Vona að þetta setji tóninn fyrir bjart og skemmtilegt sumar Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 3. júní 2022 07:00 JóiPé og PALLY senda frá sér lagið FACE Aðsend Tónlistarmaðurinn JóiPé var að senda frá sér lagið FACE, sem er fyrsti síngúll af væntanlegri plötu sem verður hans fyrsta sólóplata. Með Jóa á laginu er vinur hans Páll Orri Pálsson sem gengur undir listamannsnafninu PALLY en þetta er fyrsta útgáfa hans undir þessu nafni. Blaðamaður tók púlsinn á Jóa og fékk að heyra nánar frá laginu og lífinu. Samkvæmt Jóa og Páli Orra varð lagið varð um eina sumarnótt í fyrra, en þá hittust þeir með það markmið að gera lag sem kemur manni í gott skap. „Grípandi viðlagið og ferski hljóðheimurinn gerir það að verkum að lagið er tilvalið til þess að taka með sér inn í sumarið.“ Hamingja og góður fílingur „Þegar ég og Palli ákváðum að slá til og gera tónlist saman vorum við sammála um það að okkur langaði að gera eitthvað lag sem kæmi manni í gott skap,“ segir Jói aðspurður um hvaðan innblástur fyrir laginu hafi komið. Páll Orri, PALLY, og JóiPé vona að lagið setji tóninn fyrir bjart og skemmtilegt sumar.Aðsend „Innblásturinn var að miklu leyti bara hamingja og góður fílingur. Ég sýndi honum nokkra takta sem ég var þá að vinna í og einn þeirra greip athygli Palla, sem var þá hálfkláraður taktur sem átti eftir að verða að laginu FACE.“ Artwork fyrir lagið. Innblástur fyrir laginu FACE var hamingja og góður fílingur. Marsibil Þórarinsdóttir Blöndal Jói segir ferlið á bak við lagið hafa gengið vel. „Fyrsta útgáfan af laginu varð til í byrjun mars 2021. Grunnur lagasmíðarinnar kom frá mér ásamt bróður mínum Degi Orra Patrekssyni sem spilaði á gítar. Síðan þá hefur lagið tekið á sig mun fullorðinslegri mynd, bæði með hljóðblöndun frá Styrmi Haukssyni og hljóðfæraleik frá fjölda tónlistarmanna. Margir komu að gerð lagsins og án þeirra hefði lagið ekki orðið að því sem það er í dag,“ segir Jói en hópur tónlistarfólks vann saman að þeirri heild sem lagið er. Bergur Einar Dagbjartsson og Magnús Tryggvason Eliassen tromma á lagið, Kári Hrafn Guðmundsson spilar á trompet, Magnús Jóhann Ragnarsson spilar píanó og hljóðgervil, Rakel Sigurðardóttir syngur bakraddir og svo spilar Dagur Orri Patreksson ásamt Hafsteini Þráinssyni á gítar. JóiPé vinnur nú að fyrstu sólóplötunni sinni.Aðsend Skemmtilegt og annasamt sumar Jói segir spennandi tíma framundan. „Það stefnir í skemmtilegt og annasamt sumar þar sem ég og Króli erum bókaðir víða um land ásamt hljómsveit. View this post on Instagram A post shared by Jo iPe (@joiipe) Annars er ég að mestu leyti með hugann við sólóplötuna mína sem ég er að leggja lokahönd á og stefni á að gefa út seinna á árinu. FACE er fyrsti síngúll af henni og setur vonandi tóninn fyrir bjart og skemmtilegt sumar.“ Tónlist Tengdar fréttir Grunaði að smá gleði og jákvæðni myndi falla vel í kramið Hlustendaverðlaunin 2022 fara fram laugardaginn 19. mars næstkomandi og eru það útvarpsstöðvarnar FM957, Bylgjan og X 977 sem standa saman að þessari verðlaunahátíð. 28. janúar 2022 11:31 JóiPé og Króli í hringferð um landið: „Fyrsta skipti sem að við seljum á okkar eigin tónleika“ Hipphopp-tvíeykið JóiPé og Króli hafa ákveðið að leggja land undir fót og halda ásamt hljómsveit í tónleikaferðalag hringinn í kringum landið. 22. júní 2021 09:58 Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Samkvæmt Jóa og Páli Orra varð lagið varð um eina sumarnótt í fyrra, en þá hittust þeir með það markmið að gera lag sem kemur manni í gott skap. „Grípandi viðlagið og ferski hljóðheimurinn gerir það að verkum að lagið er tilvalið til þess að taka með sér inn í sumarið.“ Hamingja og góður fílingur „Þegar ég og Palli ákváðum að slá til og gera tónlist saman vorum við sammála um það að okkur langaði að gera eitthvað lag sem kæmi manni í gott skap,“ segir Jói aðspurður um hvaðan innblástur fyrir laginu hafi komið. Páll Orri, PALLY, og JóiPé vona að lagið setji tóninn fyrir bjart og skemmtilegt sumar.Aðsend „Innblásturinn var að miklu leyti bara hamingja og góður fílingur. Ég sýndi honum nokkra takta sem ég var þá að vinna í og einn þeirra greip athygli Palla, sem var þá hálfkláraður taktur sem átti eftir að verða að laginu FACE.“ Artwork fyrir lagið. Innblástur fyrir laginu FACE var hamingja og góður fílingur. Marsibil Þórarinsdóttir Blöndal Jói segir ferlið á bak við lagið hafa gengið vel. „Fyrsta útgáfan af laginu varð til í byrjun mars 2021. Grunnur lagasmíðarinnar kom frá mér ásamt bróður mínum Degi Orra Patrekssyni sem spilaði á gítar. Síðan þá hefur lagið tekið á sig mun fullorðinslegri mynd, bæði með hljóðblöndun frá Styrmi Haukssyni og hljóðfæraleik frá fjölda tónlistarmanna. Margir komu að gerð lagsins og án þeirra hefði lagið ekki orðið að því sem það er í dag,“ segir Jói en hópur tónlistarfólks vann saman að þeirri heild sem lagið er. Bergur Einar Dagbjartsson og Magnús Tryggvason Eliassen tromma á lagið, Kári Hrafn Guðmundsson spilar á trompet, Magnús Jóhann Ragnarsson spilar píanó og hljóðgervil, Rakel Sigurðardóttir syngur bakraddir og svo spilar Dagur Orri Patreksson ásamt Hafsteini Þráinssyni á gítar. JóiPé vinnur nú að fyrstu sólóplötunni sinni.Aðsend Skemmtilegt og annasamt sumar Jói segir spennandi tíma framundan. „Það stefnir í skemmtilegt og annasamt sumar þar sem ég og Króli erum bókaðir víða um land ásamt hljómsveit. View this post on Instagram A post shared by Jo iPe (@joiipe) Annars er ég að mestu leyti með hugann við sólóplötuna mína sem ég er að leggja lokahönd á og stefni á að gefa út seinna á árinu. FACE er fyrsti síngúll af henni og setur vonandi tóninn fyrir bjart og skemmtilegt sumar.“
Tónlist Tengdar fréttir Grunaði að smá gleði og jákvæðni myndi falla vel í kramið Hlustendaverðlaunin 2022 fara fram laugardaginn 19. mars næstkomandi og eru það útvarpsstöðvarnar FM957, Bylgjan og X 977 sem standa saman að þessari verðlaunahátíð. 28. janúar 2022 11:31 JóiPé og Króli í hringferð um landið: „Fyrsta skipti sem að við seljum á okkar eigin tónleika“ Hipphopp-tvíeykið JóiPé og Króli hafa ákveðið að leggja land undir fót og halda ásamt hljómsveit í tónleikaferðalag hringinn í kringum landið. 22. júní 2021 09:58 Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Grunaði að smá gleði og jákvæðni myndi falla vel í kramið Hlustendaverðlaunin 2022 fara fram laugardaginn 19. mars næstkomandi og eru það útvarpsstöðvarnar FM957, Bylgjan og X 977 sem standa saman að þessari verðlaunahátíð. 28. janúar 2022 11:31
JóiPé og Króli í hringferð um landið: „Fyrsta skipti sem að við seljum á okkar eigin tónleika“ Hipphopp-tvíeykið JóiPé og Króli hafa ákveðið að leggja land undir fót og halda ásamt hljómsveit í tónleikaferðalag hringinn í kringum landið. 22. júní 2021 09:58