Argentína er álfumeistari Atli Arason skrifar 1. júní 2022 20:45 Lionel Messi var valin maður leiksins í leiknum í kvöld á Wembley og var tolleraður af liðsfélögum sínum í leikslok. Getty Images Argentína sendi skýr skilaboð til alheimsins fyrir heimsmeistaramótið í Katar í desember með sigri í uppgjörsleik sigursælustu heimsálfanna í fótbolta, Finalissima. Argentína vann þægilegan 3-0 sigur á Evrópumeisturum Ítalíu. Finalissima er nokkurskonar ofurbikar, þar sem Evrópumeistarar og Suður-Ameríkumeistarar mætast í uppgjöri bestu landsliða heimsálfanna tveggja. Þetta er í þriðja skipti sem leikið er um þennan bikar sem var áður þekktur sem Artemio Franchi bikarinn. Argentína vann hann árið 1993 eftir sigur á Danmörku og Frakkar unnu bikarinn 1985 eftir sigur á Úrúgvæ. Argentína tók þátt í viðureigninni sem Suður-Ameríkumeistari ársins 2021 en Ítalir urðu Evrópumeistarar árið 2020, þrátt fyrir að Evrópumótið hafi farið fram árið 2021 vegna heimsfaraldursins. Leikurinn í kvöld fór fram á Wembley og er samstarfsverkefni UEFA, knattspyrnusambands Evrópu og CONMEBOL, knattspyrnusamband Suður-Ameríku. Lautaro Martinez kom Argentínu yfir á 28. mínútu eftir undirbúning frá Lionel Messi. Martinez bjó svo til seinna mark Argentínu þegar hann lagði knöttinn á Angel Di María sem vippaði boltanum yfir Gianluigi Donnarumma, markvörð Ítalíu. Argentína var betri aðilinn frá upphafi til enda og leikurinn snerist í raun um hversu stór sigur liðsins yrði. Paulo Dybala kórónaði svo flottan leik Argentínu þegar hann skoraði þriðja og síðasta markið eftir hraða skyndisókn en aftur var það Messi sem bjó markið til. HM 2022 í Katar Argentína Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira
Finalissima er nokkurskonar ofurbikar, þar sem Evrópumeistarar og Suður-Ameríkumeistarar mætast í uppgjöri bestu landsliða heimsálfanna tveggja. Þetta er í þriðja skipti sem leikið er um þennan bikar sem var áður þekktur sem Artemio Franchi bikarinn. Argentína vann hann árið 1993 eftir sigur á Danmörku og Frakkar unnu bikarinn 1985 eftir sigur á Úrúgvæ. Argentína tók þátt í viðureigninni sem Suður-Ameríkumeistari ársins 2021 en Ítalir urðu Evrópumeistarar árið 2020, þrátt fyrir að Evrópumótið hafi farið fram árið 2021 vegna heimsfaraldursins. Leikurinn í kvöld fór fram á Wembley og er samstarfsverkefni UEFA, knattspyrnusambands Evrópu og CONMEBOL, knattspyrnusamband Suður-Ameríku. Lautaro Martinez kom Argentínu yfir á 28. mínútu eftir undirbúning frá Lionel Messi. Martinez bjó svo til seinna mark Argentínu þegar hann lagði knöttinn á Angel Di María sem vippaði boltanum yfir Gianluigi Donnarumma, markvörð Ítalíu. Argentína var betri aðilinn frá upphafi til enda og leikurinn snerist í raun um hversu stór sigur liðsins yrði. Paulo Dybala kórónaði svo flottan leik Argentínu þegar hann skoraði þriðja og síðasta markið eftir hraða skyndisókn en aftur var það Messi sem bjó markið til.
HM 2022 í Katar Argentína Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira