Herbert heiðrar látinn vin með endurútgáfu plötu Kan Samúel Karl Ólason skrifar 2. júní 2022 22:13 Frá vinstri: Magnús Hávarðarson, Alfreð Erlingsson, Herbert Guðmundsson, Finnbogi G. Kristinsson og Hilmar Valgarðsson. Platan „Í ræktinni“ með hljómsveitinni Kan er loks komin á Spotify og aðrar tónlistarveitur. Hingað til hefur platan eingöngu verið til á vínyl en tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson, lét nútímavæða plötuna í minningu gítarleikarans Magnúsar Hávarðarsonar. „Við unnum mikið saman og sömdum mikið saman,“ segir Herbert í samtali við Vísi. „Hann fór allt of snemma.“ Magnús dó árið 2020, þá 58 ára gamall. Herbert segist hafa orðið að virða minningu Magnúsar. Þeir tveir auk þeirra Alfreðs Erlingssonar, Finnboga G. Kristinssonar og Hilmars Valgarðssonar tóku plötuna upp árið 1984 í Grettisgati, hljóðveri Stuðmanna. Hrafnhildur Valbjörnsdóttir vaxtaræktardrottning, á plötuumslagi Í ræktinni. Platan var tekin upp „live“, eins og það kallast en þeir spiluðu lögin saman inn á hana. „Ég átti alltaf masterinn,“ segir Herbert. „Það er gaman að því hvað platan eldist vel.“ Hann ákvað að senda upptökuna til vinar síns í Bretlandi sem lagaði hana til, uppfærði og kom á stafrænt form. Herbert og sonur hans hlóðu plötunni svo upp á Spotify og aðrar efnisveitur á þriðjudaginn. Plötuna má finna hér á Spotify eða í spilaranum hér að neðan. Sjálfur segist Herbert hafa mjög mikið að gera þessa dagana, eftir að nýja lagið hans, Með stjörnunum, sló í gegn. „Þetta er bara yndislegt líf. Það hefur sjaldan verið svona gott núna eftir að nýja lagið mitt fór í fyrsta sæti. Það er búið að vera bilað að gera,“ segir Herbert. Tónlist Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Við unnum mikið saman og sömdum mikið saman,“ segir Herbert í samtali við Vísi. „Hann fór allt of snemma.“ Magnús dó árið 2020, þá 58 ára gamall. Herbert segist hafa orðið að virða minningu Magnúsar. Þeir tveir auk þeirra Alfreðs Erlingssonar, Finnboga G. Kristinssonar og Hilmars Valgarðssonar tóku plötuna upp árið 1984 í Grettisgati, hljóðveri Stuðmanna. Hrafnhildur Valbjörnsdóttir vaxtaræktardrottning, á plötuumslagi Í ræktinni. Platan var tekin upp „live“, eins og það kallast en þeir spiluðu lögin saman inn á hana. „Ég átti alltaf masterinn,“ segir Herbert. „Það er gaman að því hvað platan eldist vel.“ Hann ákvað að senda upptökuna til vinar síns í Bretlandi sem lagaði hana til, uppfærði og kom á stafrænt form. Herbert og sonur hans hlóðu plötunni svo upp á Spotify og aðrar efnisveitur á þriðjudaginn. Plötuna má finna hér á Spotify eða í spilaranum hér að neðan. Sjálfur segist Herbert hafa mjög mikið að gera þessa dagana, eftir að nýja lagið hans, Með stjörnunum, sló í gegn. „Þetta er bara yndislegt líf. Það hefur sjaldan verið svona gott núna eftir að nýja lagið mitt fór í fyrsta sæti. Það er búið að vera bilað að gera,“ segir Herbert.
Tónlist Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira