Sannfærð um að Ísland hefði unnið Eurovision og ákvað að læra íslensku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júní 2022 09:11 Louise ákvað að læra íslensku þar sem hún taldi Ísland líklegast til sigurs í Eurovision árið 2020, þegar keppnin var blásin af vegna Covid. Samsett Bresk kona sem hefur einsett sér að læra tungumál þeirrar þjóðar sem vinnur Eurovision hverju sinni ákvað að læra íslensku eftir að keppninni var aflýst árið 2020. Hún telur að Daði og Gagnamagnið hefðu verið líklegust til sigurs það árið. Hún hefur þegar lært ítölsku og hollensku en segir íslenskuna hafa verið meiri áskorun. Louise Frith er stödd hér á landi í nokkurs konar pílagrímsferð, eftir að hafa einsett sér að læra íslensku eftir að Eurovision 2020 var aflýst vegna Covid. Louise taldi Ísland líklegt til sigurs og ákvað því að byrja að læra íslensku þó að enginn opinber sigurvegari hafi verið krýndur. Framlag Íslands það árið var lagið Think about things með Daða og Gagnamagninu. Louise segir íslensku ekki aðgengilegasta tungumálið til að læra. „Mér tókst að kaupa kennslubók, býsna gamla, sem var ætluð bandarískum hermönnum á 5. áratugnum. Þetta er mjög gamaldags nám með bók og maður þarf að fara í gegnum alla málfræðina. Málfræðin er ekki mjög auðveld fyrir enskumælandi fólk,“ segir Louise, á ensku. Heldurðu að það hefði hjálpað að hafa app eins og Duolingo? „Já, tvímælalaust. Ég stunda tungumálanám aðallega á Duolingo,“ segir Louise. Hlaðvörp, fréttir og sjónvarpsþættir Louise lærir málið þó ekki á eina bók, heldur reynir hún að fylgjast með íslenskum fréttum, hlaðvörpum og sjónvarpsþáttum. Hún segir það valda því að hún sé farin að skilja málið nokkuð vel, bæði ritað og mælt. Hún gerir sitt besta við að reyna að tala málið líka, en finnst það talsvert erfiðara. Louise segist þó geta myndað einfaldar setningar. Þegar blaðamaður spurði hana, á íslensku, hvers vegna hún hefði lagt leið sína til Íslands, stóð ekki á svari á okkar ástkæra ylhýra: „Mig langar að læra íslensku.“ Hatari í uppáhaldi Louise hefur lengi verið mikill aðdáandi Eurovision, en ákvað eftir keppnina árið 2019 að læra tungumál sigurvegara hvers árs og ferðast til sigurlandsins. Hún hefur því bæði lært hollensku og ítölsku frá því hún tók upp nýja áhugamálið. Sigurvegarinn í ár var Úkraína, sem á nú í stríði við Rússland. Louise er þegar byrjuð að læra smá úkraínsku. „Mig langar til að fara einhvern tímann til Úkraínu en núna er auðvitað ekki rétti tíminn. Ég held að ég fari ekki þangað næstu árin, því miður,“ segir Louise, búin að skipta aftur yfir í enskuna. Louise segist mikill aðdáandi framlaga Íslands til Eurovision í gegnum tíðina og var til að mynda afar hrifin af atriði Íslands í ár. Hvað er uppáhalds íslenska Eurovision-lagið þitt? „Hatari með Hatrið mun sigra,“ segir Louise að lokum, á íslensku. Eurovision Íslenska á tækniöld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslandsvinir Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Louise Frith er stödd hér á landi í nokkurs konar pílagrímsferð, eftir að hafa einsett sér að læra íslensku eftir að Eurovision 2020 var aflýst vegna Covid. Louise taldi Ísland líklegt til sigurs og ákvað því að byrja að læra íslensku þó að enginn opinber sigurvegari hafi verið krýndur. Framlag Íslands það árið var lagið Think about things með Daða og Gagnamagninu. Louise segir íslensku ekki aðgengilegasta tungumálið til að læra. „Mér tókst að kaupa kennslubók, býsna gamla, sem var ætluð bandarískum hermönnum á 5. áratugnum. Þetta er mjög gamaldags nám með bók og maður þarf að fara í gegnum alla málfræðina. Málfræðin er ekki mjög auðveld fyrir enskumælandi fólk,“ segir Louise, á ensku. Heldurðu að það hefði hjálpað að hafa app eins og Duolingo? „Já, tvímælalaust. Ég stunda tungumálanám aðallega á Duolingo,“ segir Louise. Hlaðvörp, fréttir og sjónvarpsþættir Louise lærir málið þó ekki á eina bók, heldur reynir hún að fylgjast með íslenskum fréttum, hlaðvörpum og sjónvarpsþáttum. Hún segir það valda því að hún sé farin að skilja málið nokkuð vel, bæði ritað og mælt. Hún gerir sitt besta við að reyna að tala málið líka, en finnst það talsvert erfiðara. Louise segist þó geta myndað einfaldar setningar. Þegar blaðamaður spurði hana, á íslensku, hvers vegna hún hefði lagt leið sína til Íslands, stóð ekki á svari á okkar ástkæra ylhýra: „Mig langar að læra íslensku.“ Hatari í uppáhaldi Louise hefur lengi verið mikill aðdáandi Eurovision, en ákvað eftir keppnina árið 2019 að læra tungumál sigurvegara hvers árs og ferðast til sigurlandsins. Hún hefur því bæði lært hollensku og ítölsku frá því hún tók upp nýja áhugamálið. Sigurvegarinn í ár var Úkraína, sem á nú í stríði við Rússland. Louise er þegar byrjuð að læra smá úkraínsku. „Mig langar til að fara einhvern tímann til Úkraínu en núna er auðvitað ekki rétti tíminn. Ég held að ég fari ekki þangað næstu árin, því miður,“ segir Louise, búin að skipta aftur yfir í enskuna. Louise segist mikill aðdáandi framlaga Íslands til Eurovision í gegnum tíðina og var til að mynda afar hrifin af atriði Íslands í ár. Hvað er uppáhalds íslenska Eurovision-lagið þitt? „Hatari með Hatrið mun sigra,“ segir Louise að lokum, á íslensku.
Eurovision Íslenska á tækniöld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslandsvinir Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira