Réttarhöld yfir Blatter og Platini hefjast í dag Valur Páll Eiríksson skrifar 8. júní 2022 11:01 Platini og Blatter hafa þegar verið dæmdir í lífstíðarbann frá fótbolta en gætu átt frekari refsingu yfir höfði sér. Martin Rose/Getty Images Réttarhöld vegna meintrar spillingar og fjársvika Sepps Blatter, fyrrum forseta FIFA, og Michels Platini, fyrrum forseta UEFA, hefjast í Bellinzona í Sviss í dag. Blatter og Platini eru sakaðir um að hafa svikið fé út úr FIFA en báðir þurftu þeir að segja af sér vegna málsins á sínum tíma. Blatter sagði af sér sem forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, þann 21. desember 2015 og Platini steig einnig frá borði sama dag sem forseti Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA. Platini þurfti þá einnig að falla frá áformum sínum um að fara í forsetaframboð hjá FIFA. Báðir sögðu þeir af sér í skugga stærri skandals sem skók fótboltaheiminn á þeim tíma, en bandaríska alríkislögreglan, FBI, handtók fjölda stjórnenda hjá FIFA í maí 2015. Svissnesk lögregluyfirvöld hófu rannsókn sama ár vegna greiðslu frá FIFA til Platini upp á tvær milljónir bandaríkjadala sem hafði átt sér stað fjórum árum áður, 2011. Á meðal kæruliða er ásökun gegn Blatter fyrir að falsa skjöl tengd greiðslunni. Hann greindi frá því að greiðslan væri fyrir ráðgjafahlutverk Platinis á fyrsta kjörtímabili Blatters sem forseta, árin 1998 til 2002. Enginn skriflegur samningur er til um slíkt hlutverk Frakkans. Báðir hafa þeir neitað sök í málinu og segjast hafa náð munnlegu samkomulagi um ráðgjafastörf Platinis árið 1998. Sú vörn skilaði litlum árangri fyrir siðanefnd FIFA, með þeim afleiðingum að þeir voru dæmdir í lífstíðarbann frá fótbolta, og þá varð árangur þeirra litlu meiri við áfrýjanir til Alþjóðaíþróttadómstólsins, CAS. Platini sendi reikning vegna greiðslunnar til FIFA í janúar 2011, 13 árum eftir að meint samkomulag á að hafa náðst milli félaganna, en aðeins örfáum vikum eftir að Katar var veittur hýsingarréttur á HM 2022. Reikningurinn var snarlega greiddur er Blatter stóð að undirbúningi fyrir framboð sitt til endurkjörs í forsetastóli. Enginn þeirra 22 manna úr framkvæmdanefnd FIFA sem kusu um HM í Katar er enn við störf hjá sambandinu, og hafa þeir allir ýmist verið kærðir, ásakaðir eða dæmdir fyrir spillingu í sínum störfum fyrir FIFA. Blatter mun bera vitnisburð fyrir rétti í dag og Platini á morgun. Búist er við að dómsúrskurður verði borinn upp í málinu eftir tvær vikur, þann 22. júní. FIFA Sviss Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
Blatter og Platini eru sakaðir um að hafa svikið fé út úr FIFA en báðir þurftu þeir að segja af sér vegna málsins á sínum tíma. Blatter sagði af sér sem forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, þann 21. desember 2015 og Platini steig einnig frá borði sama dag sem forseti Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA. Platini þurfti þá einnig að falla frá áformum sínum um að fara í forsetaframboð hjá FIFA. Báðir sögðu þeir af sér í skugga stærri skandals sem skók fótboltaheiminn á þeim tíma, en bandaríska alríkislögreglan, FBI, handtók fjölda stjórnenda hjá FIFA í maí 2015. Svissnesk lögregluyfirvöld hófu rannsókn sama ár vegna greiðslu frá FIFA til Platini upp á tvær milljónir bandaríkjadala sem hafði átt sér stað fjórum árum áður, 2011. Á meðal kæruliða er ásökun gegn Blatter fyrir að falsa skjöl tengd greiðslunni. Hann greindi frá því að greiðslan væri fyrir ráðgjafahlutverk Platinis á fyrsta kjörtímabili Blatters sem forseta, árin 1998 til 2002. Enginn skriflegur samningur er til um slíkt hlutverk Frakkans. Báðir hafa þeir neitað sök í málinu og segjast hafa náð munnlegu samkomulagi um ráðgjafastörf Platinis árið 1998. Sú vörn skilaði litlum árangri fyrir siðanefnd FIFA, með þeim afleiðingum að þeir voru dæmdir í lífstíðarbann frá fótbolta, og þá varð árangur þeirra litlu meiri við áfrýjanir til Alþjóðaíþróttadómstólsins, CAS. Platini sendi reikning vegna greiðslunnar til FIFA í janúar 2011, 13 árum eftir að meint samkomulag á að hafa náðst milli félaganna, en aðeins örfáum vikum eftir að Katar var veittur hýsingarréttur á HM 2022. Reikningurinn var snarlega greiddur er Blatter stóð að undirbúningi fyrir framboð sitt til endurkjörs í forsetastóli. Enginn þeirra 22 manna úr framkvæmdanefnd FIFA sem kusu um HM í Katar er enn við störf hjá sambandinu, og hafa þeir allir ýmist verið kærðir, ásakaðir eða dæmdir fyrir spillingu í sínum störfum fyrir FIFA. Blatter mun bera vitnisburð fyrir rétti í dag og Platini á morgun. Búist er við að dómsúrskurður verði borinn upp í málinu eftir tvær vikur, þann 22. júní.
FIFA Sviss Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira