Tónlist

Vona að þetta setji tóninn fyrir bjart og skemmtilegt sumar

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
JóiPé og PALLY senda frá sér lagið FACE
JóiPé og PALLY senda frá sér lagið FACE Aðsend

Tónlistarmaðurinn JóiPé var að senda frá sér lagið FACE, sem er fyrsti síngúll af væntanlegri plötu sem verður hans fyrsta sólóplata. Með Jóa á laginu er vinur hans Páll Orri Pálsson sem gengur undir listamannsnafninu PALLY en þetta er fyrsta útgáfa hans undir þessu nafni. Blaðamaður tók púlsinn á Jóa og fékk að heyra nánar frá laginu og lífinu.

Samkvæmt Jóa og Páli Orra varð lagið varð um eina sumarnótt í fyrra, en þá hittust þeir með það markmið að gera lag sem kemur manni í gott skap.

„Grípandi viðlagið og ferski hljóðheimurinn gerir það að verkum að lagið er tilvalið til þess að taka með sér inn í sumarið.“

Hamingja og góður fílingur

„Þegar ég og Palli ákváðum að slá til og gera tónlist saman vorum við sammála um það að okkur langaði að gera eitthvað lag sem kæmi manni í gott skap,“ segir Jói aðspurður um hvaðan innblástur fyrir laginu hafi komið. 

Páll Orri, PALLY, og JóiPé vona að lagið setji tóninn fyrir bjart og skemmtilegt sumar.Aðsend
„Innblásturinn var að miklu leyti bara hamingja og góður fílingur. 

Ég sýndi honum nokkra takta sem ég var þá að vinna í og einn þeirra greip athygli Palla, sem var þá hálfkláraður taktur sem átti eftir að verða að laginu FACE.“

Artwork fyrir lagið. Innblástur fyrir laginu FACE var hamingja og góður fílingur. Marsibil Þórarinsdóttir Blöndal

Jói segir ferlið á bak við lagið hafa gengið vel.

„Fyrsta útgáfan af laginu varð til í byrjun mars 2021. Grunnur lagasmíðarinnar kom frá mér ásamt bróður mínum Degi Orra Patrekssyni sem spilaði á gítar. Síðan þá hefur lagið tekið á sig mun fullorðinslegri mynd, bæði með hljóðblöndun frá Styrmi Haukssyni og hljóðfæraleik frá fjölda tónlistarmanna. 

Margir komu að gerð lagsins og án þeirra hefði lagið ekki orðið að því sem það er í dag,“

segir Jói en hópur tónlistarfólks vann saman að þeirri heild sem lagið er. Bergur Einar Dagbjartsson og Magnús Tryggvason Eliassen tromma á lagið, Kári Hrafn Guðmundsson spilar á trompet, Magnús Jóhann Ragnarsson spilar píanó og hljóðgervil, Rakel Sigurðardóttir syngur bakraddir og svo spilar Dagur Orri Patreksson ásamt Hafsteini Þráinssyni á gítar.

JóiPé vinnur nú að fyrstu sólóplötunni sinni.Aðsend

Skemmtilegt og annasamt sumar

Jói segir spennandi tíma framundan.

„Það stefnir í skemmtilegt og annasamt sumar þar sem ég og Króli erum bókaðir víða um land ásamt hljómsveit.

Annars er ég að mestu leyti með hugann við sólóplötuna mína sem ég er að leggja lokahönd á og stefni á að gefa út seinna á árinu. 

FACE er fyrsti síngúll af henni og setur vonandi tóninn fyrir bjart og skemmtilegt sumar.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.