á Núñez. Fari svo að leikmaðurinn velji Newcastle yrði hann helmingi dýrari en Joelinton sem er dýrasti leikmaður Newcastle í dag. Joelinton var keyptur á 44 milljónir evra árið 2019. Myndi Núñez skrifa undir hjá Manchester United fyrir 100 milljónir yrði hann þó 5 milljónum ódýrari en Paul Pogba, sem fór frítt frá Manchester á dögunum. Liverpool have no interest in getting into a bidding war with Manchester United for Darwin Nuñez. Recruitment staff already have better-value targets lined up if the asking price escalates quickly - a tactic that has worked for them before.https://t.co/Ett6Dhjs1r— David Lynch (@dmlynch) June 7, 2022 Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra gegn reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira
Manchester eða Newcastle voru í gær taldir vera líklegustu áfangastaðir Núñez á meðan forráðamenn Liverpool gáfu í skyn að þeir ætluðu ekki að láta draga sig í einhverskonar kauphlaup um leikmanninn. Ítalski fjölmiðlamaðurinn Fabrizio Romano greindi frá því rétt í þessu að Liverpool væri búið að leggja fram tilboð fyrir allt að 100 milljónum evra í leikmanninn sem er það verð sem Benfica er talið vilja fá fyrir Núñez. Official proposal from Liverpool for Darwin Núñez will be €80m plus add ons for €100m package. Benfica will make a decision soon, while Man United are also in contact with his agent. 🔴 #LFCLiverpool are prepared to offer Núñez a five year deal, waiting for Benfica decision.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 8, 2022 Fari svo að þessi kaup gangi í gegn verður Núñez dýrasti leikmaður Liverpool frá upphafi og slær hann þá met Virgil Van Dijk um tæpar 10 milljónir evra. Glen Johnson, fyrrum leikmaður Liverpool, sagði á dögunum að fari svo að Liverpool ætlaði borga uppsett verð fyrir leikmanninn þá myndi Úrúgvæinn enda á því að klæðast treyju liðsins. „Maður áætlar að Núñez myndi velja Anfield ef þetta væri á milli Liverpool og Manchester United. Eins og við vitum, þá hefur Manchester United ekki sama aðdráttarafl í dag og þeir höfðu áður,“ sagði Johnson í viðtali við Liverpool Echo. Takumi Minamino og Sadio Mane eru báðir taldir vera á förum frá Liverpool sem ætti að leysa til um eitthvað fé hjá félaginu til að fjármagna kaupin á Núñez. Fari svo að leikmaðurinn velji Newcastle yrði hann helmingi dýrari en Joelinton sem er dýrasti leikmaður Newcastle í dag. Joelinton var keyptur á 44 milljónir evra árið 2019. Myndi Núñez skrifa undir hjá Manchester United fyrir 100 milljónir yrði hann þó 5 milljónum ódýrari en Paul Pogba, sem fór frítt frá Manchester á dögunum. Liverpool have no interest in getting into a bidding war with Manchester United for Darwin Nuñez. Recruitment staff already have better-value targets lined up if the asking price escalates quickly - a tactic that has worked for them before.https://t.co/Ett6Dhjs1r— David Lynch (@dmlynch) June 7, 2022
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra gegn reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira