Fótbolti

Barcelona muni grípa til aðgerða til að losna við Braithwaite sem vill ekki fara

Valur Páll Eiríksson skrifar
Braithwaite í baráttunni við Birki Má Sævarsson.
Braithwaite í baráttunni við Birki Má Sævarsson. Gaston Szermann/DeFodi Images

Spænskir fjölmiðlar greina frá því að forráðamenn Barcelona vilji losna við danska framherjann Martin Braithwaite og séu reiðubúnir að ganga til að svo verði. Braithwaite vill sjálfur ekki fara.

Braithwaite samdi við Barcelona árið 2020 þegar félagið glímdi við í mikil meiðslavandræði í framlínunni. Hlutverk hans hefur verið misstórt síðan, en hann spilaði ekki mikið eftir að Xavi Hernández tók við liðinu í vetur.

Þónokkrar breytingar gætu orðið hjá Barcelona í sumar og Braithwaite er á meðal þeirra sem félagið vill losna við af launaskrá. Greint er frá því í spænskum fjölmiðlum að forráðamenn Barcelona gætu gripið til sérstakra aðgerða til að reyna að neyða Braithwaite burt.

Ekki kemur fram hvers kyns aðgerðir um ræðir, en vel kann að vera að hann fái ekki að æfa með aðalliði félagsins og fái ekkert að spila.

Braithwaite fær veglega borgað í Katalóníu og á samning til sumarsins 2024.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×